Drottinn sá sanni Guð.

1Eigi oss, Drottinn! eigi oss, heldur þínu nafni sé heiður, fyrir sakir þinnar miklu miskunnar og trúfesti.2Hvar fyrir skyldu þjóðirnar segja: hvar er nú þeirra Guð?3Vor Guð er í himninum, allt hvað honum þóknast, það gjörir hann.
4Þeirra afguðir eru silfur og gull, gjörðir af manna höndum.5Munn hafa þeir, en geta ekki talað; augu hafa þeir, en geta ekki séð,6þeir hafa eyru, en heyra ekki, nasir, en finna enga lykt.7Þeir hafa hendur, en geta ekkert með þeim gripið; fætur hafa þeir, en geta ekki gengið, og upp um sinn háls geta þeir ekki orði komið.8Líkir þeim eru þeir sem gjöra þá; allir sem á þá treysta.
9Ísrael! reiddu þig á Drottin, hann er vor hjálp og vor skjöldur.10Arons hús, reiðið yður á Drottin! hann er vor hjálp og vor skjöldur.11Þér sem óttist Drottin, reiðið yður á Drottin. Hann er vor hjálp, og vor skjöldur.12Drottinn minnist vor, hann blessar oss; hann blessi Ísraels hús! hann blessi Arons hús!13Hann mun blessa þá sem óttast Drottin, þá smáu með þeim stóru.14Drottinn mun blessa yður meir og meir, og yðar börn.15Blessaðir eruð þér af Drottni sem hefir gjört himininn og jörðina.16Himinninn gjörvallur er Drottins, en jörðina hefir hann mannanna börnum gefið.17Þeir dauðu geta ei lofað Drottin, ei heldur þeir sem komnir eru í þögnina.18En vér, vér viljum lofa Drottin, nú héðan í frá og að eilífu. Lofið Drottin!