Samsons fall, hefnd og dauði.

1Og Samson fór til Gasa, hvar hann leit eina kvinnu sem var skækja, og lagði lag sitt við hana.2Þá var sagt bæjarmönnum í Gasa að Samson væri kominn þangað og þeir umkringdu hann og létu sitja um hann alla nóttina í staðarportinu, en höfðu þó hljótt um sig alla nóttina segjandi: í dögun á morgun, skulum vér slá hann í hel.3Samson svaf síðan til miðrar nætur, tók hurðirnar á staðarportinu, með báðum dyrastólpunum, lyfti þeim upp með slaglokunni og lagði á herðar sér, og bar þær efst upp á fjallsgnípuna gegnt Hebron.
4Eftir þetta lagði hann ást á eina kvinnu hjá læknum Sórek, sú nefndist Dalíla.5Til hennar komu höfðingjar Filisteanna og sögðu við hana: lokka þú hann og komstu eftir, af hvörju hann hefir sitt mikla afl, og með hvörju móti vér fáum nokkru orkað móti honum, þá ætlum vér að binda hann og plága; en vér skulum gefa þér (til þess) hvör um sig þúsund og hundrað silfur(peninga).6Og Dalila sagði til Samsonar: segðu mér, kæri! af hvörju hefir þú þitt mikla afl og með hvörju verður þú bundinn, svo menn geti ráðið við þig?7Samson svaraði henni, ef menn binda mig með sjö nýjum strengjum, sem ei eru enn nú þurrir orðnir, þá yrði eg linur eins og hvör (annar) maður.8Þá fluttu Filisteanna höfðingjar upp til hennar sjö nýja hampstrengi, sem ei vóru þurrkaðir, og hún batt hann með þeim.9En hún hafði menn í leyni, þar í herberginu, hjá sér, og þá sagði hún til hans: Filistear yfir þig Samson! *) þá rykkti hann í sundur strengjunum, sem hörtígill verður slitinn, þá hann kennir elds, og ei varð komist fyrir afl hans.
10Þá sagði Dalíla til Samsons: sjá! þú hefir gabbað mig, og logið að mér, æ segðu mér nú, með hvörju þú verður bundinn?11en hann svaraði henni: ef þeir binda mig fast með nýjum reipum, sem til engrar vinnu hafa verið brúkuð, þá verð eg linur (máttþrota) sem hvör annar maður.12Þá tók Dalíla ný reipi, og batt hann með þeim, og sagði til hans: Filistear yfir þig Samson—en hún hafði menn á laun í herberginu—og þá sleit hann þau af höndum sér, sem þráð.13Dalíla sagði þá til hans: enn þá hefir þú gabbað mig og að mér logið, æ láttu mig nú fá að vita, með hvörju þú verður bundinn. Þá svaraði hann henni: ef þú vefur mína sjö höfuðhárs lokka um vefjarrifin *).14Svo festi hún þá við með nagla og sagði til hans: Filistear yfir þig Samson; þá vaknaði hann af sínum svefni, og svipti í burtu (með sér í hárinu) vefjarnaglanum, ásamt með rifnum (vefnum).15Þá sagði hún til hans: hvörnig getur þú sagt að þú elskir mig? nú hefir þú þrisvar sinnum dregið mig á tálar, og ekki látið í ljósi fyrir mér, hvar af þú ert svo sterkur.16Og sem hún nauðaði svo á honum alla daga með orðum sínum og þvingaði hann mikillega, þá mæddist sála hans (um síðir) allt til dauða.17Og þá lét hann henni ljósi allt sitt hjarta, og sagði til hennar: aldrei hefir rakknífur komið á mitt höfuð, því eg er Guði helgaður í frá minnar móðurlífi. Væri mér nú rakað, þá hvyrfi minn styrkur frá mér, og eg yrði máttvana eins og hvör annar maður.18Þegar Dalíla sá nú að hann hafði látið henni allt sitt hjarta í ljósi, sendi hún, og