Job talar um sína guðrækni.

1Eg gjörði sáttmála við mín augu; því skyldi eg líta til meyjanna?2Hvílíku hlutfalli útbýtti Guð mér þá ofan að? og hvörn arf sá Almáttugi frá hæðinni?3Er ekki ógæfan reiðubúin þeim óguðlega? og hegning þeim sem iðkar ranglæti?4Ætla hann sjái ekki mína vegu og telji öll mín spor?5Hafi eg farið með hégóma (lygi), og hafi minn fótur hraðað sér til svika,6þá vegi hann mig í réttvísinnar meta skál, og Guð kannist við mitt sakleysi!7hafi mín spor beygt af leið, hafi mitt hjarta fylgt lyst minna augna, og hafi nokkuð loðað við mínar hendur;8þá eti einn annar það sem eg sáði, og mitt afkvæmi rykkist upp með rótum.9Hafi mitt hjarta lokkast af nokkurri kvinnu, eða hafi eg falist við dyr míns náunga,10þá þéni mín kona öðrum, og aðrir leggist með henni.11Því það væri skömm, og illvirki sem ynni til straffs af dómurunum;12já, eldur sem tærði og fordjarfaði, og sem upprykkti með rótum öllum mínum gróðri.13Ef að eg hefði foraktað rétt míns þénara og þjónustukvinnu, þegar þau höfðu mál við mig,14hvað mundi eg þá gjöra þegar Guð tæki sig upp? og þegar hann vildi vitja mín, hvörju mundi eg þá svara?15Hefir ei sá sem skapaði mig í móðurlífi, líka skapað hann? og einn og hinn sami myndað oss í barnsleginu?16Hefi eg synjað þeim snauða um það sem hann beiddist eftir, og látið ekkjunni bregðast hennar von;17og hefi eg etið einn minn mat, svo sá föðurlausi ekki át þar af;18(það er öðru nær, hann hefir frá barnæsku uppalist hjá mér sem hjá föður; og frá móðurlífi ól eg önn fyrir ekkjunni);19hafi eg séð nokkurn deyja af klæðleysi, og þann fátæka af nekt;20hafi hans lendar ekki blessað mig, þegar honum hitnaði af minni sauðarull;21hafi eg útrétt mína hönd móti þeim föðurlausa, þegar eg sá að mér veitti betur í málinu;22sé svo, þá detti mín herðablöð frá mínum herðum, og minn armur verði sundurbrotinn frá sperruleggnum.23Því sú fordjörfun sem kemur frá Guði, væri mér skelfing, og gegn hans hátign megnaði eg ekkert.
24Hefi eg sett mína von til gullsins, eða sagt við þann dýra málm: þú ert mitt athvarf;25hafi eg glaðst af því að minn auður var mikill, og að mín hönd hafði útvegað sér nægtir;26leit eg upp til himinsins ljóss, þegar það skein, eða til tunglsins, þá það gekk dýrðlega fram,27og lét mitt hjarta sig lokka í kyrrþey að kasta til þess kossi;28líka þetta hefði verið straffverð synd; því þar með hefði eg afneitað Guði á hæðum.29Hefi eg glaðst af slysum míns óvinar, og fagnað þegar ólukkan hitti hann;
30Nei! eg leyfði ei minni tungu svo að syndga að eg óskaði bölvunar hans sálu.31Sögðu ekki mennirnir í mínu tjaldi: hvar finnur maður nokkurn sem ei hafi mettast af hans kjöti? (fengið hjá honum mat).32Sá framandi mátti ei liggja á götunni um nóttina; mínar dyr opnaði eg fyrir ferðamanninum.33Faldi eg eins og menn fela, mínar yfirtroðslur og huldi eg minn misgjörning í mínu brjósti?34Þá skelki mig sá stóri hópur, og ættanna fyrirlitning komi inn hjá mér hræðslu, svo eg verði að þegja og vogi mér ekki út af dyrunum!
35Ó! að einhvör vildi heyra mig! sjá hér mitt varnarrit; sá almáttugi svari mér! og sá sem þráttar við mig, skrifi klögunina!36Hvað gildir það? Eg skyldi taka það upp á mínar axlir, binda það um mig sem höfuðprýði.37Eg skyldi segja honum frá hvörju mínu spori, og ganga fram fyrir hann sem höfðingi.38Ef að mitt land hrópar á móti mér, og þess akurreinar kvarta líka,39hafi eg etið þess gróða kauplaust, og pressað andvörp af eigendum þess;40þá spretti mér þyrnar í stað hveitis og illgresi fyrir bygg. (Hér endar Jobs tala).