Sama efni.

1Sæll er sá maður, sem ekkert verður á með sínum munni, og sem ekki kvelst af angri sakir sinna synda.2Sæll er sá sem samviskan ekki áfellir, og sem ekki bregst hans von.
3Auðurinn er ekki góður nískum manni, og hvar til skulu auðæfi illviljuðum manni?4Hvör sem safnar og þarfnast, sá safnar fyrir aðra, og á hans eigum ala sig aðrir.5Sá sem er harður við sjálfan sig, við hvörn mun hann vera góðsamur? Hann mun ei af sínu góssi glaður verða.6Enginn er verri en sá, sem ann sér einkis góðs, og það eru launin fyrir hans vonsku.7Gjöri hann gott, þá gjörir hann það óvitandi; og seinast kemst upp hans vonska.8Vondur er sá illviljaði, sem snýr sér undan, og kærir sig ekki um nokkra sál.
9Auga þess, sem er sólginn í gróða, lætur sér ekki nægja einn partinn, og hans vonda girnd þurrskrælir hans hjarta.10Sá níski sparar brauð og líður skort við sitt borð.11Gjör þú þér til góða, barn, eftir þínum efnum, og fær þú Drottni sæmilega fórn.12Hugsa þú til þess, að dauðinn dvelur ekki, og að þér eru ei kunn undirheima lögin.13Gjör vin þínum gott áður en þú deyr, og réttu honum og gef honum eftir þínum efnum.14Synja þér ekki um neinn glaðan dag, og lát ekki framhjá þér fara (nokkurn) part eftiræsktra gæða.15Verður þú ekki að sleppa við annan þínu verki, og þínu fé við hlutfallsins útbýtingu?16Gef og þigg, og gleð sálu þína;17því í undirheimum er ekki sællífis að leita.18Allt hold eldist sem fat; því það er hið eilífa lögmál: þú skalt vissulega deyja.19Eins og græn blöð á laufguðu tré, hvörra nokkur falla af, nokkur spretta aftur: eins gengur kyni holdsins og blóðsins; nokkrir deyja, nokkrir fæðast.20Allt forgengilegt verk tekur enda,21og hvör sem við það fæst, fer líka.
22Sæll er sá maður sem iðkar visku, og ráðfærir sig við hyggindi;23sá sem í sínu hjarta hugsar um hennar vegi og ígrundar hennar leyndardóma! hann læðist á eftir henni eins og njósnari og felur sig við hennar inngang.24Hann gægist inn um hennar glugga, og hlustar til, við hennar dyr;25leitar herbergis í nánd við hennar hús, og rekur sinn tjaldhæl í hennar veggi; hann reisir sitt tjald við hennar hlið (hönd), og hann gistir í blessunarinnar herbergi.26Hann flytur sín börn undir hennar þak, og staðnæmist undir hennar greinum.27Hann verður af henni verndaður fyrir hita, og gistir í hennar ágæta bústað.