Enginn láti þekkingu sína verða öðrum til ásteytingar. Skurðgoð eru að sönnu ekkert, en þó má ekki eta skurðgoðafórnir, svo hinn veiktrúaði ekki hneykslist.

1Hvað það kjöt áhrærir, sem skurðgoðum er fórnfært, vitum vér, að allir höfum vér þekkingu (þekkingin gjörir mann stærilátan, en kærleikurinn uppbyggir;2svo ef nokkur þykist mikill af þekkingu sinni, hann þekkir ekkert eins og þekkja ber;3en sá, sem elskar Guð, hann þekkir Guð).4Hvað áhrærir nautn þess, sem skurðgoðum hefir fórnfært verið, þá vitum vér að skurðgoð er ekkert og enginn Guð til utan sá eini.5Því jafnvel þó Guðir séu kallaðir svo vel á himni sem á jörðu, (eins og sagt er: margir eru guðir og margir drottnar),6þá höfum vér ekki nema einn Guð Föðurinn, frá hvörjum allt er og vér honum (til dýrðar) og einn Drottin Jesúm Krist, fyrir hvörn allt er, vér einnig.7En allir hafa ekki þessa þekkingu, heldur eta sumir það enn nú, af skurðgoðatrú, sem skurðgoðafórn, og saurgast svo þeirra samviska, sem veik er.8Fæðan mælir ekki fram með oss hjá Guði, því vér erum hvörki betri þótt vér etum, né verri þótt vér ekki etum.9En gætið þess, að yðar frjálsræði í þessu verði ekki hinum fáfróðari ásteytingarefni;10því sæi einhvör breyskur þig, sem upplýstur ert, sitja til borðs í skurðgoðahofi, mundi ekki samviska þess sem veikur er, stælast svo, að hann æti skurðgoðafórnir?11þannig spillir þú með þinni upplýsingu velferð þíns breyska bróðurs, fyrir hvörn Kristur er dáinn.12Þegar þér þannig syndgið móti yðar bræðrum og meiðið þeirra reikandi samvisku, þá syndgið þér á móti Kristi.13Þess vegna, ef eg með nautninni hneyksla minn bróður, skal eg aldrei að eilífu kjöt eta, svo eg ekki hneyksli hann.

V. 1. Post. g. b. 15,20–29. V. 2. Gal. 6,3. 1 Jóh. 2,3. V. 6. Post. g. b. 17,28. Kól. 1,15–18. Ef. 2,10. samanb. Jóh. 1,3. V. 7. ff. Róm. 14,14.23. 1 Kor. 10,28. V. 13. Róm. 14,21.