Absalons afdrif.

1Og Davíð kannaði fólkið sem með honum var og setti höfuðsmenn yfir þúsund og höfuðsmenn yfir hundrað.2Og Davíð sendi fólkið frá sér, þriðjung með Jóab, og þriðjung með Abisai Serujasyni bróður Jóabs, og þriðjung með Gatítanum Ítaí; og kóngur sagði við fólkið: eg vil fara í orrustuna með yður,3en fólkið sagði: þú skalt ekki fara, því þó vér flýjum, svo gefa þeir oss engan gaum, og þó helftin af oss falli, svo munu þeir ekki um oss skeyta, því þú ert einn sem 10 þúsundir af oss, og það er betra að þú sért oss að liði úr borginni.4Og kóngur sagði til þeirra: það sem yður líst vil eg gjöra. Og kóngur stóð við hlið borgarinnar, og allt fólkið fór út, hundruðum og þúsundum saman.5En konungur gaf skipun þeim Jóab, Abísai og Ítaí og sagði: farið vægilega með c) unglinginn Absalon! og allt fólkið heyrði kónginn gefa þessa skipun, viðvíkjandi Absalon.6Fólkið lagði svo til orrustu við Ísrael og bardaginn hófst í Efraimsskógi.7Og Ísraels fólk hafði ósigur fyrir Davíðs mönnum, og mannfallið varð mikið á þeim sama degi, 20 þúsund manns (féllu).8Og bardaginn útdreifðist um allt landið, og skógurinn varð fleirum mönnum að líftjóni heldur en sverðið á þeim degi.
9En svo vildi til að Davíðs menn komu auga á Absalon. Hann reið múlasna, og múlasninn kom undir þéttar greinir eikar nokkurar, þá festist höfuð hans í eikinni og hann dinglaði þar milli himins og jarðar, en múlasninn rann framundan honum.10Þá kom maður auga á hann, og sagði Jóab, og mælti: sjá! eg hefi séð Absalon hanga í eik.11Og Jóab sagði við manninn sem þetta mælti: heyrðu! hafir þú séð hann, því vannst þú þá ekki á honum? það hefði verði mitt að gefa þér 10 sikla silfurs og belti.12Og maðurinn sagði við Jóab: og þó eg fengi út í hönd þúsund sikla silfurs, mundi eg ekki leggja hönd á kóngssoninn; því í vorri áheyrn hefir konungurinn boðið þér og Abísai og Ítaí, og sagt: gefi hvör yðar fyrir sig gaum að þeim unga manni Absalon!13En ef eg hefði verið mér sjálfum vestur og bakað mér líftjón—kónginum dylst ekkert—mundir þú sjálfur hafa staðið fjærri mér.14Og Jóab mælti: ekki má eg lengur tefja hjá þér! og hann þreif þrjú spjót í sína hönd, og lagði þeim í gegnum Absalons hjarta. Enn nú lifði hann í eikinni.15Þá gengu þar að 10 menn, skjaldsveinar Jóabs, og unnu á Absalon, og drápu hann.
16Þá blés Jóab í básúnu d) og fólkið hætti að elta Ísrael; því Jóab stansaði fólkið.17Og þeir tóku Absalon og snöruðu honum í stóra gryfju þar í skóginum, og gjörðu yfir honum mikinn grjót haug e), og allur Ísrael flúði, hvör í sitt tjald.18En Absalon hafði, meðan hann lifði, tekið og sett sér minnismerki sem stendur í konungsdalnum, því hann sagði: eg á engan son til að halda uppi minningu míns nafns, og hann kallaði minnismerkið sínu nafni; og það er kallað Absalons minnismerki allt til þessa dags.19En Akimas sonur Sadoks a) mælti: eg ætla að hlaupa að færa konunginum þá fregn, að Drottinn hafi rétt hluta hans á hans óvinum.20Og Jóab sagði til hans: þú ber engin góð tíðindi í dag, í annað sinn skaltu fara með boðskap, því kóngssonurinn er dauður.21En við Kusíta nokkurn sagði Jóab: far þú og seg konungi hvað gjörst hefir. Og Kusítinn laut Jóab, og rann af stað.22Og Akimas sonur Sadoks kom aftur að máli við Jóab og sagði: hvað um gildir, lofa þú mér að hlaupa á eftir Kusítanum! og Jóab svaraði: hvörs vegna vilt þú hlaupa, minn son? þú hefir engin góð tíðindi að bera.23Hinn (svaraði): hvað sem sker og eftir fer, eg vil hlaupa, og hann (Jóab) sagði: svo hlauptu! og Akimas hljóp veginn yfir engið og komst á undan Kusítanum.
24En Davíð sat milli tveggja borgarhliðanna, og varðmaður gekk á þaki hliðsins á veggnum, og leit upp og litaðist um, og sjá! þar kom maður hlaupandi,25og varðmaðurinn kallaði og sagði það konungi, og konungur mælti: sé hann einsamall, svo er boðskapur í hans munni, og hann kom nær og nær.26Og varðmaðurinn sá annan mann koma hlaupandi, og varðmaðurinn kallaði niður í hliðið, og mælti: maður kemur hlaupandi; og kóngur ansaði: hann er og sendiboði.27Og varðmaður mælti: hlaup hins fyrra er líkt hlaupi Akimas Sadokssonar. Og kóngur svaraði: það er góður maður og hann kemur með góðan boðskap.
28Og Akimas kallaði og mælti til konungs: Friður! og hneigði sig fyrir konungi með andlitinu til jarðar, og mælti: lofaður sé Drottinn þinn Guð, sem hefir ofurgefið þá menn, er upplyftu sinni hönd á móti mínum herra konunginum.29Og konungur spurði: líður unglingnum Absalon vel? og Akimas svaraði: eg sá ös mikla þegar Jóab sendi þinn þjón og kóngsins þjón; en eg veit ekki hvað það var.30Og konungur mælti: gakk þú til hliðar og vertu þarna! og hann gekk og stóð þar.
31Og sjá! þá kom Kúsitinn, og Kúsitinn mælti: minn herra konungurinn meðtaki þann boðskap, að Drottinn hefir rétt hluta þinn á öllum þeim sem gjörðu uppreisn móti þér.32Og kóngur mælti við Kúsitann: líður unglingnum Absalon vel? Og Kúsitinn svaraði: fari eins fyrir óvinum míns herra, konungsins og öllum sem gjöra illa uppreisn móti þér, eins og fyrir þessum unglingi.33Þá varð kónungi bilt við, og hann gekk upp í salinn yfir borgarhliðinu, og grét; og líka sagði hann í því hann gekk burt: sonur minn Absalon! minn sonur, minn sonur Absalon! minn sonur, minn sonur Absalon! æ að eg hefði dáið í þinn stað! Absalon, sonur minn, sonur minn!

V. 5. c. v. 12. V. 16. d. Kap. 2,28. 20,22. V. 17. e. Jós. 7,26. V. 19. a. 1 Kron. 6,8.