Gyðinganna óvinir gjöra sitt til að hindra musterisbygginguna og þetta tekst allt að öðru stjórnarári Dariusar Persakonungs.

1Þegar Júdæ og Benjamíns óvinir heyrðu að þeir sem verið höfðu í útlegðinni væru að byggja upp musterið handa Guði Ísraels Drottni.2Þá gengu þeir fyrir Sóróbabel og ena yppurstu ættfeður og sögðu við þá: vér viljum byggja með yður, því eins og þér, viljum vér leita Drottins yðvars, og ekki höfum vér fórum slátrað frá þeim tíma að Assarhaddon a) kóngur Assýríu flutti oss upp hingað.3Sóróbabel svaraði þeim og Jesúa og hinir aðrir enu yppurstu af feðrum Ísraelítanna: vér og þér höfum ekkert saman að sælda við bygginguna á vors Guðs húsi, því vér ætlum einir sameiginlega, að byggja húsið Guði Ísraels Drottni, eins og Sýrus Persakóngur skipaði oss.4Og það skeði svo, að landsins innbúar leituðust við að tálma starfi Gyðinganna og svipta þá hugmóð til að byggja.5Líka keyptu þeir nokkra ráðgjafa til að gjöra þeirra fyrirætlan að engu alla ævidaga Sýrusar Persakóngs til konungsdæmis Daríusar kóngs í Persalandi.6Á ríkisstjórnar dögum Ahasverusar (líklegast Kambysis), í byrjun stjórnar hans, rituðu þeir klögumál móti innbúunum í Júdeu og Jerúsalem.7Á dögum Artaxerxis rituðu Bislam, Mitridates, Tabeal og aðrir hans menn til kóngsins, en bréfið var skrifað með aramaiskum bókstöfum og á arameiska tungu b).8Rehum kóngsins umboðsmaður og skrifari hans Simsaí, skrifuðu bréf viðvíkjandi Jerúsalem til Artaxerxes, sem þannig hljóðaði:9Eg Rehum, kóngsins umboðsmaður c) og Simsaí skrifari og aðrir þeirra embættisbræður, frá Dina d), Afarsatka e), þeir frá Tarfela, Persalandi, þeir frá Areka f), þeir frá Babylon og þeir frá Susa g) og Daharn h) og þeir frá Elam i).10Og hinar aðrar þjóðir, sem sá mikli og víðfrægi Osnasar k) flutti burt og setti niður í borginni Samaríu og yfirhöfuð fyrir handan l) Evfrat og svo framvegis.
11Þannig hljóðaði bréfið sem þeir sendu til hans, til Artaxerxes kóngs: þínir þjónar, mennirnir fyrir handan Evfrat og svo framvegis.12Það sé konunginum vitanlegt, að Júðarnir sem fóru uppeftir frá þér til vor, þeir eru komnir til Jerúsalems borgar og sestir að í þeim óeirðarfulla og vonda stað og eru múrar hennar þegar fullgjörðir og grundvöllur hennar lagður.13Nú má kóngurinn vita, að verði sá staður uppbyggður og múrar hans fullgjörðir, mun hvörki skattur, gjald né tollur verða borgaður, og loksins verða kónginum til hnekkis.14Nú með því vér lifum á kóngsins kosti og oss ekki sæmir að horfa upp á kóngsins skaða, þess vegna höfum vér sent og látið kónginn vita þetta,15svo að hann leiti í fornritum ríkisins og munu menn þá finna í ritum þessum, og komast að raun um, að staður þessi er staður óróasamur og kónginum og landinu hættulegur og að upphlaup hefir þar verið gjört af undirsátum þínum í fornöld, þess vegna hefir þessi staður verið eyðilagður.16Vér látum þess vegna kónginn vita, að ef að staður þessi verður uppbyggður og múrar hans fullgjörðir, þá mun landareignin hinumegin fljótsins (Evfrat) ekki framar verða þín eign.
17Kóngurinn sendi aftur sinn úrskurð til Rehum, sem var kóngsins Jarl, og Simsai skrifarans og til hinna annarra embættisbræðra hans, til þeirra sem bjuggu í Samaríu, og til hinna annarra fyrir handan fljótið, góðar óskir! og svo framvegis.18Bréf yðar sem þér senduð til vor, hefir mér verið lesið í minni áheyrn,19og eg hefi skipað að menn leiti, og þeir hafa fundið að staður þessi frá fornöld hefir sýnt kónginum mótþróa og uppreisn og fráfall verið gjört í honum,20og að voldugir konungar hafa verið í Jerúsalem og höfðingjar yfir öllu landinu hinumegin fljótsins, og skattur, gjöld og tollar verið þeim goldnir.21Útgefið þess vegna þá skipan, að menn þessir hætti og byggi ekki þennan stað, þangað til úrskurður verður gefinn af mér.22Og verið varkárir í því að breyta út af þessu, að þetta tjón ekki skuli ítrekast ríkinu til skaða.
23Nú sem þetta bréf Artaxerxis kóngs kom til Rehums og Simsai skrifarans og þeirra embættisbræðra, fóru þeir í skyndingu til Jerúsalem til Gyðinganna og hindruðu þá með valdi og herliði.24Og strax hætti byggingin á Drottins húsi í Jerúsalem, og þessi tálman varaði allt að öðru ríkisstjórnar ári Daríusar Persakonungs.

V. 2. a. Yngri sonur Sanheribs og hans eftirmaður—en áður hans Jarl yfir Babiloniu sem var Assýríu skattland. V. 7. b. Þetta mál (sem almennt kallast kaldeíska og er skylt hebresku og arabísku) var talað í nokkrum parti af Gyðingalandi, Damaskus, Sýríu, Mesópótamíu og Assýríu. V. 9. c. Nl. í Samaríu. d. Assýriskir nýlendumenn í Samaríu. e. Bjuggu millum Persíu og Medíu. f. Borg í landamærum Babiloniu og Susiana. g. Vetraraðsetur persisku kónganna. h. Fylki í Persaríki. i. Persiskt skattland, hvar Susa var helsti staðurinn. V. 10. f. Þ. e. Salmanasar. l. Þ. e. fyrir vestan, því Persarnir bjuggu fyrir austan það.