Njósnarmenn sendir til Kanaanslands.

1Og þar eftir tók fólkið sig upp frá Hasarot og setti herbúðir sínar í eyðimörkinni Paran.2Og Drottinn talaði við Móses og mælti:3gjör þú út menn til að njósna um Kanaansland sem eg gef Ísraelssonum, einn skuluð þér senda fyrir hvörs eins föðurlega ætt, eintóma yfirmenn meðal þeirra.4Þá sendi Móses þá úr eyðimörkinni Paran eftir Drottins skipun; þeir menn voru eintómir höfuðsmenn Ísraelssona.5En þetta eru þeirra nöfn: fyrir Rúbens ættkvísl Sammua sonur Sakkurs,6fyrir Símeons ættkvísl, Safat, sonur Hóris,7fyrir Júda ættkvísl, Kaleb, sonur Jefunnes;8fyrir Ísaskars ættkvísl, Ígal, sonur Jóseps;9fyrir Efraíms ættkvísl, Hósea, sonur Núns;10fyrir Benjamíns ættkvísl, Paltí, sonur Rafús;11fyrir Sebúlons ættkvísl, Gaddiel sonur Sodis;12fyrir Jóseps ættkvísl, af Manassis ættlegg, Gaddi, sonur Súsis;13fyrir Dans ættkvísl, Ammiel, sonur Gemallis;14fyrir Assers ættkvísl, Setur, sonur Mikaels;15fyrir Naftalís ættkvísl, Rakbi, sonur Vafftis;16fyrir Gaðs ættkvísl, Geúel, sonur Makis;17þetta eru nöfn þeirra manna sem Móses sendi til að kanna landið. En Móses kallaði Hósea, son Núns, Jósva.18Og svo sendi Móses þá til að skoða Kanaansland og mælti til þeirra:19farið hérna til suðurs og farið eftir fjöllunum, og skoðið landið hvörnig það er, og fólkið, sem í því býr, hvört það er styrklegt eða veiklegt, fátt eða margt,20og hvörnig landið er, í hvörju það býr, hvört það er gott eða slæmt, og hvörnig staðirnir eru, sem það býr í, hvört í tjöldum eða borgum,21og hvörnig landið er, hvört það er feitt eða magurt, hvört þar eru tré (skógar) eða ekki? og verið öruggir, og komið með nokkuð af landsins ávöxtum. En þessi tími var tími þeirra fyrstu vínberja.
22Nú fóru þeir af stað og skoðuðu landið frá eyðimörkinni Sín allt til Rehob gagnvart Hemat.23Þeir fóru svo suður á við og komu til Hebron, þar voru þeir Ahiman, Sesai og Talmai, Enakssynir; en Hebron var byggð sjö árum fyrr en Sóan í Egyptalandi.24Og þeir komu í dalinn Eskol, og sniðu þar af vínviðargrein og vínþrúgu, og báru hana tveir á stöng, þar að auki nokkur granatepli og fíkjur.25Þenna stað kölluðu menn Eskolsdal (Vínþrúgnadal) vegna vínþrúgnanna, sem Ísraelssynir höfðu þar afsniðið.26Og þeir sneru aftur frá skoðun landsins, eftir 40 daga.27Og þeir gengu, og hittu aftur Móses og Aron og allan söfnuð Ísraelssona í eyðimörkinni Paran, gegnt Kades, og færðu þeim og öllum söfnuðinum fregn, og létu þá sjá landsins ávexti.
28Og þeir sögðu honum frá og mæltu: vér komum í landið, hvört þú sendir oss, og að sönnu flýtur það í mjólk og hunangi, og þetta er þess ávöxtur;29en það er sterkt fólk sem í landinu býr, og þær föstu borgir mikið stórar, og líka sáum vér þar Enakssyni.30Amalekítar búa suður í landinu; og Hetítar og Jebúsítar og Amorítar búa á fjöllunum, og Kananítar búa við sjóinn og við Jórdan.31Og Kaleb þaggaði niður fólkið (sem talaði) móti Móses og mælti: þangað skulum vér fara og inntaka landið, því vinna munum vér það.32En þeir menn, sem með honum höfðu farið, sögðu: vér getum ekki farið mót þessu fólki, því það er sterkara en vér.33Og þeir sem höfðu skoðað, komu með illar fréttir af landinu til Ísraelssona og sögðu: það land sem vér fórum yfir til að skoða, uppetur sína innbúa, og allt fólkið, sem vér þar sáum, er mikið hávaxið fólk,34og þar sáum vér risa, Enakssyni af risum (komna), og vér vorum í eigin augum sem grashoppur, og eins vorum vér í þeirra augum.