Hvað Jóhannes á að skrifa söfnuðinum í Efesus, í Smyrna, í Pergamus, í Týatíru.

1Skrifa þú engli safnaðarins í Efesus: þetta segir sá, sem heldur á þeim sjö stjörnum í sinni hægri hendi og gengur meðal þeirra sjö gulllegu ljósastikna.2Eg þekki þín l) verk, þína mæðu og þolgæði, og veit, að þú ekki líður þá, sem vondir eru; þú hefir m) prófað þá, sem hafa þóst vera postular, en vóru það þó ekki, og hefir fundið, að þeir vóru lygarar.3Þú hefir samt haft þolinmæði og umborið þá mín vegna og ekki þreyst.4En það þyki mér að þér, að þú hefir sleppt þínum fyrri kærleika.5Gáðu því að, hvörju þú hefir sleppt, sjáðu að þér og breyttu eins og fyrrum; ellegar skal eg bráðum koma, og þoka þinni ljósastiku úr stað, nema þú sjáir að þér.6En þess máttu þó njóta, að þú hatar athæfi þeirra Nikolaita, eins og eg.7Hvör, sem n) eyru hefir, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum: þeim, o) sem sigrar, mun eg gefa að eta p) af lífsins tré, því er stendur í aldingarði míns Guðs.
8Skrifa þú engli safnaðarins í Smyrna: þetta segir sá a) fyrsti og síðasti, sá sem dó og b) endurlifnaði,9eg þekki c) þín verk, þröng þína og fátækt (en þú ert samt d) ríkur) og lastmæli þeirra gegn þér, sem kalla sig e) Gyðinga, en eru það þó ekki, heldur söfnuður Satans.10f) Kvíddu ekki því mótlæti, sem þú átt fyrir höndum: sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi til að freistast, og þér munuð þrengingu hafa í 10 daga. g) Vertu trúr allt til dauðans, þá skal eg gefa þér h) lífsins kórónu.11Hvör, sem i) eyru hefir, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum: þeim, sem sigrar, honum skal sá k) annar dauði ekkert granda.
12Skrifa þú engli safnaðarins í Pergamus: þetta segir sá, sem hefir það tvíeggjaða bitra sverð:13eg þekki þín verk, og veit, að þú býr þar, sem l) Satans hásæti er. Samt m) heldur þú stöðugt við mitt nafn og hefir ekki afneitað minni trú, jafnvel ekki á þeim dögum, er minn n) trúfasti vottur Antípas var uppi, hvör eð líflátinn var hjá yður, þar, sem Satan býr.14Þó þyki mér fátt eitt að þér, að nokkrir eru þeir hjá þér, sem halda við kenningu Balaams, þess er kenndi Balak að tæla Ísraelsmenn til að eta afguðafórnir og drýgja saurlifnað;15allt eins hefir þú nokkra hjá þér, sem halda við kenningu Nikolaitanna.16o) Sjáðu því að þér, ellegar mun eg bráðum koma, og p) vega að þeim með q) sverði míns munns.17Hvör, r) sem eyru hefir, heyri hvað andinn segir söfnuðunum: þeim, sem s) sigrar, skal eg gefa að eta af því t) hulda himnabrauði; eg skal gefa honum hvítan hlut með áskrifuðu u) nýju nafni, sem enginn þekkir, nema sá, er viðtekur.
18Skrifa þú engli safnaðarins í Týatíru: þetta segir Guðs Sonur, hvörs augu eru sem eldslogi, og hvörs fætur eru sem látún.19Eg þekki þín verk, þína elsku, trúmennsku og þjónustu og þitt stöðuglyndi; þín síðari góðverk eru fleiri en hin fyrri.20En það þykir mér að þér, að þú leyfir Jessabel konu þinni, sem þykist vera spákona og afvegaleiðir mína þjóna með sínum kenningum, að drýgja saurlifnað og eta afguða fórnir.21Eg hefi gefið henni frest til að sjá að sér, en hún vill þó ekki láta af sínum saurlifnaði.22Sjá! eg mun kasta henni í rekkju, og þeim, sem hórast með henni, í miklar þrengingar, ef þeir bæta ekki ráð sitt.23Börnum hennar skal eg með dauða tortýna, svo allir söfnuðir viti, að eg em sá, v) sem rannsaka hjörtun og nýrun; og sérhvörjum yðar x) skal eg gjalda eftir hans verkum.24En yður segi eg, hinum öðrum í Týtatíru, sem ekki haldið við þessa kenningu, og ekki hafið kannað djúp Satans, sem þeir svo kalla; upp á yður skal eg enga aðra byrði leggja,25en haldið því, sem þér hafið, þar til eg kem.26Þeim, sem a) sigrar og heldur til enda mín boðorð, skal b) eg gefa vald yfir heiðnum þjóðum;27hann skal c) ríkja yfir þeim með járnsprota, og þeir skulu sundurmolast eins og leirker; þvílíkt vald d) fékk eg líka hjá mínum Föður.28Og eg skal gefa honum morgunstjörnuna.29Hvör, sem eyra hefir, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum.

V. 1. Kap. 1,13.16.20. V. 2. l. 1 Tess. 1,3. Opinb. b. 2,9.13.19. m. 1 Jóh. 4,1.2. V. 3. Hebr. 10,36. V. 4. v. 14.20. V. 5. Mark. 1,15. V. 6. sbr. v. 14.15. V. 7. n. Matt. 11,15. Opinb. b. 3,6. o. v. 17.26. p. 1 Mós. b. 2,9. Opinb. b. 22,2. V. 8. a. Esa. 41,4. 48,12. Opinb. b. 1,11. b. v. 18. V. 9. c. v. 2. d. Kap. 3,17. e. þ. e. Guðs fólk. Róm. 2,17. Jóh. 8,39. V. 10. f. Matt. 10,28. g. Matt. 10,22. Hebr. 3,14. Opinb. b. 3,11. h. 1 Kor. 9,25. 2 Tím. 4,7.8. Jak. 1,12. V. 11. i. Matt. 11,15. 13,9. k. Kap. 20,14. 21,8. V. 12. Kap. 1,16. Hebr. 4,12. V. 13. l. Kap. 13,2. m. Kap. 3,8. n. Kap. 1,5. V. 14. 4 Mós. 22,5. 25,2. 31,16. Júd. v. 11. V. 15. v. 6. V. 16. o. Matt. 3,2. p. Kap. 19,15.21. q. Esa. 11,4. 49,2. 2 Tess. 2,8. Opinb. b. 1,16. V. 17. r. v. 7.11. s. v. 26. t. Jóh. 6,50.51. u. Opb. b. 3,12. V. 18. Kap. 1,14.15. V. 19. v. 2.9.13. V. 20. Post. g. b. 15,20. 1 Kor. 10,19.20. V. 21. Spek. b. 10,12. Róm. 2,4. V. 22. Kap. 18,9. V. 23. v. Sálm. 7,10. Jer. 11,20. Jóh. 2,24.25. x. Sálm. 62,13. Róm. 2,6. V. 25. Kap. 3,11. V. 26. a. v. 7.11.17. b. Sálm. 2,8. 1 Kor. 6,2. V. 27. c. Kap. 12,5. 19,15. d. Kap. 3,21. Lúk. 22,29. V. 28. 2 Pét. 1,19. Opinb. b. 22,16. V. 29. Kap. 3,6.