Lofgjörð og trúnaðartraust.

1Lofsálmur á sabbatsdegi.2Það er fallegt að þakka Drottni og syngja lof þínu nafni, þú æðsti!3að kunngjöra þína náð um morguninn og þína trúfesti á næturnar,4á tíu strengja hljóðfæri, higajon, með hörpum (ýmisleg hljóðfæri).5Því þú gleður mig, Drottinn! með þínum verkum, við verkin þinna handa vil eg gleðjast.6Hvörsu stór eru þín verk, Drottinn! mjög djúpar eru þínar hugsanir.7Fávís maður þekkir þær ekki, og heimskinginn skilur þær ekki.8Þegar þeir óguðlegu grænka sem grasið, og allir þeir blómgast sem aðhafast ranglæti, þá skeður það til þess að þeir eyðileggist að fullu og öllu.9Og þú, Drottinn! ert hár að eilífu.10Því sjá! þínir óvinir, ó Drottinn! þínir óvinir fyrirfarast; tvístrast allir þeir sem rangt gjöra.11En þú munt upplyfta mínu a) horni sem einhyrningsins; eg er smurður með b) nýju viðsmjöri.12Og mitt auga mun með gleði sjá mína óvini, sem risu móti mér, af þeim vondu munu mín eyru frétta.13Sá ráðvandi mun grænka sem pálmaviður, sem sedrustré á Libanon vaxa.14Þeir sem eru gróðursettir í Drottins húsi, munu grænka í vors Guðs forgarði.15Jafnvel í sinni elli skulu þeir bera ávöxt, hafa vökva og grænka,16til að kunngjöra að Drottinn, mitt vígi, er réttlátur, að í honum eru engin rangindi.

V. 11. a. Tign. b. Menn smurðu sig í gleðiveislum.