Guð rannsakar hjörtun.

1Til hljóðfærameistarans. Sálmur af Davíð. Drottinn þú rannsakar og þekkir mig.2Hvört sem eg sit eða stend upp, þá veistú það. Þú skynjar mínar hugrenningar álengdar.3Minn gang og mitt legurúm skoðar þú, og alla mína vegi þekkir þú nákvæmlega.4Því þar er ekki eitt orð á minni tungu, að þú, Drottinn! ekki vitir það allt saman.5Þú ert fyrir framan mig, og að baki mér, og heldur yfir mér þinni hendi.6Að skilja þetta er mér ofvaxið, það er mér of hátt, eg get ei náð því.7Hvört get eg farið frá þínum anda? Hvört flúið frá þínu augliti?8Fari eg upp í himininn þá ertu þar; gjöri eg undirheima að mínu legurúmi, þá ertu þar.9Tæki eg vængi morgunroðans, og byggi við hið ysta haf,10einnig þar mundi þín hönd leiða mig, og þín hægri hönd halda mér föstum.11Þó eg segði: myrkrið yfirfalli mig, og nóttin sé ljós í kringum mig;12sjálf dimman er ekki dimm hjá þér, og nóttin lýsir sem dagurinn, myrkrið sem ljós.13Því þú hefir myndað mín nýru, þú hefir ofið mig í móðurlífi.14Eg vil vegsama þig fyrir það eg svo dásamlega er orðinn til; merkileg eru þín verk, það kannast mín sál við næsta vel.15Mín bein voru þér ei ókunnug, þá eg var í leyni gjörður, þegar eg var myndaður niðri á jörðunni.16Þín augu sáu mig, þegar eg enn nú var ómyndaður, og allt var skrifað í þína bók, dagarnir áður en einn af þeim var til.17En, ó Guð! hvörsu óskiljanlegar eru mér þínar hugsanir, hvörsu mikil er þeirra tala!18Vilji eg telja þær, svo eru þær fleiri enn sandkornin. Vakni eg, er eg enn nú hjá þér.19Ó að þú, Guð! vildir sálga þeim óguðlega! Þið blóðgírugu menn! víkið frá mér.20Þá sem tala syndsamlega móti þér; sem brúka hégómlega þitt nafn,21þína óvini, Drottinn! skyldi eg ei hata þá, sem hata þig? og hafa viðbjóð á þeim, sem rísa móti þér?22Með fullkomnu hatri hata eg þá, þeir eru mínir óvinir.23Rannsaka mig, Guð! og þekktu mitt hjarta, prófa mig, og þekktu mínar hugsanir.24Sjá þú hvört eg er á ólukkuvegi, og leið mig á eilífðarinnar veg!