Þriggja ára hallæri. Sigur yfir Filisteum.

1Og þar var hallæri á dögum Davíðs í þrjú ár í samfellu, og Davíð leitaði Drottins andlitis, og Drottinn sagði: það er sökum Sáls, og sökum blóðskuldar hússins, af því hann deyddi Gíbeonítana.2Þá kallaði konungur Gíbeonítana og mælti til þeirra: (en Gíbeonítar eru ekki af Ísraelssonum (Jós. 9,15–19) heldur leifar af Amorítum, og Ísraelssynir höfðu svarið þeim eiða, en Sál leitaðist við að tortína þeim af vandlætingasemi vegna Ísraels og Júdabarna).3Og Davíð mælti við Gíbeonítana: hvað skal eg gjöra fyrir yður? og hvar með skal eg forlíka, að þér blessið Drottins eign?4Og Gíbeonítar sögðu við hann: oss er hvörki annt um gull né silfur af Sáls húsi, né um það að lífláta nokkurn mann af Ísrael. Og hann mælti: hvað segið þér að eg skuli gjöra fyrir yður?5Og þeir sögðu við konunginn: sá maður sem tortíndi oss, og hafði illt í hug, að vér skyldum verða afmáðir, og ekki til vera í öllu Ísraelslandi!6Gefið oss sjö menn af hans niðjum, að vér hengjum þá upp fyrir Drottni í Gíbea Sáls, hins útvalda Drottins. Og konungurinn mælti: eg skal gefa yður þá.7En konungurinn þyrmdi Mefiboset syni Jónatans Sálssonar, sakir eiðsins við Drottin, sem var milli þeirra, milli Davíðs og Jónatans Sálssonar.8Og konungurinn tók báða syni Rispu, dóttur Aja, sem hún hafði fætt Sál, Armoni og Mefiboset, og 5 syni Merab, dóttur Sáls, sem hún hafði fætt Adrieli, syni Barsillais, Mahalotítans,9og gaf þá Gíbeonítum í hendur, og þeir festu þá upp á fjallinu fyrir Drottni, og svo fórust 7 í einu; en þeir voru deyddir á þeim fyrsta uppskerudegi, í byrjun bygguppskerunnar.10Þá tók Rispa Ajadóttir, dúk úr hári (sorgarklæði) og breiddi hann yfir klettinn frá byrjun uppskerunnar þangað til vatn af himni draup yfir þá (ɔ: hengdu) og hún lét ekki fugla himinsins á daginn setjast að þeim, og ekki villudýrin á næturnar að þeim komast.11Og Davíð var sagt frá, hvað Rispa, dóttir Aja, hjákona Sáls gjörði.12Þá fór Davíð og tók bein Sáls og bein Jónatans, sonar hans, frá Jabes í Gíleað, sem þeir höfðu stolið a) af torginu í Betsan, hvar Filistear höfðu hengt þá, þegar þeir voru búnir að slá þá í hel á Gilboa,13og þaðan fluttu þeir bein Sáls og sonar hans Jónatans; og þeir samansöfnuðu beinum þeirra sem hengdir höfðu verið b),14og þeir jörðuðu bein Sáls og Jónatans sonar hans í Benjamínslandi í Sela, í þeirri gröf sem tilheyrði föður hans Kis, og þeir gjörðu allt sem konungur hafði boðið. Og eftir það bænheyrði Guð landið.
15Og enn höfðu Filistear stríð við Ísrael. Þá lagði Davíð af stað og hans menn með honum, og þeir börðust við Filistea; og Davíð varð móður.16En Jesbi í Nob, einn af sonum Rafas (hans spjót vóg 3 hundruð sikla eirs, og hann var girtur nýju sverði)—hann ætlaði sér að fella Davíð.17Þá hjálpaði Abisai Serujason honum, lagði Filisteann og drap hann. Þá sóru Davíðs menn honum og sögðu: þú skalt ei hér eftir fara með oss leiðangur, að þú ei slökkvir Ísraels ljós.
18Annar bardagi við Filistea var í Gob. Þá lagði Sibkai Husatíti að velli Saf, sem var einn af sonum Rafas.19Og enn var bardagi í Gob við Filistea, þá felldi Elhanan sonur Jaare-Orgims, Betlehemíti, Golíat Gatíta, en spjótkast hans var sem vefjarrifur.
20En þá stóð bardagi hjá Gat, þar var hár maður, sem hafði 6 fingur á hvörri hönd, og 6 tær á hvörjum fæti, 24 að tölu, og hann var líka af Rafassonum;21og hann færði að Ísraelítum, en Jónatan sonur Simea c), bróður Davíðs, lagði hann að velli.22Þessir fjórir voru fæddir í Rafa í Gat, og þeir féllu fyrir hönd Davíðs og fyrir hönd hans manna.

V. 18. Þ. e. hvört erindi Jóabs væri, og hvört borgarmenn vildu framselja Seba. V. 22. a. Kap. 2,28. 18,16. V. 3. Drottins eign: Gyðingaland. V. 5. Í sögu Sáls er þessa ekki getið. V. 8. Í textanum stendur Mikol, en sjá 1 Sam. 18,19. samt 2 Sam. 6,23. V. 12. a. 1 Sam. 31,12. V. 13. b. Sbr. v. 9. V. 18. 1 Kron. 20,4. 27,11. V. 19. Sbr. 1 Kron. 20,5. V. 20. Sbr. 1 Kron. 20,6. V. 21. c. 1 Sam. 16,9.