Páll vitnar um sína góðu samvisku, en fær kinnhest; talar um upprisuna, út af hvörju Gyðingar verða sundurþykkir; herstjórinn setur hann í kastalann; Guð hughreystir hann; Gyðinga ráðabrugg gegn Páli verður uppvíst; herstjórinn sendir hann til landstjórnarans Felix í Sesareu.

1Páll hvessti augun á ráðið og mælti: bræður! eg hefi hvervetna með góðri samvisku hegðað mér fyrir Guði, allt til þessa dags.2Æðsti presturinn Ananías skipaði þeim, er hjá Páli stóðu, að ljósta hann á munninn.3Páll sagði þá til hans: Guð mun ljósta þig, þú kalkaði veggur! a)—þú situr hér sem dómari minn samkvæmt lögmálinu, en skipar móti lögum að slá mig.4Þá sögðu þeir, sem hjá stóðu: atyrðir þú ypparsta prest Guðs?5ekki vissa eg—svaraði Páll—að það væri prestahöfðinginn; því skrifað b) er: þú skalt ekki illmæla höfðingja þíns fólks.6Þar eð Páll vissi, að nokkrir voru sadúsear, en nokkrir farisear, þá sagði hann hátt í ráðinu: góðir menn og bræður! eg em fariseari og fariseara sonur.7Fyrir vonina c) og upprisu dauðra lögsækist eg. Að svo mæltu varð sundurþykki milli faríseanna og sadúseanna og þingheimurinn sundraðist;8því sadúsear segja ekki sé til upprisa framliðinna, né engill, né andi, en farisearnir viðurkenna hvörttveggja.9Nú varð hávaði mikill; þeir skriftlærðu af faríseanna flokki gáfu sig fram, færðu nú mál sitt með kappi og sögðu: ekkert illt finnum vér á þessum manni, þó hann beri fram, að andi hafi talað við sig eður engill.
10En er sundurlyndið varð svo mikið, að þúshundraðshöfðinginn óttaðist, að þeir mundu sundurslíta Pál, skipaði hann herliðinu að fara niður, til að hrífa hann frá þeim, og flytja í herbúðirnar.11Nóttina eftir stóð Drottinn hjá honum og sagði: vertu hughraustur! því að líka sem þú hefir vitnað um mig í Jerúsalem, svo ber þér einninn að vitna í Róm.
12Þegar dagaði, gjörðu Gyðingar samtök og heitstrengdu með dýrasta eiði, að þeir skyldu ekki eta né drekka fyrr enn þeir hefðu Pál af dögum ráðið,13og vóru þeir yfir fjörutíu, sem bundist höfðu í þenna svardaga.14Þessir fóru á fund prestahöfðingjanna og öldunganna og sögðu: vér höfum hátíðlega formælt oss, að neyta einkis, fyrri en vér höfum Pál af lífi tekið.15Beiðist nú ásamt með ráðinu opinberlega af þúshundraðshöfðingjanum, að hann láti leiða Pál niður fyrir yður á morgun, þar eð þér ætlið greinilegar að rannsaka mál hans; en vér erum reiðubúnir að ráða hann af dögum, áður en hann kemst til yðar.16Þessa svikræðis varð áheyrsla systursonur Páls, tók sig því til og fór í herbúðirnar, að segja Páli frá.17En Páll kallaði á einn hundraðshöfðingjanna og mælti: fylg þessu ungmenni til þúshundraðshöfðingjans, því hann hefir nokkuð að segja honum.18Hundraðshöfðinginn tók ungmennið með sér, fór með hann til þúshundraðshöfðingjans og sagði: bandinginn Páll kallaði mig til sín, og bað mig færa þér þenna svein, er hefði nokkuð að segja þér.19Þúshundraðshöfðinginn tók þá sveininn við hönd, vék honum afsíðis og spurði: hvað er það, sem þú hefir að auglýsa mér?20Hinn svaraði: Gyðingar hafa komið sér saman um að biðja þig að færa Pál á morgun fyrir ráðið, þar eð þeir ætli ýtarlegar að yfirheyra hann;21en lát þú ekki að orðum þeirra, því af þeim sitja um Pál yfir fjörutíu manns, hvörjir eð hafa svarið sig um að eta hvörki né drekka, fyrri en þeir hafi fyrirkomið honum, og þeir eru þegar reiðubúnir, og bíða eftir boðum frá þér.22Þúshundraðshöfðinginn lét hinn unga mann fara, en bannaði honum að segja nokkrum manni frá, að hann hefði opinberað sér þetta.23Kallaði svo á einhverja tvo hundraðshöfðingja og sagði: búið út tvö hundruð stríðsmenn, að þeir fari til Sesareu, sjötíu riddara og tvöhundruð skotmenn, eftir fyrstu eykt nætur;24hafið og til reiðu fararskjóta handa Páli, svo hann komist heill til landstjórnarans Felix.25Hann skrifaði og bréf þessa innihalds:26„Kládíus Lysías heilsar enum volduga landstjórnara Felix.27Þenna mann höfðu Gyðingar handtekið og ætluðu að lífláta, en eg kom þá að með stríðsfólkinu og sleit hann af þeim, eftir að eg varð þess vís, að hann væri rómverskur.28En þar eð eg vildi vita, fyrir hvörja sök þeir ákærðu hann,29leidda eg hann fyrir þeirra ráð, og fann þá, að sakargiftin áhrærði vafaspursmál í þeirra lögum, en engan misverknað, sem dauða væri verður eður banda.30En þegar eg fékk vísbending um að Gyðingar sætu á svikráðum við mann þenna, senda eg hann tafarlaust til þín, og hefi boðið hans áklögurum að framfæra fyrir þér það, sem þeir hefðu á móti honum. Vegni þér vel!“31Stríðsmennirnir tóku nú Pál, eins og þeim var sagt, og fluttu hann um nóttina til Antípatris a).32Daginn eftir létu þeir riddaraliðið fara með honum, en sneru aftur til kastalans.33Hinir héldu áfram til Sesareu og afhentu landstjórnaranum Pál, ásamt bréfinu.34Felix las bréfið, spurði Pál: úr hvörju landshöfðingja dæmi hann væri? og fékk að vita að hann var frá Silisíu,35sagði hann þá: eg skal yfirheyra þig, þegar ákærendur þínir mæta; og hann skipaði að varðveita hann í höll Heródesar.

V. 2. a. Þ. e. hræsnari. V. 5. b. Sjá 2 Mós. 22,28. V. 6. c. vorrar þjóðar, Lúk. 2,32. V. 31. a. Antípatris bær, rúma 1 ½ þingmannaleið frá Jerúsalem, á veginum til Sesareu. Heródes mikli hafði byggt þenna stað, og nefnt hann eftir föður sínum.