LXXV.
Sálmur og diktur Assaf að hann ei fyrirfærist. Til að syngja fyrir.
Vér þökkum þér, Guð, vér þökkum þér og kunngjörum þínar dásemdir, að þitt nafn er so [ nálægt.
„Því að á sínum tíma mun eg þar dóm réttan á leggja.
Jörðin skelfur og allir þeir eð þar innibyggja en hennar [ stólpum held eg fast. Sela.
Eg sagði til þeirra skrumaranna: Látið yður ei ofvænt um þykja, og til hinna óguðlegu: Stærið yður ekki út af magtinni.
Þykist ekki so miklir út af yðvarri magt, talið ei heldur so reigingslega,
að það hafi öngva neyð, hverki af austrinu eður af vestrinu, né af fjöllunum í eyðimörkinni.“
Því að Guð er dómarinn, hann niðurlægir einn og upphefur annan.
Því að Guð hefur bikar í hendi, [ fleytifullan af sterku víni, og skenkir af þeim hinum sama en þeir óguðhræddu hljóta allir af að drekka og dreggjarnar af að súpa.
En eg vil kunngjöra það eilíflegana og lofsyngja Guði Jakob
og vil allt magtarveldi hinna óguðlegu í sundurbrjóta svo það valdið réttlátra upphafið verði.