Þakklæti. Guðs réttlætisdómar.

1Til söngmeistarans eftir lagi: fordjarfa ekki. Ljóð Asafs.2Vér þökkum þér, Guð! vér þökkum þér, að þitt nafn er nálægt, menn segja frá þínum dásemdum.3„Þegar eg tek minn tíma, dæmi eg rétt.4Jörðin skelfur og allir hennar innbyggjarar; eg festi hennar stólpa“. (Málhvíld).
5Þar fyrir segi eg til þeirra dramblátu, drambið ekki; og til hinna óguðlegu: keyrið ekki upp yðar höfuð!6Lyftið ekki hátt upp yðar höfðum, talið ekki svo þverúðarlega!7Því hvörki frá austri né vestri, ei heldur frá eyðimörkinni kemur upphefðin.8En Guð er sá sem dæmir, hann niðurlægir þennan, upphefur hinn.9Því bikar er í Drottins hendi með ólgandi víni, vel blönduðu, og þar af skenkir hann, allt að dreggjum skulu allir jarðarinnar óguðlegir sötra og drekka það.10Eg vil eilíflega kunngjöra það og syngja fyrir Jakobs Guði.
11„Höfuð allra óguðlegra vil eg beygja (afhöggva), en höfuð hinna ráðvöndu skulu upphefjast“.