Júda ættkvíslar herfarir móti Kananítum.

1Og það bar til, eftir dauða Jósúa, að Ísraels börn spurðu Drottin að, og sögðu: hvör af oss skal fyrst taka sig upp móti Kananítunum, til að heyja stríð við þá?2Drottinn svaraði: Júda (kynþáttur) skal (fyrst) taka sig upp; sjá! eg hefi gefið landið í hans hendur!3Þá sagði Júda til bróður síns Símeóns: far þú með mér, til míns hlutskiptis **), og látum oss berjast við Kananítana, svo vil eg aftur fara með þér til þíns hlutskiptis, og svo fór Símeón með honum.4Síðan tók Júda sig upp, og Drottinn gaf Kananíta og Feresíta í þeirra hönd; og þeir lögðu að velli í Besek tíu þúsundir manna.5Þá fundu þeir Adoni Besek í Besek og börðust við hann; og þeir unnu þá Kananíta og Feresíta.6En Adoní Besek flúði, og þeir veittu honum eftirför; og sem þeir náðu honum, hjuggu þeir þumalfingur og þumaltær af höndum hans og fótum.7Þá sagði Adoni Besek: sjötíu konungar, af hvörjum þumalfingur og þumaltær afhöggnar voru, máttu tína upp (molana) undir mínu borði; en eins og eg breytti (við þá), eins hefir nú Guð endurgoldið mér. Og þeir fluttu hann til Jerúsalem, og þar deyði hann.
{8Því Júdabörn höfðu (áður) herjað á Jerúsalem, unnið hana og slegið fólkið sverðseggjum, og þeir (höfðu) lagt eld í borgina.9Þar eftir höfðu þeir farið að berjast við Kananíta, sem bjuggu á fjallbyggðum, og í suðurátt, og á láglendi.10Sömuleiðis hafði Júda farið móti Kananítunum í Hebron (en Hebron kallaðist í fyrri tíð Arbaborg); og slegið Sesaí, Ahiman og Talmai.11Hann hafði haldið þaðan móti innbyggjurunum í Debír, (en Debír nefndist forðum Sefer borg).12En þá Kaleb hafði sagt: hvörjum sem herjar upp á borgina Sefer og inntekur hana, skal eg gefa dóttur mína Aksa til eiginkvinnu.13Þá inntók Otníel sonur Kenas, Kalebs yngra bróðurs, borgina; og hann gaf honum sína dóttur Aksa, til eiginkonu.14Og það skeði, þegar hún ætlaði heim til hans, að hún upphvatti hann, að beiðast akurs, af föður sínum, og hún stökk af baki asnanum; þá sagði Kaleb til hennar: hvað gengur að þér?15Hún sagði þá til hans: gefðu mér eina blessun! þar þú hefir gefið mér þurrlendi, þá gefðu mér líka land, sem hefir uppsprettubrunna! og hann gaf henni (land sem) uppsprettulindir (hafði), bæði fyrir ofan og neðan.16Og niðjar þess kenítiska manns, mágs Mósis, höfðu farið úr Pálmastaðnum, með börnum Júda, upp til Júdaeyðimerkur, sem liggur fyrir sunnan Arad; því hann hafði farið, til að búa þar meðal fólksins.}
17Nú fór Júda af stað með bróður sínum Símeón, og þeir unnu Kananítana, sem bjuggu í Sefat, gjöreyddu þeim, og kölluðu þann stað Horma.18Síðan inntók Júda (borgina) Assa, og hennar landeign; Asklon og hennar landeign; og Ekron, og það sem undir hana lá.19Og Drottinn var með Júda, svo hann gat unnið þá sem á fjöllunum bjuggu; en ei fékk hann útrekið dalbúana, því þeir höfðu járn(slegna) vagna.20Og þeir gáfu Kaleb Hebron eins og Móses hafði sagt, og hann útrak þaðan þrjá Enakssonu.21En Benjamíns börn útráku ekki Jebúsítana, sem bjuggu í Jerúsalem, heldur hafa Jebúsítar búið hjá Benjamíns börnum í Jerúsalem, allt fram á þenna dag.
