Þjóðin dæmir ýmislega um Jesúm á laufskálahátíðinni; Jesús kennir í musterinu og forsvarar lækningu á sabbatsdegi; þeim, sem áttu að taka hann, fallast hendur þegar þeir heyra hann tala. Nikódemus forsvarar Jesúm.

1Eftir þetta ferðaðist Jesús um Galíleu, því hann vildi ekki vera í Júdeu, af því Gyðingar sátu um líf hans.2En hátíð Gyðinga, sem kallast laufskálahátíð, var í nánd.3Þá sögðu bræður hans til hans: far þú nú héðan til Júdeu, svo að þínir lærisveinar, sem þar eru, sjái þau verk, sem þú gjörir;4því enginn sá gjörir nokkuð leynilega, sem vill verða víðfrægur; sé það þín ætlan, þá sýndu þig sjálfan heiminum;5því hans bræður trúðu ekki heldur á hann.6Þá sagði Jesús til þeirra: minn tími er enn ekki kominn, en yðar tími er jafnan.7Heimurinn hefir ekki orsök til að hata yður, en mig hatar hann af því eg vitna um hann, að hans verk séu vond.8Farið þér og sækið þessa hátíð, því minn tími er ekki enn þá kominn.9Þetta talaði hann við þá og var kyrr í Galíleu.10En er bræður hans voru farnir, þá fór hann og sjálfur til hátíðarinnar, ekki opinberlega, heldur leynilega.11Þar fyrir leituðu Gyðingar hans á hátíðinni og sögðu: hvar er hann?12Og kurr var mikill um hann meðal fólksins; nokkrir sögðu: hann er góður maður; aðrir sögðu: nei! heldur tælir hann fólkið.13Þó talaði enginn berlega um hann af ótta fyrir Gyðingum.
14En er hátíðin var hálfnuð, gekk Jesús í musterið og kenndi.15Gyðinga furðaði það og þeir sögðu: hvörnig veit þessi Ritningarnar, hann, sem ekki hefir lært?16Jesús svaraði þeim og sagði: minn lærdómur er ekki minn, heldur þess, sem mig sendi.17Ef sá er nokkur, sem vill gjöra hans vilja, hann mun komast að raun um, hvað lærdóminn áhrærir, hvört hann er af Guði eður eg tala af sjálfum mér a).18Hvör, sem talar af sjálfum sér, sá leitar eigin lofdýrðar, en sá, sem leitar þeim heiðurs, sem sendi hann, sá er sannorður og prettalaus.19Gaf Móses yður ekki lögin? og enginn yðar heldur þó lögin. Hví leitist þér við að lífláta mig?20Múgurinn ansaði og sagði: þú ert vitlaus! hvör leitast við að lífláta þig?21Jesús svaraði og sagði þeim: eitt verk gjörða eg og yður alla furðar á því.22Móses gaf yður umskurnina—þó er hún ekki frá Mósi, heldur frá feðrunum—og þér umskerið manninn á sabbatsdegi.23Ef að maðurinn meðtekur umskurnina á sabbatsdegi, án þess Mósislög verði yfirtroðin b), hví reiðist þér þá mér fyri það, að eg gjörði allan manninn heilan á sabbatsdegi?24Dæmið ekki eftir ásýndum heldur dæmið réttan dóm.25Þá sögðu nokkrir af Jerúsalemsmönnum: er þessi ekki sá, sem þeir leitast við að lífláta?26og sjá! hann talar einarðlega og þeir segja ekkert við hann. Máske höfðingjarnir með sanni hafi fengið að vita að þessi sé Kristur.27Vér vitum þó hvaðan hann er, en þegar Kristur kemur, veit enginn hvaðan hann er.28Þá kallaði Jesús þar, sem hann kenndi í musterinu og sagði: þér þekkið mig og vitið hvaðan eg em. Af sjálfum mér em eg ekki kominn, heldur sendi mig hinn sanni (Guð), hvörn þér þekkið ekki.29Eg þekki hann, því eg er frá honum og hann sendi mig.30Vegna þessa leituðust þeir við að grípa hann, þó lagði enginn á hann hönd, því hans tími var enn ekki kominn.31En margir af fólkinu trúðu á hann og sögðu: þegar Kristur kemur, mun hann þá gjöra fleiri jarteikn enn þessi hefir gjört?
