Um Guðs réttlæti.

1En þú Job! heyr þú mitt tal! og snú þínum eyrum til minna orða!2sjá, kæri! eg opna minn munn, mín tunga talar í mínum munni.3Mínar ræður skulu framsegja hvað mitt hjarta skynjar rétt, og mínar varir skulu tala hreinan sannleika.4Guðs Andi hefir skapað mig, og Andi hins Almáttuga lífgað mig.5Svaraðu mér ef þú getur, hertygjastu móti mér, og kom þú!6Sjá! eg em sem þú af Guði. Líka er eg myndaður af leir.7Þú þarft ekki að hræðast mig. Mín hönd skal ekki vera þung á þér.
8Vissulega sagðir þú, svo eg heyrði; já, eg heyrði raustina þvílíks tals:9„eg em hreinn, án yfirtroðslu? eg em saklaus, og á mér hvílir engin misgjörð.10Sjá! hann hefir fundið mér sök, hann álítur mig sinn óvin.11Hann hefir sett mínar fætur í stokk, hann gefur gaum að öllum mínum stigum.“12Sjá! þú hefir ekki rétt fyrir þér; eg skal reka þig til baka, því Guð er meiri en maðurinn.13Því gengur þú í rétt við hann, þó hann gjöri þér engin skil fyrir nokkru af sínum verkum?14Því einu sinni talar Guð og tvisvar, maðurinn gefur því ei gaum;15í draumum, í sýnum á nóttum, þegar djúpur svefn fellur yfir mennina, þegar þeir blunda í sinni sæng,16þá opnar hann mannanna eyru, og innprentar þeim uppfræðingu,17til að draga menn frá ódáðum, og varðveita manninn frá drambsemi,18til að hlífa hans sál við fordjörfun og hans lífi, að það ekki tortýnist fyrir sverði.19Hann straffast og með verkjum á sinni sæng og með stöðugu stríði í sínum beinum,20svo hann fær óbeit á brauði, og hans sál vill ei ljúffengan mat.21Hans hold tærist, svo það sést ekki, og hans bein, sem ekki sáust (áður), skaga út.22Hans sál færist nær gröfinni, og hans líf, ríki hinna dauðu.23Sé þá hjá honum engill, talsmaður, einn af þeim þúsund mörgu, til að segja manninum hans skyldu,24þá miskunnar Guð sig yfir hann, og segir: a) frelsa hann frá að niðurstíga í gröfina, eg hefi fengið forlíkunarfórn.25Þá mun hans líkami blómgast meir en æskumannsins, hann mun hverfa til baka til sinna ungdóms daga.26Hann mun biðja Guð, og Guð mun hafa velþóknun á honum, svo að hann mun gefa manninum aftur hans réttlæti.27Hann mun fagna meðal manna og segja: „eg hefi syndgað, og aðhafst rangindi, en það er mér ekki endurgoldið.28Hann hefir frelsað mína sálu frá því að niðurstíga í gröfina, og mitt líf gleður sig við ljósið“.29Sjá! allt þetta gjörir Guð tvisvar, þrisvar við manninn,30til að leiða hans sál til baka frá gröfinni, til þess á hann skíni lífsins ljós.
31Taktu eftir þessu, Job! heyr þú mig! þegi þú! eg vil tala!32En hafir þú nokkuð að segja, þá svaraðu mér! talaðu! því eg vildi þú hefðir á réttu að standa.33Ef ekki, þá hlýð þú á, og þegi þú! og eg skal kenna þér vísdóm.

V. 24. a. Nl: við engilinn sem hjá manninum stendur. V. 27. Aðhafst rangindi: eftir orðinu: gjört hlykkjótt það beina.