Postulinn áminnir að kristnir breyti samkvæmt þeirra köllun; og þar fyrir forðist þá lesti, sem þeir í heiðni drýgðu.

1Eg, sem er bandingi vegna Drottins, áminni yður þar fyrir, að þér hegðið yður samkvæmt þeirri köllu, sem þér eruð kallaðir,2séuð lítillátir, hógværir, þolinmóðir, umlíðið hvör annan í kærleika,3og kappkostið að varðveita einingu andans með bandi friðarins.4(Þér eruð) einn líkami og einn andi, eins og þér eruð einnig kallaðir einni von yðar köllunar;5einn (er) Drottinn, ein trú, ein skírn,6einn Guð og Faðir allra, sem er yfir öllum, hjá öllum og í oss öllum.7En sérhvörjum af oss er náðargjöf veitt, eftir því, sem Kristur hefir hvörjum af náð sinni úthlutað.8Þar fyrir segir Ritningin: uppfarinn í hæðina hefir hann þá herteknu herleitt, og gefið mönnunum gjafir.9En þetta, „hann er uppfarinn“, hvað er það annað, en að hann hafi stigið niður til jarðarinnar?10Sá, sem niðursteig, er hinn sami, sem uppsté yfir alla himna, að hann uppfylli allt.11Þessi hinn sami hefir gjört suma að postulum, suma að spámönnum, suma að guðsspjallamönnum, suma að hirðurum og lærifeðrum,12svo hinir heilögu yrðu hæfilegir til framkvæmdarsamrar þjónustu, Krists líkama til uppbyggingar,13þar til vér allir erum komnir til einingar í trúnni og þekkingar á Guðs Syni, höfum náð fullorðinsaldri og fullkomnum þroska Krists safnaða;14svo að vér séum ekki framar börn, er hrekjumst og feykjumst af hvörjum lærdómsvindblæ, fyrir brögðum manna, slægð þeirra og kænskufullu vélum,15heldur höldum fast við sannleikann í kærleika, og verðum með öllu samgrónir Kristi, sem er höfuðið,16af hvörjum allur líkaminn sem er samtengdur og samsettur með alls konar hjálpartaugum, þroskast, eftir þeim krafti, sem sérhvörjum lim er veittur, til uppbyggingar í kærleikanum.
17Þess vegna býð eg og áminni í Drottni, að þér ekki framar breytið sem hinar þjóðirnar, er fylgja hégómleik síns hugskots,18eru blindaðar á skilninginum, og vegna þeirra vanþekkingar og hjartans harðúðar eru fráhverfar því líferni, sem Guði líkar,19hafa blygðunarlaust sökkt sér niður í saurlifnað, og drýgja alls konar ótérleika fyrir ábata sakir.20En þannig er ekki yður Kristur kenndur;21því þér hafið numið hann og eruð í honum uppfræddir, eins og sannleikurinn er í Jesú (innifalinn):22að þér, hvað hinni fyrri hegðun viðvíkur, skulið afleggja hinn gamla manninn, sem spillist af tælandi girndum,23en að þér þar á móti skuluð endurnýjast í anda yðvars hugskots,24og íklæðast þeim nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.25Afleggið því lygar og talið sannleika, hvör við sinn náunga, því vér erum hvör annars limur,26reiðist, en syndgið ekki; sólin gangi ekki undir a) yfir yðar reiði;27og gefið ekki djöflinum rúm.28Þjófurinn steli ekki framar, heldur vinni og gjöri eitthvað nytsamt með höndunum, svo hann hafi það, sem hann geti miðlað hinum þurfanda.29Ekkert ósæmilegt orð útfari af yðar munni, heldur það, sem gott er til þarflegrar uppbyggingar, og kemur sér vel að heyra.30Hryggið ekki Guðs heilagan Anda, í hvörjum þér eruð innsiglaðir til endurlausnardagsins.31Allur beiskleiki, stórlyndi, reiði, hávaði og illmæli séu fjarlæg yður, sem og öll vonska;32en verið góðir hvör við annan, meðaumkunarsamir, fúsir að fyrirgefa hvör öðrum, eins og Guð hefir fyrirgefið yður vegna Krists.

V. 1. Post. g. b. 21,13. V. 4. Róm. 12,5. 1. Kor. 12,27. V. 5. 1 Kor. 8,4.6. 12,5. V. 6. Mal. 2,10. Róm. 11,36. V. 7. Róm. 12,3. V. 8. Sálm. 68,19. V. 10. þ. e. kristilegri kirkju til eflingar. V. 11. 1 Kor. 12,28. Post. gb. 11,24. 21,8. Róm. 12,7. líklega forstöðumenn og stöðugir kennarar í einstökum söfnuði, Tít. 1. V. 12. 1 Kor. 12,27. Kól. 1,24. V. 13. Kap. 3,18.19. V. 14. 1 Kor. 14,20. Hebr. 13.9. V. 15. Kól. 1,18. fl. V. 16. 1 Kor. 12,12.27. 1 Kor. 16,14. V. 17. 1 Pét. 4,3. V. 19. Róm. 1,27. 1 Tess. 4,5. V. 24. 2 Kor. 5,17. Kól. 3,10. V. 26. a. þ. e. látið ekki reiðina vara til sólarlags, (verið á hvörri stundu fúsir til sátta), sbr. Jak. 1,19. V. 27. 1 Pét. 5,8.9. V. 28. 1 Tes. 4,11. V. 30. 2 Kor 1,22. Efes. 1,14. V. 32. Matt. 6,14. Kól. 3,13.