Arfahluti hinna sex ættkvíslanna og Jósúa sjálfs.

1Eftir það kom út næsti hlutur, fyrir Símeons ættkvísl og hennar kynþætti; þeirra arfahluti varð mitt í arfahluta Júda niðja,2til þeirra erfðahluta heyrði Beerseba, Seba, Mólada,3Hasar-Súal, Bala, Esem,4Eltólad, Betúl, Horma,5Siklag, Bet-Marabot, Hasar-Súfa,6Bet-Lebaot, Saruhen, þrettán staðir með undirliggjandi þorpum.7Ain, Rimmon, Eter og Asan, fjórir staðir með undirliggjandi þorpum.8Þar með þorp þau öll, sem liggja kringum þessa staði allt til Baalat-Beer, það er syðri Ramat, þetta er erfðahluti Símeonsniðja, eftir þeirra kynþáttum.9Lá svo landhluti þeirra í landareign Júdaniðja, því þeim hafði of mikið útskipt verið, og þar af kom það, að Símeonsniðjar fengu hlut mitt í þeirra landi.
10Kom nú upp þriðji hluturinn fyrir Sebúlonsniðja, eftir þeirra kynþáttum; náðu landamerki þeirra til Saríd,11og upp til hafsins og Marala allt til Dabbaset, og lækjarins gegnt Jókneam;12gengu til baka frá Saríd austanvert fyrir framan landamerki Kislot-Tabors, svo út til Daberat og upp til Jafía;13þaðan beint austur eftir yfir Gitta-Hefer, Itta-Kasín, síðan út til Rimmon-Metóar, það er Nea;14svo að norðanverðu framhjá Hanaton, og enda í Iftakelsdal,15Katat, Nahalal, Simron, Idala og Betlehem, það eru tólf staðir með þeirra þorpum;16þessi var arfahluti Sebúlonsniðja eftir þeirra kynþáttum; þessir voru staðir þeirra með undirliggjandi þorpum.
17Þá kom upp hinn fjórði hlutur, það var hlutur Ísaskarsniðja og þeirra kynþátta.18Þeirra landamerki voru Jisreela, Kesulot, Súnem,19Hasraím, Síon, Anaharat,20Rabbit, Kisjon Ebes,21Remet, Engannim, Enhadda, Betpases;22þá náðu landamerkin til Sabor, Sahasím, Betsemis og enda við Jórdan, sextán staðir með þorpum þeirra;23þetta er Ísaskarsniðja arfahluti og þeirra kynþátta, þeirra staðir þessir með sínum þorpum.
24Fimmti hluturinn kom upp fyrir Asers ættkvísl og hennar kynþætti;25þar voru landamerkin Helkat Hali, Beten, Aksaf,26Alamelek, Amead, og Miseal, og ná vestur að Karmel og Síhór-Libnat;27Þaðan víkur þeim til austurs að Betdagon, þá til norðurs að Sebúlons (landamerkjum) og Jistahelsdal, Betemek, og Negíel, og til vinstri handar út hjá Kabúl.28Ebron, Rekob, Hammon, Kana til hinnar miklu Sídonar,29snýr þá landamerkjunum til Rama og til hins víggirta staðar Týrus og aftur til Hosa, og enda við hafið beint undan Aksíb,30Umma, Afek og Rehob; þetta voru tuttugu og tveir staðir með þeirra þorpum.31Þetta er erfðahluti Asers ættkvíslar og hennar kynþátta; þessir voru þeirra staðir með sínum þorpum.
32Sjötti hluturinn kom nú upp fyrir Naftali ættkvísl, og hennar kynþætti,33byrja landamerki þeirra frá Helef og eikinni hjá Saenannim, Adami-Rekeb, og Jabneel allt til Lakkúm, og enda við Jórdan;34þaðan í vestur til Asnot-Tabor, þaðan út til Hukkok, ná til Sebúlons að sunnanverðu, til Asers að vestanverðu, og til Júda við Jórdan að austanverðu;35voru þar þessir víggirtir staðir: Siddim, Ser, Hammat, Rakkat, Genesaret,36Adama, Rama, Hasór,37Kedes, Edrei, Enhasor,38Jiron, Migdal-El, Harem, Betanat, Betsemes; nítján staðir með þeirra þorpum.39Þetta var arfahluti Naftali ættkvíslar og hennar kynþátta; og þessir staðir þeirra með sínum þorpum.
40(Loks) kom upp hinn sjöundi hlutur Dans ættkvíslar og hennar kynþátta;41og landamerki þeirra arfahluta var Sora, Estaól, Irsaemes,42Saalabbim, Ajalon, Jitla,43Elón, Timnat, Ekron,44Elteke, Gibbeton, Baalat,45Jehúð, Bneberak, Gatrimmon,46Jarkonsvatn og Rakkon með landinu gagnvart Joppe.47En landamerki Dansniðja urðu þeim ofþröng, og því fóru Dansniðjar, upp og herjuðu á Lesem, unnu hana, slógu innbúana með sverði, og bjuggu þar síðan sjálfir; en gáfu staðnum Lesem nafn eftir ættföður þeirra Dan.48Þessi var arfahluti Dansniðja og þeirra kynþátta og þessir staðir þeirra með sínum þorpum.
49En er Ísraelsmenn höfðu skipt landinu öllu til ystu ummerkja, gáfu þeir Jósúa Núnssyni arfahluta hjá sér.50Þeir gáfu honum eftir boði Drottins staðinn, sem hann sjálfur kaus, Timnat-Sera á Efraímsfjalli; hann víggirti þá borg, og bjó þar síðan.
51Þessir voru þeir erfðahlutir, sem þeir Eleasar prestur, Jósúa Núnsson og ættfeðurnir með hlutkesti úthlutuðu ættkvíslum Ísraels barna í Síló fyrir augliti Drottins, við dyr samkundutjaldbúðarinnar; var svo skiptum þessum lokið.