Lofgjörð Drottins.

1Drottinn er konungur, íklæddur hátign, Drottinn hefir íklæðst, hann hefir girt sig krafti. Því er jörðin föst, svo hún bifist ekki.2Fast stendur þitt hásæti frá upphafi, frá eilífð ertu til.3Vatnsföll upphefjast, Drottinn! vatnsföllin upphefja sína raust. Vötnin hefja nið sinna bylgna.4Voldugri, heldur en þeirra vatna raust, heldur en hafsins bylgjur, er Drottinn í hæðinni.5Þinn vitnisburður (lög) er sannur, þínu húsi tilheyrir heilagleikans prýði, Drottinn! til daganna enda.