Brúkun tungunnar. Vísdómi lýst.

1Verið ekki, bræður mínir! margir kennifeður, með því þér vitið að vér (kennendurnir) munum fá þyngri dóm;2því allir hrösum vér margvíslega. Verði einhvörjum ekki á í orði, þá er hann maður fullkominn, fær um að stýra öllum sínum líkama.3Sjáið! vér leggjum beisli hestum í munn, svo þeir hlýði oss og vér getum sveigt allan þeirra líkama.4Lítið og til skipanna, hvörsu stór sem þau eru og þó þau rekist af hörðum veðrum, verður þeim samt stýrt með harla litlu stýri hvört sem stýrimaðurinn vill.5Þannig er tungan lítill limur, en ræðst þó í mikið. Sjá! í hvörsu miklum skógi lítill neisti getur kveikt.6Tungan er og eldur, heimur fullur ranglætis. Svo er tungan sett meðal vorra lima, að hún flekkar a) allan líkamann og upptendrar allt lífið b), sjálf upptendruð af helvíti;7því allar tegundir dýra og fugla, bæði skriðkvikinda og sjódýra, temjast og hafa verið tamin af kyni manna,8en tunguna getur enginn manna tamið, þessa óhemju, sem full er með banvænt eitur.9Með henni vegsömum vér Guð og Föðurinn og með henni formælum vér mönnunum, sem skapaðir eru eftir Guðs mynd.10Af þeim sama munni framgengur blessan og bölvan; þetta má ekki svo vera, bræður mínir!11Hvört mun sætt og beiskt vatn geta sprottið upp af sama uppsprettuauga nokkurrar lindar?12Mun fíkjutréð, bræður mínir, geta af sér gefið viðsmjörsávöxt eða víntréð fíkjur? Þannig kann eigi heldur saltur brunnur geta af sér fætt vatn.
13Sé nokkur vitur og hygginn yðar á meðal, hann láti með góðri umgengni verk sín lýsa hóglátri speki.14En ef þér hafið beiska öfund og áreitni í yðar hjarta, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum.15Þvílík speki kemur ekki ofan að, heldur er hún jarðnesk, holdleg, djöfulleg.16Því hvar, sem öfund og áreitni er, þar er sundurþykkja og öll vond háttsemi.17En sú speki sem ofan að er, hún er fyrst fölskvalaus, þarnæst friðsöm, sannsýn, full miskunnar og góðra ávaxta, fer ekki í manngreinarmun, er hræsnislaus.18En réttlætisins ávöxtur verður þeim í friði sáður, sem friðinn stundar c).

V. 2. Orðskv.b. 20,9. Sálm. 34,14. 1 Pét. 3,10. V. 3. Sálm. 32,9. Esek. 38,4. V. 5. sbr. Sálm. 12,4.5. 57,5. V. 6. sbr. Matt. 15,11.18. a. þ. e. þegar illa brúkast. b. þ. e. eyðileggur lífsins gleði. V. 8. Matt. 12,34. V. 12. Matt. 7,16. V. 13. Efes. 5,15. V. 14. Efes. 4,31. 1 Jóh. 4,20. V. 15. 1 Kor. 2,6.7. V. 16. Gal. 5,20. V. 18. Esa. 32,17. c. þ. e. þeim er friður búinn, sem leggja kapp á friðsemi.