Bæn fyrir Davíðs ættlegg.

1Kennsluljóð af Ethan Efrahíta.2Um Drottins miskunn vil eg eilíflega syngja, frá kyni til kyns skal minn munnur kunngjöra þína trúfesti.3Því eg hugsa: fyrir eilífð var þín miskunn til, jafnsnemma sem himinninn festir þú þína trúfesti, og sagðir:4„eg gjörði sáttmála við minn útvalda, eg sór Davíð mínum þénara:5eg vil staðfesta þitt sæði eilíflega, og byggja þitt hásæti frá kyni til kyns“.6Himnarnir prísa þínar dásemdir, Drottinn! og söfnuður hinna heilögu þína trúfesti.7Því hvör í þeim háu skýjum getur jafnast við Drottin?8Hvör er Drottni líkur meðal guðanna barna? Guð er mjög óttalegur í leyndarráði hinna heilögu, og hræðilegur fram yfir alla sem eru í kringum hann.9Ó Drottinn, herskaranna Guð! hvör er sem þú, voldugur, ó Drottinn! og þín trúfesti er allt í kringum þig.10Þú drottnar yfir hafsins drambsemi, þegar þess bylgjur lyfta sér upp, lægir þú þær.11Þú sundurmer hinn drambsama, sem þann í helslegna. Með þínum sterka armi tvístrar þú þínum óvinum.12Þér tilheyra himnarnir, þér jörðin, heimurinn og það sem í honum er, þú grundvallaðir hann.13Norður og suður skapaðir þú, Tabor og Hermon gleðja sig við þitt nafn.14Þú hefir armlegg fullan af krafti. Þín hönd er sterk, þín hægri hönd er á lofti.15Réttur og réttvísi er festa þíns hásætis, miskunn og sannleiki sífellt þér fyrir augsýn.
16Sæl er sú þjóð, sem þekkir básúnunnar hljóm, Drottinn! hún gengur í ljósi þíns andlitis.17Í þínu nafni fagna þeir allan daginn, og af þinni réttvísi hrósa þeir sér.18Því þú ert prýðin þeirra styrkleika, og þín náð upplyftir vorum höfðum.19Frá Drottni er vor skjöldur, og frá Ísraels heilaga vor kóngur.20Þá talaðir þú til þíns heilaga í einni sýn og sagðir: eg hefi ætlað hetjunni hjálp, eg hefi upphafið þann útvalda af fólkinu, (sjá v. 4.5).21Eg hefi fundið Davíð minn þénara, eg hefi smurt hann með viðsmjöri (minni heilögu olíu).22Með honum skal mín hönd ávallt vera, já, minn armur skal styrkja hann.23Óvinurinn skal ekki þröngva honum, og ranglætisins sonur skal ei undirþrykkja hann.24En eg skal sundurmerja hans mótstöðumenn fyrir hans augsýn, og slá þá sem hann hata.25Og mín trúfesti og miskunn skal vera með honum, og í mínu nafni skal hans höfuð upphefjast.26Og eg vil útþenja hans hönd til hafsins, og hans hægri hönd til ánna (Evfrat og Tígris).27Hann mun ávarpa mig þannig: þú ert minn faðir, minn Guð og míns frelsis klettur.28Já, eg vil gjöra hann að frumburði, að þeim ypparsta meðal jarðarinnar kónga.29Eg vil varðveita honum mína miskunn eilíflega, og minn sáttmáli skal vandlega vera haldinn við hann.30Eg mun gjöra hans ætt langgæða, og hans hásæti sem himinsins aldur (daga).31Ef að hans niðjar yfirgefa mín lög, og ekki ganga í mínum réttindum.32Ef að þeir vanhelga mínar skikkanir, og halda ekki mín boðorð,33þá mun eg straffa þeirra yfirtroðslur með vendi, og þeirra misgjörðir með höggum,34en eg mun ekki frá þeim taka mína náð, og ekki láta þeim bregðast mína tryggð.35Eg mun ekki vanhelga (rjúfa) minn sáttmála, og ekki umbreyta því sem út er gengið af mínum vörum.36Eg sór einu sinni við minn heilagleika: eg skal ekki ljúga að Davíð.37Hans niðjar skulu ætíð viðvara, og hans hásæti, sem sólin, fyrir mínu augliti.38Eins og tunglið skal hann ætíð viðvara og sem vitnið í skýjunum er sannsögult.39En nú útskúfar þú honum og fyrirlítur—þú ert reiður þínum smurða.40Þú metur einkis sáttmálann við þinn þénara, og vanhelgar allt að duftinu hans kórónu.41Þú niðurrífur alla hans múrveggi, þú gjörir hans kastala að eyðilegging.42Allir sem framhjá fara, ræna hann; sínum nábúum er hann orðinn að háðung.43Hægri hönd hans mótstöðumanna upphefur þú.44Þú gleður alla hans óvini. Þú lætur hans beitta sverð víkja, svo hann stenst ekki í stríðinu.45Þú gjörir enda á hans ljóma og kastar hans hásæti niður til jarðar.46Þú styttir hans æsku daga og þekur hann með skömm.47Hvörsu lengi, Drottinn! ætlar þú að fela þig? mun þín reiði ætíð loga sem eldur?48Minnstu mín! hvað er lífið? til hvílíks hégóma skapaðir þú öll mannanna börn?49Hvör maður lifir sem ekki sjái dauðann? sem geti fríað sína sálu frá grafarinnar ofbeldi.50Drottinn! hvar er þín fyrri miskunn sem þú sórst Davíð við þinn sannleika?51Minnstú, Drottinn! á forsmán þinna þénara, að eg ber í mínum barmi allar þær miklu þjóðir,52að þínir óvinir, Drottinn! spotta, að þeir spotta fótspor þíns smurða.53Lofaður veri Drottinn eilíflega! Amen! já, Amen!