Guð hjálpar ráðvöndum.

1Sálmur Davíðs þá hann lést vera vitfirringur hjá Abimelek! og þessi rak hann burt, svo hann fór þaðan.2Alla tíma vil eg vegsama Drottin, hans lofgjörð skal sífellt vera í mínum munni.3Mín sála skal hrósa sér í Drottni, þeir hógværu skulu heyra það og gleðja sig.4Vegsamið Drottin með mér innilega, og látum oss sameiginlega víðfrægja hans nafn.5Eg leitaði Drottins og hann bænheyrði mig, og frelsaði mig af allri minni hræðslu.6Þeir mæna til hans og verða glaðir, og þeirra ásýnd sneypist ekki.7Þessi ólukkulegi kallaði, og Drottinn heyrði, og frelsaði hann frá allri hans angist.8Drottins englar setja herbúðir kringum þá sem hann óttast og vernda þá.9Takið eftir og sjáið hvað Drottinn er góður, sæll er sá maður sem reiðir sig á hann.10Óttist Drottin, þér hans heilögu, því þeir sem hann óttast, líða engan skort.11Þau ungu ljón líða skort og hungur, en þá skal ei gott vanta sem leita Drottins.12Komið til mín börn! heyrið mig! ótta Drottins vil eg kenna yður.13Hvör er sá maður sem hefir lyst til lífsins? sem óskar sér margra daga til að sjá hið góða?14Varðveit þú þína tungu frá hinu illa, og þínar varir að þær ekki tali flærð.15Vík frá hinu illa, og gjörðu gott, leita þú friðarins og eltu hann.16Drottins augu snúa sér að þeim réttlátu, og hans eyru að þeirra tali.17En Drottins andlit er þeim á móti sem illt aðhafast, svo hann afmái þeirra minningu af jörðunni.18Þeir (réttlátu) hrópa, og Drottinn heyrir, og hann frelsar þá af allri þeirra angist.19Drottinn er þeim nálægur sem hafa sundurknosað hjarta, og frelsar þá sem hafa niðurbeygðan anda.20Sá réttláti ratar í margar raunir, en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.21Hann varðveitir öll hans bein, svo að ekkert af þeim brotni.22Slysin drepa þann óguðlega, og þeir sem hata hinn réttláta, skulu dóm þola.23Drottinn frelsar sálir sinna þénara; allir sem reiða sig á hann, skulu ekki dóm þola.