Þakklæti fyrir liðsinni.

1Sálmur af Davíð. Eg vil þakka þér af öllu mínu hjarta, í Guðs augsýn vil eg vegsama þig.2Eg vil knékrjúpa fyrir þínu heilaga musteri, og prísa þitt nafn, fyrir þína miskunn og trúfesti, því fram yfir allt hefir þú gjört þitt nafn og þitt orð vegsamlegt.3Þegar eg ákallaði þig, bænheyrðir þú mig; þú gafst mér hug, og styrk minni sálu.4Þig, ó Drottin! skulu allir jarðarinnar kóngar prísa, þegar þeir heyra orðin þíns munns.5Og þeir skulu syngja um herrans veg, því mikil er Drottins dýrð.6Já, upphafinn er Drottinn, en hann lítur niður til híns lítilmótlega, og þann drambláta þekkir hann langt frá.7Þó að eg ráfi mitt í þrengingu, heldur þú mér lifandi; móti reiði minna óvina útréttir þú þína hönd, og frelsar mig með þinni hægri hendi.8Drottinn mun framkvæma það fyrir mig. Drottinn þín miskunn er eilíf. Yfirgef þú ekki verkin þín handa.