lét kalla á höfðingja Filisteanna og segja (þeim): komið enn nú í þetta sinn til mín, því hann hefir mér í ljósi látið allt sitt hjarta; þá komu höfðingjar Filisteanna til hennar, og báru silfrið með sér;19og sem hún hafði svæft (Samson) í skauti sínu, kallaði hún mann til sín, og lét raka hans sjö höfuðhárlokka. Síðan tók hún að þjá hann, en þá var honum horfinn allur hans styrkur.20Þá sagði hún: Filistear yfir þig Samson! þá vaknaði hann af sínum svefni, og hugsaði: eg kemst burt, eins og oftsinnis áður, og slít mig lausan (frá þeim), en hann vissi ekki að Drottinn var vikinn frá honum.21Nú gripu Filistear hann og stungu úr honum augun, og fluttu hann til Gasa, bundu hann með tveimur koparviðjum, og létu hann draga þar kvern í myrkvastofu *).22Og höfuðhár hans tóku að vaxa aftur, eins og þau höfðu verið þá afrökuð vóru.23En þá söfnuðust höfðingjar Filisteanna saman, til að færa guði sínum Dagón stórar fórnir, og að gjöra sig glaða, því þeir sögðu: vor guð hefir gefið vorn óvin Samson í vorar hendur.24Og sem fólkið sá hann, lofaði það sinn guð, því það sagði: vor guð hefir gefið vorn óvin oss í hendur; hann sem eyðilagt hafði land vort og drepið niður mikinn fjölda af oss.25Og sem þeir vóru nú hjartanlega glaðir af þessu sögðu þeir: látið sækja Samson til þess hann leiki fyrir oss! þá var Samson sóttur í fangahúsið og hann lék fyrir augum þeirra, og þeir settu hann þar á millum hússtólpanna.26En Samson sagði til þess ungmennis, sem leiddi hann við hönd sér: lofaðu nú mér aðeins að snerta stólpa þá, sem húsið liggur á, svo eg geti stutt mig upp við þá.27Og húsið var fullt af karlmönnum og konum; þar voru og allir Filisteanna höfðingjar (inni) og upp á þakinu voru um þrjú þúsund menn og kvinnur, sem horfðu á meðan Samson var að leika.28En Samson ákallaði Drottinn og sagði: ó Drottinn! Drottinn! æ minnstu mín nú; æ styrk mig nú, Guð! í þetta sinn, svo eg geti til fulls hefnt mín á Filisteunum fyrir mín bæði augu.29Og Samson greip utan um þá tvo miðstólpa, á hvörjum húsið allt lá, og studdi sig við þá; annar var við hans hægri, en hinn við hans vinstri hönd.30Og Samson sagði: deyi nú sála mín með þeim Filisteum! og hann beygði sig af orku *) (að stólpunum) svo húsið féll ofan yfir höfðingjana, og ofan á allt fólkið, sem þar inni var, svo fleiri voru þeir dauðu, sem hann drap, þá hann (sjálfur) dó, en þeir sem hann hafði drepið alla sína lífstíð.31Eftir það komu bræður hans niður og allt hans föðurs hús, tóku hann upp og fluttu hann þaðan, og grófu hann í millum Sóra og Estahól, í síns föðurs Manóa gröf. En Samson hafði verið dómari yfir Ísrael í 20 ár.

V. 1. Jós. 15,47. V. 5. Dóm. 14,15. 17,2. 8,26. V. 9. Dóm. 15,14. *) Yfir þig, þ. e. ætla að drepa þig, sbr. 2 Sam. 23,8. V. 13. *) Aðr. ef þú fléttar mína sjö höfuðhárslokka við vefinn. V. 15. Ekki einlægur við mig. Hebr. þitt hjarta er ekki með mér. V. 16. Dóm. 14,17. V. 17. Dóm. 13,5. V. 21. 2 Kóng. 25,7. *) Aðr: hann mátti mala í húsi fanganna. V. 23. 1 Sam. 5,2. V. 25. Dóm. 19,6. 2 Sam. 6,5. V. 30. *) Aðr: lagðist á af öllum kröftum. V. 31. Dóm. 13,25. 15,20.