Sama efni.

1Hvörsu fögur eru spor þinna skóa, þú furstadóttir! ávali þinna mjaðma er eins og hálsspöng, gjörð af meistarahönd;2þinn nafli er kringlótt skál, sem ekki vantar ilmandi vín; þinn kviður er hveitihrúga kringsettur með liljum;3þín tvö brjóst eru eins og tveir ungir rádýrstvíburar;4þinn háls eins og fílabeinsturn; þín augu eins og fiskivötnin í Hesbon, hjá hliðinu Bat-Rabbim; þitt nef eins og Libanons turn (tindar) sem veit að Damaskus;5þitt höfuð á þér eins og (fjallið) Karmel, og þitt höfuð hár sem purpuri—kóngurinn (verður) bundinn af lokkunum!6Hvörsu fögur, hvörsu elskuleg ert þú, elskan mín, í yndislegleikanum!7Þessi þinn vöxtur er líkur pálmaviðarins, og þín brjóst vínberjaklasa.8Mér kemur í hug: upp í pálmviðartréð vil eg klifrast, og ná í þess greinir! Og lát samt þín brjóst vera, sem vínberjaklasa, og andann úr þínu nefi sem epli.9Og þinn munn sem ágætasta vín! sem vini mínum rennur niður, læðist yfir sofandi varir.10Eg tilheyri mínum vin, og hann hefir löngun til mín.11Kom, minn vin! við skulum fara út á landið, dvelja í bændabýlum!12Svo skulum við snemma ganga í víngarðana, skoða hvört víntréð er farið að skjóta öngum, bera blómstur, hvört kjarneplin eru í blóma: þar vil eg gefa þér mína elsku!13Elskueplin (dúdaim) lukta, og við vorar dyr eru allsháttar dýrir ávextir, nýir og gamlir; minn vin! eg geymi þér þá!