22Jóseps niðjar fóru og svo (með hernaði) á móti Betel, og Drottinn var með þeim.23Og Jóseps niðjar héldu njósn um Betel, (hvörrar borgar nafn forðum var Lús):24en sem varðhaldsmennirnir (sem njósnuðu) sáu mann nokkurn ganga út af borginni, sögðu þeir til hans: sýn þú oss, hvar vér getum komist inn í borgina, og skulum vér þá veita þér miskunn.25Og síðan, þegar hann hafði vísað þeim á inngang í borgina, slógu þeir hana með sverðseggjum, en manninum og öllu hans hyski slepptu þeir.26Þá fór hinn sami maður í land Hetítanna, hvar hann byggði borg, og kallaði nafn hennar Lús; og heldur hún því nafni allt til þessa dags.
27Og Manassis (ættkvísl) útrýmdi ekki (innbyggjurunum í) Betsean og hennar smástöðum; ei heldur í Taanak og hennar stöðum; ei heldur innbyggjurunum í Dór og hennar stöðum; ei heldur þeim sem bjuggu í Jibleam og hennar stöðum; né þeim sem bjuggu í Megiddo og hennar stöðum. Og Kananítum geðjaðist að búa þar í landinu.28En sem Ísraelslýður gjörðist mektugur, lagði hann skatt á Kananíta en útrýmdi þeim ei öldungis.
29Ei heldur útrýmdi Efraim Kananítunum, sem bjuggu í Geser, en Kananítarnir bjuggu meðal þeirra í Geser.
30Sebúlon útrak og ekki innbyggjendurna í Kítron eður innbyggjendurna í Nahalól, heldur bjuggu Kananítar meðal þeirra og voru skattgildir.
31Aser útrak ei heldur innbyggjarana í Ako, né innbyggjarana í Sídon, í Aholab, í Aksib, í Helba, í Afík og í Rehob.32Heldur bjuggu þeir meðal Kananítanna, sem voru í landinu, því þeir höfðu ekki útrýmt þeim.33Naftalím útrýmdi og ekki innbyggjurunum í Betsemes, ei heldur þeim í Bet-Anat, heldur bjugu þeir meðal Kananítanna, sem voru í landinu; þó voru innbyggjararnir í Betsemes og Betanat skattgildir.34En Amorítarnir þrengdu Dansbörnum upp á fjallið, og liðu þeim ekki að setjast að í dalnum.35Og Amorítunum féll í geð að búa á fjallinu Heres, hjá Ajalon og Saalbím; þó var hönd Jósepsniðja of þung á þeim, svo þeir urðu skattgildir.36En landamerki Amorítanna voru þar sem gengið er upp á (fjallið) Akrabbim, frá klettinum og þar uppeftir.

**) V. 3. hlutskipti; það er þess parts af landinu, sem Júda kynkvísl hafði hlotnast að búa í. V. 5. Adoni Besek, kann útleggjast drottnarinn í Besek. V. 10. Jós. 15,14. V. 11. Jós. 12,13. K. 15,15. V. 13. Jós. 15,17. og s. fr. V. 15. Blessun; hún meinti ávaxtarríkt land. V. 16. Dóm. 4,17. 4 Mós, 10,29. V. 17. 4 Mós. 14,45. K. 21,3. V. 18. Jós. 15,46.47. V. 19. Jós. 17,16. V. 20. Jós. 14.13. 4 Mós. 14,24. V. 21. Jós. 15,63. V. 23. 1 Mós. 28,19. V. 25. Jós. 6,25. V. 26. Jós. 16,2. 17,11, sqv. V. 27. Jós. 17,11.12. V. 29. Jós. 16,10.