Ríkisstjórn Akas. (2 Kgb. 16.)

1Tvítugur var Akas, þegar hann varð kóngur, og 16 ár ríkti hann í Jerúsalem. Og hann gjörði ekki það sem rétt var í augsýn Drottins, eins og Davíð faðir hans,2og gekk á vegum Ísraelskónga og úr steyptum bílætum gjörði hann sér afguði (Baalim).3Í Hinnomssonadal tendraði hann reykelsi og brenndi sína syni í eldi, líkt viðurstyggð þjóðanna, sem Drottinn útrak frá Ísraelssonum.4Og hann fórnfærði og gjörði reyk á hæðum og hólum, og undir hvörju grænu tré.5Þá gaf Drottinn, hans Guð, hann í hönd kóngsins af Sýrlandi, og þeir (sýrlensku) unnu hann og tóku marga af hans (liði) til fanga, og fóru með þá til Damaskus; og líka í hönd Ísraelskóngs var hann gefinn, og hann olli honum mikils mannfalls.6Og Peka, sonur Remalía, drap, í Júda, hundrað og 20 þúsundir, á einum degi, allt menn stríðsfæra, af því þeir yfirgáfu Drotin, Guð sinna feðra.7Og Sikri, hetja af Efraim, drap Maeseia, kóngsins son, og Asríkam, forstöðumann hússins, og Elkana, sem gekk næst konunginum.8Og Ísraelssynir fluttu hertekna af sínum bræðrum, 2 hundruð þúsund konur, syni og dætur, og miklu herfangi rændu þeir frá þeim og fluttu herfangið til Samaríu.
9En þar var spámaður Drottins, sem hét Óbeð, hann fór á móti hernum, sem kom til Samaríu, og mælti til þeirra: sjá! í reiði yfir Júda hefir Drottinn, yðar feðra Guð, gefið þá í yðar hönd, og þér hafði í grimmd niðurdrepið (fólk) meðal þeirra, svo það er himinhrópandi.10Og nú hugsið þér að undiroka Júda- og Jerúsalemssyni, og gjöra þá yður þræla og ambáttir. Er þá ekki á yður, á yður (segi eg) sekt við Drottin yðar Guð?11Svo heyrið mig nú, og sendið fangana til baka, sem þér hafið hertekið af yðar bræðrum; því upptendruð er reiði Drottins yfir yður.12Og þá uppstóðu menn af fyrirliðum Efraimssona, Asaría, sonur Johanans, Berekía, sonur Mesilemóts, og Hiskía, sonur Sallums, og Amasa, sonur Hati, móti þeim sem komu úr stríðinu,13og sögðu til þeirra: þér skuluð ekki koma með þá herteknu hingað, því þér ætlið yður, oss til sekta við Drottin, að auka vorar syndir og vorar sektir; því mikil er vor sekt, og reiði er upptendruð gegn Ísrael.14Þá létu þeir hertygjuðu alla fangana og herfangið fram fyrir herforingjana og allan söfnuðinn.15Og þeir menn, sem nefndir vóru með nafni, stóðu upp og tóku við föngunum, og alla þá nöktu meðal þeirra, klæddu þeir af herfanginu, klæddu og þá og skæddu, mettuðu og drykkjuðu, og smurðu þá, og fluttu þá á ösnum sem örþreyttir voru, og fluttu þá til Jeríkó, pálmaviðarstaðarins, til þeirra bræðra, og komu svo aftur til Samaríu.
16Um sama leyti sendi Akas kóngur til Sýrlandskónga, að þeir veittu honum lið.17Líka komu aftur Edomítar, unnu sigur á Júda og fluttu (nokkra) í burt hertekna.18Og Filistear gjörðu áhlaup á staðina á láglendinu og suður í Júda(landi), og tóku Bet-Semes og Ajalon og Gederot og Soko og hennar dætur, og Timna, og hennar dætur, og Gimso, og hennar dætur, og settust þar að.19Því Drottinn auðmýkti Júda, sakir Akas, kóngs í Júda, því hann gjörði Júda(lýð) taumlausan og braut á móti Drottni.20Og Tiglat-Pilneser, kom á móti honum, kóngur í Assýríu, og þröngdi honum og aðstoðaði hann ekki.21Að sönnu ruplaði Akas Drottins hús og kóngsins hús og höfðingjanna, og gaf það Assýríukóngi; en það hjálpaði honum ekki.22Enn meir misbraut hann, kóngurinn Akas, við Drottin, í neyðinni.23Og hann færði fórnir guðunum í Damaskus, sem höfðu sigrað hann, og mælti: guðir kónganna í Sýrlandi hjálpa þeim, eg vil færa þeim fórnir svo þeir hjálpi mér. En þeir urðu honum og öllum Ísrael að falli.24Og Akas tók saman öll áhöld Guðs húss, og sneið (nokkuð) af öllum áhöldum Guðs húss og lokaði dyrum Drottins húss, og reisti sér ölturu á öllum Jerúsalems hornum.25Og í öllum Júda stöðum gjörði hann hæðir, til að gjöra reyk öðrum guðum, og móðgaði Drottin Guð sinna feðra.
26En hans önnur saga og öll hans verk, þau fyrri og seinni, sjá! (um) það er skrifað í bók Júda- og Ísraelskónga.27Og Akas lagðist hjá sínum feðrum og menn grófu hann í staðnum Jerúsalem; því menn báru hann ekki í grafir Ísraelskónga. Og Esekías hans son varð kóngur í hans stað.