Jóhannes varar við falskennendum. Talar um Guðs elsku til vor, og að kristnum beri að elska hann aftur, og sýna þessa elsku, í elsku til náungans.

1Elskanlegir! trúið ekki sérhvörjum anda c), heldur reynið andana hvört þeir séu frá Guði, því að margir falsspámenn hafa farið út um heiminn.2Af þessu skuluð þér þekkja Guðs Anda: hvör andi, sem viðurkennir að Jesús Kristur hafi komið í holdinu, hann er frá Guði.3En hvör sá andi, sem ekki viðurkennir, að Jesús Kristur hafi komið í holdinu a) hann er ekki frá Guði, heldur er hann Krists óvinur (andi) um hvörn þér hafið heyrt, að koma muni og er nú þegar í heiminum.4Þér, börn mín! eruð af Guði (fædd) og hafið þá yfirunnið b), því að sá er meiri, sem í yður er, en hinn sem er í heiminum.5Þeir eru af heiminum c) og þess vegna er þeirra kenning veraldleg og heimurinn hlustar (fúslega) þar á.6Vér erum af Guði; hvör, sem þekkir Guð, hlýðir á oss; hvör, sem ekki er af Guði, hlustar ekki á vora kenningu; af þessu þekkjum vér anda sannleikans og anda villudómsins.
7Elskanlegu! elskumst innbyrðis, því að kærleikurinn er frá Guði, og hvör sem elskar, er af Guði fæddur og þekkir Guð.8Hvör, sem ekki elskar, þekkir ekki Guð, því að Guð er kærleikurinn;9í því opinberast elska Guðs til vor, að Guð sendi sinn eingetinn Son í heiminn, svo vér skyldum d) lifa fyrir hann.10Í þessu er elskan innifalin, ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði oss og sendi sinn Son til forlíkunar fyrir vorar syndir.
11Þér elskanlegir! fyrst Guð hefir svo elskað oss, þá ber oss að elska hvör annan.12Enginn hefir nokkurn tíma Guð séð, ef vér elskum hvör annan, þá er Guð stöðuglega í oss og hans kærleiki er fullkomnaður í oss.13Þar af þekkjum vér, að vér erum stöðugir í honum og hann í oss, að hann hefir gefið oss af sínum anda;14og vér höfum séð og vitnum, að Faðirinn hefir útsent Soninn, heimsins Frelsara.15Hvör, sem viðurkennir, að Jesús sé Guðs Sonur, í honum er Guð stöðuglega og hann í Guði.16Og vér höfum þekkt og treyst þeirri elsku, sem Guð hefir til vor; Guð er kærleikurinn, og hvör, sem er stöðugur í kærleikanum, sá er stöðugur í Guði og Guð í honum.17Í því sýnir sig að elskan e) með oss er fullkomin, að vér höfum djörfungu á degi dómsins, því að líka sem hann er, svo erum vér einnig í heimi þessum.18Hræðsla er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin elska hræðsluna, því að hræðslan hefir kvöl, en sá, sem hræðist er ekki fullkominn í elskunni.19Vér elskum hann, því hann hefir elskað oss fyrri.20Ef einhvör segir: eg elska Guð og hatar sinn bróður, sá er lygari; því hvör, sem ekki elskar sinn bróður, hvörn hann hefir séð, hvörninn getur sá elskað Guð, hvörn hann hefir ekki séð?21Og þetta boðorð höfum vér frá honum: að sá, sem elskar Guð, að honum beri einnig að elska sinn bróður.

V. 1. c. nl. hvörjum sem gefur sig út fyrir að vera spámaður, hafa guðlega andagift. Jer. 14,14. 23,16. 29,9. Matt. 7,15.16. 24,4. f. 23. Kól. 2,18. 2 Pét. 2,1. 1 Jóh. 2,18. sbr. 1 Kor. 14,29. 1 Tess. 5,21. Opinb. b. 2,2. V. 2. sbr. 1 Kor. 1,23. 12,3. 1 Jóh. 2,22. 2 Jóh. v. 7. V. 3. a. þ. e. íklæddur mannlegum líkama. 1 Tím. 3,16. V. 4. b. ekki látið villukennarana blekkja yður. V. 5. c. þ. e. sinnaðir eins og spilltur almenningur, er ekki hugsar nema um hið jarðneska. Jóh. 3,31. 8,23.47. 15,19. V. 6. Jóh. 8,47. 10,27. 3 Jóh. v. 11. V. 7. Kap. 5,1.2. Jóh. 8,12. V. 8. v. 16. Kap. 2,4. V. 9. Róm. 5,8. 8,32. 1 Jóh. 3,16. d. lifa þ. e. verða sælir. V. 10. Jóh. 15,16. Róm. 3,24. 2 Kor. 5,19. sbr. 1 Jóh. 2,2. V. 11. Jóh. 15,12.13. V. 12. 2 Mós. b. 33,20. Jóh. 1,18. V. 13. Kap. 3,24. Jóh. 17,21. V. 14. Kap. 1,2. Jóh. 1,14. Gal. 4,4. V. 15. sbr. Kap. 5,5. nl. Kristur. V. 17. e. nl. til Guðs og manna. Kap. 3,21. 1 Pét. 1,15. V. 18. Róm. 8,15. V. 19. v. 10. V. 20. Kap. 2,4.11. 3,15.17. V. 21. 3 Mós. b. 19,18. Matt. 22,29. 1 Jóh. 5,1.