Lastar, að klögumál kristinna á milli borin séu undir heiðna dómendur og yfir höfuð, að lestir skuli viðgangast meðal kristinna. Straffar þá, sem taka lauslæti í forsvar.

1Hvör yðar getur fengið það af sér, ef hann hefir mál öðrum á móti, að láta það koma undir dóm heiðinna, en ekki heldur undir dóm heilagra a)?2eður vitið þér ekki að þeir heilögu munu heiminn dæma b)? en ef heimurinn verður af yður dæmdur, eruð þér þá óverðugir að dæma í minnstu málum?3Vitið þér ekki að vér munum englana dæma, því þá ekki það tímanlega!4Ef að þér hafið mál um það tímanlega, þá setjið þér þá c) til dómara, sem í fyrirlitningu eru í söfnuðinum.5Þetta segi eg yður til blygðunar. Er þá ekki einu einasti svo vitur á meðal yðar, að hann geti skorið úr málum milli bræðra sinna?6heldur gengur bróðir í rétt á móti bróður og það fyrir dómstóli vantrúaðra.7Yfir höfuð að tala er það yður til smánar, að þér hafið lagadeilur hvör við annan;8því líðið þér ekki heldur órétt og því látið þér ekki heldur ásælast yður? en þér gjörið sjálfir órétt og ásælist aðra og það yðar bræður.9Vitið þér ekki að óréttvísir munu ekki Guðs ríki erfa? dragið yður ekki sjálfa á tálar; hvörki frillulífismenn, né skurðgoðadýrkarar, né hórdómsmenn, né mannbleyður, eður þeir, sem leggjast með karlmönnum,10né þjófar, né ásælnir, né drykkjumen, né orðhákar, né ránsmen, munu Guðs ríki erfa.11Þvílíkir voru nokkrir af yður áður, en nú eruð þér þvegnir, helgaðir og réttlættir fyrir Jesúm Krist og Guðs vors Anda.
12Allt er mér leyfilegt, en allt er samt ekki þénanlegt. Allt er mér leyfilegt, en eg má ekki láta nokkurn hlut fá vald yfir mér.13Fæðan er fyrir magann og maginn fyrir fæðuna, en Guð mun gjöra enda á bæði henni og honum.14En líkaminn er ekki (gefinn) til frillulífis, heldur Drottni til þjónustu, og Drottinn er fyrir líkamann; því Guð, sem uppvakti Drottinn, mun og uppvekja oss fyrir kraft sinn.15Vitið þér ekki, að yðar líkamir eru Krists limir? skyldi eg taka Krists limi og gjöra þá að limum skækjunnar? fjærri sé því !16eður vitið þér ekki, að sá, sem samlagar sig skækjunni, er einn líkami með henni ? því þau tvö munu verða einn líkami, segir Ritningin.17En sá, sem samlagar sig Drottni, er einn andi með honum.18Forðist frillulifnað! sérhvör önnur synd, sem maðurinn drýgir, er líkamanum óviðkomandi, en sá, sem saurlífi drýgir, syndgar á móti sínum eigin líkama.19Eður vitið þér ekki að yðar líkami er musteri þess heilaga Anda, sem í yður býr, hvörn þér hafið frá Guði og að þér eruð ekki yðar eigin herrar;20því fyrir verð eruð þér keyptir; vegsamið því Guð með yðar líkama.

V. 1. a. Þ. e. kristinna. V. 2. b. Matt. 19,28. Lúk. 22,29–30. sbr. Dan. 7,22. V. 4. c. nl. heldur. V. 9. 3 Mós. b. 18,22. Róm. 1,27. V. 11. Efes. 2,2. f. Tít. 3,3. V. 12. Kap. 10,23. f. V. 13. Róm. 14,15.17. V. 14. Róm. 6,5.8. sbr. 1 Kor. 15,13. ff. V. 15. Efes. 4,12.15. V. 16. 1 Mós. b. 2,24. Matt. 19,5. V. 17. Jóh. 17,21. V. 19. Kap. 3,16. Róm. 8,14.15. sbr. við 8,2.5.6.9. V. 20. Tít. 2,14. 1 Pét. 1,18.19. Efes. 1,7. Post. gb. 20,28.