Trúartraust á Drottni.

1Uppgöngusálmur. Þeir sem reiða sig á Drottin eru eins og Síonsfjall sem ekki bifast, heldur stendur eilíflega.2Allt í kringum Jerúsalem eru fjöll, svoleiðis er Drottinn allt í kringum sitt fólk, frá því nú og til eilífrar tíðar.3Því veldisspíra óguðlegleikans skal ekki hvíla yfir hlutdeild hinna ráðvöndu, til þess að hinir ráðvöndu útrétti ekki sínar hendur til ranginda.4Drottinn gjör vel við þá góðu og þá frómhjörtuðu.5En hina sem beygja af leið á krókótta vegu, mun Drottinn láta fara ásamt með þeim, sem rangindi aðhafast. Friður sé yfir Ísrael!