Rut tínir upp ax á Bóas akri.

1Og Noomi átti þar náunga manns síns, auðugan mjög, af ætt Elímeleks, hann hét Bóas.2Og Rut sú móabítiska, mælti við Noomi: eg vil gjarnan ganga út á akurinn, og tína upp ax eftir þeim, í hvörra augum eg finn náð. Og hún svaraði: far þú, mín dóttir!3og hún fór og kom og tíndi á akrinum eftir uppskerumönnunum. Og það vildi svo til að akurinn tilheyrði Bóas sem var af ætt Elímeleks.4Og sjá! Bóas kom frá Betlehem og sagði við uppskerumennina: Drottinn veri með yður! og þeir sögðu til hans: Drottinn blessi þig!5Og Bóas mælti við sinn svein sem settur var yfir uppskerumennina: hvörjum tilheyrir þessi þerna *)?6og sveinninn svaraði, sem settur var yfir uppskerumennina, og mælti: það er móabítisk þerna sem komin er með Noomi til baka úr Móabslandi,7og hún sagði: leif þú mér að tína upp og safna eftir uppskerumennina hjá kerfa skrúfunum! og hún kom og var (hér) frá því í morgun og þangað til nú; hún hefir hingað til valla komið inn í hús *).
8Og Bóas mælti við Rut: heyr þú, mín dóttir! far þú ekki á annan akur til að tína upp (korn) og far þú ekki héðan og haltu þig til þerna minna,9þitt auga sé á þeim akri sem þær uppskera og gakk þú eftir þeim, sjá! eg hefi sagt fólkinu að amast ekki við þér. Og þegar þig þyrstir, þá gakk þú að drykkjarkönnunni, sem það drekkur úr.10Þá féll hún á sína ásjónu og beygði sig til jarðar, og mælti: hvörs vegna hefi eg náð fundið í þínum augum að þú liðsinnir mér *), sem er þó útlend!11og Bóas svaraði og mælti til hennar: allt hefi eg frétt sem þú hefir gjört við þína tengdamóður eftir dauða manns þíns, að þú yfirgafst föður þinn og móður þína og land þíns heimkynnis, og fórst til þess fólks sem þú ekki þekktir áður.12Drottinn umbuni þitt verk, og þín laun verði fullkomin af Drottni Ísraels Guði, þeim undir hvörs vængi þú ert komin að leita hælis *).13Og hún sagði: ó! að eg mætti finna náð í þínum augum, minn Herra! því þú hefir huggað mig og ávarpað vinsamlega þína þjónustukvinnu, og er eg þó ekki sem ein af þínum þjónustukvinnum.
14Og Bóas sagði við hana, þá matmálstíminn kom: gakk þú hingað og et af brauðinu, og dýfðu þínum bita í edikið! þá settist hún hjá uppskerumönnunum, og hann rétti henni *) steikt ax og hún át og varð mett, og leifði.15Og hún stóð upp að tína. Þá bauð Bóas sínu fólki og mælti: og svo meðal kerfanna (kornbindinanna) skal hún tína og þér skuluð ekki gjöra gys að henni *).16Og líka skuluð þér draga úr kerfunum handa henni, og láta eftir liggja, að hún tíni það upp *), og ámælið henni ekki.17Og svo tíndi hún á akrinum allt til kvölds, og hún mældi *) það sem hún hafði tínt og það var hér um bil 1 efa **) af byggi;18og hún tók það, og kom í staðinn, og hennar tengdamóðir sá hvað hún hafði tínt; og hún tók fram það sem hún hafði leift af mat sínum.19Þá mælti tengdamóðir hennar við hana: hvar hefir þú tínt í dag? og hvar hefir þú matast? blessaður sé sá sem hefir liðsinnt þér *). Og hún sagði sinni tengdamóður hjá hvörjum hún hefði matast og mælti: nafn þess manns, sem eg mataðist hjá í dag, er Bóas.20Þá mælti Noomi við tengdadóttur sína: blessaður sé hann af Drottni, að hann hefir ekki sleppt elsku sinni við þá sem lifa og þá sem eru dánir! og Noomi mælti við hana: tengdur er okkur maðurinn, hann er einn vor innlausnarmaður *).21Og Rut sú móabítiska mælti: líka sagði hann við mig: haltu þér til míns fólks, þangað til þeir hafa lokið við alla mína uppskeru.22Og Noómi mælti við Rut sína tengdadóttur: það er gott, mín dóttir! að þú gangir út með hans þernum, að menn ekki yfirfalli þig á öðrum akri.23Svo hélt hún sig til þerna Bóas og tíndi þangað til bygg- og hveitiuppskeran var á enda, en hún var þó hjá sinni tengdamóður.

V. 5. *) Aðr. unga kvensnift. V. 7. *) Aðr. hún kom, og hefir staðið (að verki) frá því í morgun þangað til núna, hún sat litla (stund) heima. V. 10. *) Aðr. að þú hugar svo að mér. Sbr. v. 19. V. 12. *) Sálm. 91,4. V. 14. *) Aðr. menn réttu henni. V. 15. *) Aðr. og gjörið henni ekki til miska. V. 16. *) Sbr. Lev. 19,9. 23,22. Devt, 24,19. V. 17. *) Mældi, aðr: þreskti. **) Ex. 16,36. Devt. 25,14. Dóm. 6,19. 1 Sam. 1,24. 17,17. Esa. 5,10. Ezek. 45,11. Sak. 5,6. V. 19. *) Sbr. v. 10. V. 20. Lev. 25,25.48.49.