32Þegar farísearnir heyrðu að fólkið var þannig að þrætast á um hann, þá sendu þeir og æðstu prestarnir þénara til að handtaka hann.33Þar fyrir sagði Jesús til þeirra: enn þá er eg hjá yður lítinn tíma og fer svo til hans, er mig sendi.34Þér munuð leita mín og þér munuð ekki finna mig og þér getið ekki komist þangað, sem eg er.35Þá sögðu Gyðingar hvör við annan: hvört mun þessi ætla að fara, að vér ekki finnum hann? mun hann ætla til þeirra, sem eru útdreifðir meðal Grikkja og kenna Grikkjum a)?36hvaða tal er þetta, sem hann segir? þér munuð leita mín og ekki finna: og þér munuð ekki geta komist þangað, sem eg er.37En á hinum síðasta, þeim mikla degi hátíðarinnar, gekk Jesús fram og kallaði segjandi: ef nokkurn þyrstir þá komi sá til mín og drekki.38Sá, sem trúir á mig, af hans kviði munu, eins og Ritningin segir, lækir lifanda vatns fljóta.39En þetta sagði hann um þann anda, er þeir mundu meðtaka, sem á hann trúa, því enn þá var heilagur Andi ekki, af því Jesús var ekki enn þá vegsamlegur orðinn.40Þá sögðu margir af fólkinu, sem heyrðu þessa ræðu: þessi er sannarlega spámaðurinn.41Aðrir sögðu: þessi er Kristur; en nokkrir sögðu: mun Kristur þá koma frá Galíleu?42Segir ekki Ritningin: að af Davíðs sæði og frá Betlehem, þeirri borg hvar Davíð var, muni Kristur koma?43Þannig varð ágreiningur um hann meðal fólksins.44En nokkrir af þeim vildu grípa hann og þó lagði enginn á hann hendur.45Þá komu þénararnir til prestahöfðingjanna og faríseanna og þessir sögðu við þá: því komuð þér ekki með hann?46Þénararnir svöruðu: aldrei hefir nokkur maður talað, sem þessi maður.47Þá önsuðu farisearnir: eruð þér einnig afvegaleiddir?48trúir nokkur af höfðingjunum á hann eður af faríseum?49en þessi múgur, sem ekki þekkir lögin, er bannsetjandi.50Nikódemus sá, sem kom til hans um nótt og var einn af þeim, segir:51munu lög vor dæma manninn, nema hann sé áður yfirheyrður og rannsakað það, sem hann gjörir?52Þeir svöruðu og sögðu honum: ert þú líka frá Galíleu? rannsakaðú og sjáðú, að spámaður hefir aldrei komið í ljós úr Galíleu.53Og hvör fór heim til sín.

V. 2. 3 Mós. 23,34. V. 15. Matt. 13,54 og fl. V. 17. a. Kenni eftir eigin hugþótta. V. 22. 1 Mós. 17,10. 3 Mós. 12,3. V. 23. b. Nefnil. þau lög, að á 8da degi skyldi hvör einn umskerast. Þar af flaut, að sum börn varð að umskera á laugardegi, sem var Gyðingum helgur dagur. V. 24. 5 Mós. 1,16.17. V. 35. a. Grikkir kölluðust og þeir Gyðingar, sem bjuggu fyrir utan Gyðingaland, og meðal Grikkja töluðu gríska tungu. V. 37. Es. 48,11.12. Sakk. 14,8. V. 38. Kap. 4,14. V. 39. Kap. 16,7. 17,5. V. 39. Helgur Andi var ei enn þá farinn að auðsýna sig kröftugan í kristninni. V. 40. Kap. 6,14. V. 42. Lúk. 2,4.