1.) Hvíldadagurinn. 2.) Betur lýst sköpun mannsins. 3.) Paradís lýst. 4.) Konan sköpuð og skepnunum gefin nöfn.

11.) Þannig algjörðist nú himin og jörð, og allur þeirra her.2Og svo fullkomnaði Guð á þeim sjöunda degi sín verk, sem hann hafði gjört, og hvíldist þann sjöunda dag, af öllu sínu verki, sem hann hafði gjört.3Og hann blessaði þann sjöunda dag og helgaði hann; af því hann hvíldist á þeim sama degi, af sínu verki sem hann hafði skapað og gjört.
42.) Þetta er saga um sköpun himins og jarðar: Þegar Guð Drottinn skapaði jörðina og himininn, þá voru enn engin tré merkurinnar á jörðunni;5og engar jurtir spruttu enn nú á landinu; því Guð Drottinn hafði en ekki látið rigna á jörðina og þar var enginn maður, sem yrkti jörðina.6En þoka gekk upp af jörðunni, og vökvaði alla jörðina.7Og Guð Drottinn myndaði manninn af jarðar leiri og blés lifandi anda í hans nasir, og svo varð maðurinn að lifandi sálu.
83.) Og Guð Drottinn plantaði aldingarð í Eden, mót austri og setti þangað manninn sem hann hafði skapað.9Og Guð Drottinn lét uppvaxa af jörðunni allra handa tré, sem fögur voru að sjá, og girnilegt var að eta af, og lífsins tréð í miðjum aldingarðinum, og skilningstréð góðs og ills.10Og á rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan skiptist hún, svo þar urðu fjögur vatnsföll.11Það fyrsta heitir: Píson; það fellur um allt landið, Kevila, og þar finnst gull.12Og gull þess lands er ágætt. Þar finnst kristallur og steinninn onyx.13Það annað vatnsfall heitir: Gíkon, það fellur um allt landið: Kús.14Hið þriðja vatnsfallið heitir: Kídekel. Það fellur fyrir austan Assyríu. Hið fjórða vatnsfallið er: Frat.15Og Guð Drottinn tók manninn og setti hann í aldingarðinn, í Eden, að hann skyldi yrkja hann og vakta.16Og Guð Drottinn bauð manninum og sagði: af öllum trjám í aldingarðinum skaltu eta;17en af skilningstrénu góðs og ills skaltu ekki eta; því á hverjum degi sem þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.
184.) Og Guð Drottinn sagði: það er ekki gott að maðurinn sé einsamall, eg vil gjöra honum meðhjálp, eftir hans mynd;19því þegar Guð Drottinn hafði skapað af jörðunni allra handa dýr merkurinnar, og alls kyns fugla undir himninum, þá lét hann þessar skepnur koma til mannsins, til að vita, hvað hann kallaði þær; og hvað helst nafn, sem maðurinn gaf, hverri lifandi skepnu, það hið sama varð hennar nafn.20Og maðurinn gaf nafn öllum fénaði og fuglum loftsins og allra handa dýrum á jörðunni, sérhverju sitt nafn; og þar fannst engin meðhjálp fyrir manninn eftir hans mynd.21Þá lét Guð Drottinn fastan svefn falla á manninn, og á meðan hann svaf, tók hann eitt af hans rifjum, og fyllti aftur með holdi;22og Guð Drottinn myndaði konu af því rifbeini sem hann tók af manninum, og leiddi hana til hans.23Þá sagði maðurinn: þetta er bein af mínum beinum og hold af mínu holdi; þar fyrir skal hún karlinna kallast, af því hún er af karlmanni tekin.24Og þess vegna skal maðurinn yfirgefa föður sinn og móður sína, og búa við sína eigin konu.25Og þau voru bæði nakin, maðurinn og hans kona, og skömmuðust sín ekki.

V. 4. Með þessu versi sýnist byrja ný saga um heimsins sköpun. Og hér kemur fyrst fyrir Jehóva, sem er áður út lagt: drottinn. 2. Mósb. 3,14. Opb. b. 1,8. V. 8. Eden þýðir: unaðsemd.