Ýmisleg sannmæli.

1Kvennanna vísdómur reisir húsið, en heimskan niðurbrýtur það með sínum eigin höndum.2Hvör sem framgengur með hreinskilni, sá óttast Drottin; en sá sem gengur króka veg, foraktar hann.3Í dárans munni er hans hofmóðs vöndur, en varir þeirra vísu vernda þá.4Hvar engin naut eru, þar er jatan tóm, en fyrir uxanna kraft fæst mikil inntekt.5Hreinskilið vitni lýgur ekki, en falsvitni framber lygi.6Háðgjarn maður leitar visku, en finnur ekki; en hyggnum manni er viskan auðfundin.7Gakk þú framhjá þeim heimska manni, og þeim sem þú veist að ei hafa varir þekkingarinnar.8Það er vísdómur hins hyggna, að hann gáir að sínum vegi; en dáranna heimska er tál.9Heimskingjar hlæja að sínum syndum, en meðal þeirra hreinskilnu býr velþóknan (Guðs).10Hjartað þekkir eigin beiskju, og í þess fögnuð getur enginn óviðkomandi blandað sér.11Óguðlegra hús mun eyðileggjast, en tjaldbúð hreinskilinna mun blómgast.12Vegir eru til sem manni sýnast réttir, en útgangurinn er vegur til dauðans.13Þó að hjarta hlæi, kennir það (oft) til, og gleðin endar með sorg.14Rangsnúið hjarta mettast af sínum vegum, en góður maður af því, sem hans er.15Sá einfaldi trúir öllu, en hygginn maður athugar sinn gang.16Sá vitri er hræddur og forðast hið illa, en dárinn er djarfur og ugglaus.17Sá sem er fljótur til reiði, aðhefst heimskupör, og sá undirföruli maður bakar sér hatur.18Þeir fávísu eiga heimskuna, en þeir hyggnu krýnast með þekkingu.19Þeir vondu skulu lúta þeim góðu, og þeir óguðlegu í portum hinna réttlátu.20Einnig af vinum sínum verður sá fátæki fyrirlitinn, en margir elska þann ríka.21Hvör sem fyrirlítur sinn vin, sá syndgar; en sá er sæll sem aumkast yfir þann snauða.22Fara þeir ekki villir vega sem ástunda illt? og finna þeir ekki hylli og tiltrú sem ástunda gott?23Allt erfiði gefur nægtir, en orðin tóm leiða með sér skort.24Vísum manni eru hans auðæfi kóróna; en fávísra heimska (nl: fávísra álit) er heimska,25sannort vitni bjargar sálum, en falsvitni útblæs lygum.26Í ótta Drottins er öruggt vígi, og (sínum) börnum mun hann vera hæli.27Ótti Drottins er brunnur lífsins, til að forðast snörur dauðans.28Það er kónganna heiður að hafa margt fólk; en fólksekla er furstanna tjón.29Langlundargeð er mikil viska, en sá bráðlyndi lætur í ljósi dáraskap.30Líkamans líf er rólegt hjarta, en öfund er sem rotnun í beinunum.31Sá sem leggst á lítilmagnann, sá óvirðir hans skapara, en hvör sem miskunnar fátækum, sá heiðrar hann.32Sá óguðlegi dettur um sína vonsku, en sá réttvísi maður hefir jafnvel í sínum dauða athvarf.33Í hyggins manns hjarta hvílir viskan, en það sem er í dáranna hjarta, lætur hátt til sín heyra.34Réttlætið upphefur fólkið, en syndin er þjóðanna skömm.35Kónginum líkar vel framsýnn þénari, en hans reiði er yfir þeim sem vanvirðir sig.