Sama efni. Biður að inntaka þann aftur í söfnuðinn, sem hafði bætt ráð sitt. Þakkar Guði, sem blessar hans embætti.

1Með sjálfum mér hefi eg ásett ekki að koma aftur með sorg til yðar;2því ef eg hryggi yður, hvör gleður mig þá nema sá, er eg áður hafði hryggt?3Þetta skrifa eg yður til þess, að þegar eg kem, hafi eg ekki hryggð af þeim, er eiga að gleðja mig. Eg hefi það traust til yðar allra, að yður öllum sé það til gleði, sem mér er til gleði.4Með mikilli sorg og hjartans angri og mörgum tárum skrifaði eg yður, ekki til þess að hryggja yður, heldur til þess þér þar af sæjuð þá miklu elsku, er eg hefi til yðar.
5Ef nokkur er sá, sem hefir hryggðar ollað, þá hefir hann ekki hryggt mig, heldur að nokkru leyti yður alla, eg vil ekki segja annað þyngra.6Látið honum duga þá ströffun, sem á hann er lögð af mörgum,7svo þér ættuð nú því heldur að fyrirgefa honum og hugga hann, svo að of mikil sorg ekki gjöri út af við hann.8Eg bið yður að sýna honum elsku;9því til þess skrifaði eg yður, að eg fengi að vita hvörninn þér reyndust, hvört þér eruð hlýðnir í öllu.10En ef þér fyrirgefið þessum, þá eg í sama máta; því að og svo eg, ef eg hefi fyrirgefið nokkuð, þá hefi eg fyrirgefið það yðar vegna fyrir Krists augliti,11svo vér ekki verðum sigraðir af Satan, því oss eru ekki ókunn hans vélabrögð.
12Þegar vér komum til Tróas til að kenna náðarlærdóm Krists, þá, þótt gott tækifæri gæfist oss þar til, hafði eg ekki ró í mér til þess, af því eg hitti ekki bróður minn Títum;13kvaddi þá því og fór til Makedoníu.14Þakkir séu Guði, sem ávallt gefur oss sigur í Krists erindi og lætur hans þekkingarilm alls staðar af oss útbreiðast.15Vér erum fyrir Guði Krists ilmur, bæði fyrir ena hólpnu og fortöpuðu;16þessum banvænn eimur til dauða, hinum lífgandi ilmur til lífs; en hvör er þar til hæfur?17Ekki mengum vér Guðs lærdóm, sem margir gjöra, heldur kennum vér fyrir augsýn Guðs ómengaðan Krists lærdóm, svo sem frá Guði kominn.

V. 1. 2 Kor. 12,21. V. 6. 1 Kor. 5,5. sbr. Matt. 16,19. 18,17. V. 9. 1 Kor. 5,12. V. 12. Post. g. b. 16,8. eftirf. v. V. 14. Þekkinguna á hans lærdómi. V. 15. Páll líkir sér og hinum postulunum við reykelsisfórn, af því helgað höfðu allt sitt líf og krafta kristniboðinu. V. 16. 1 Kor. 1,18. nl. hæfur af eigin kröftum, til að boða kristni. 2 Kor. 3,5.6.