Bæn móti Ísraels óvinum.

1Sálmasöngur Asafs.2Guð! þegi þú ekki, vertu ekki mállaus, haltu ekki kyrru fyrir, ó Guð!3Því sjá! þínir óvinir hafa hátt um sig, og þeir sem hata þig, upplyfta sínum höfðum.4Þeir semja heimuglegar ráðagjörðir gegn þínu fólki, þeir ráðslaga móti þeim sem þú verndar.5Þeir segja: komið! látum oss afmá þá af þjóðanna tölu, að Ísraels nafns sé ei framar getið.6Þeir ráðslaga innbyrðis með eindrægni; móti þér innganga þeir sáttmála,7tjaldbúðir Edomíta og Ísmaelíta, Móabíta og Hagaríta.8Gebalítar, Ammonítar og Amalekítar, og Filistear með innbyggjurunum í Týrus.9Assýría gengur í lið með þeim og ljær sinn arm börnum Lots. (Málhvíld).10Gjörðu við þá hið sama sem við Midianíta, sem við Sisera, sem við Jabin hjá Kishonslæk,11sem voru eyðilagðir hjá Endor, þeir urðu að áburði fyrir jörðina!12Farðu með þeirra fursta eins og Oreb og Seeb, og sem Seba og Salmuna, alla þeirra fyrirliða;13sem segja: látum oss inntaka Guðs bústaði.14Minn Guð! gjör þá sem ryk fyrir hvirfilvindi, sem agnir fyrir stormi!15Eins og eldurinn kveikir í skógi, og loginn brennir fjöllin.16Svoleiðis skaltu ofsækja þá með þínum stormi og skelfa þá með þínum hvirfilbyl,17uppfylltu þeirra andlit með skömm, að þeir leiti þíns nafns, Drottinn!18Lát þá sneypast og skelfast æ og ætíð, skammast sín og tortínast.19Þá munu þeir kannast við, að þú, Drottinn! alleina, ert sá æðsti yfir allri jörðinni.