Lofgjörðarsálmur.

1Sálmur Davíðs. Gefið Drottni, þér börn hinna voldugu, gefið Drottni lofgjörð og heiður.2Gefið Drottni dýrðina hans nafns! tilbiðjið Drottin í heilögu skarti!3Drottins raust fer yfir vötnin. Dýrðarinnar Guð þrumar. Drottinn er yfir þeim miklu vötnum.4Drottins raust er kröftug. Drottins raust er dýrðleg.5Drottins raust sundurbrýtur sedrusviðinn, já, Drottinn hefir sundurbrotið sedrusviðinn á Libanon(fjalli).6Hann lætur hann stökkva upp sem kálfa, Libanon og Sirion eins og ung ótamin naut.7Drottins raust útsendir eldsloga,8Drottins raust lætur eyðimörkina bifast, Kadess eyðimörk skjálfa.9Drottins raust kemur hindunum til að fæða, og afklæðir skógana, en í hans musteri segir allt: (honum sé) dýrð!10Drottinn situr upp yfir vötnunum, Drottinn situr sem konungur að eilífu.11Drottinn verndar sitt fólk, Drottinn mun blessa sitt fólk með friði.