Jesús kennir sínum lærisveinum að biðja; rekur djöful út, og hrindir lastmælum hinna skriftlærðu; etur með faríseum og ávítar þá og hina löglærðu.

1Eitt sinn bar svo við, að hann var á bæn sinni einhvörs staðar; en er hann hafði lokið bænagjörðinni, sagði einn af lærisveinum hans við hann: kenn þú oss, Herra! að biðja, eins og Jóhannes kenndi sínum lærisveinum.2Þá sagði hann við þá: nær þér gjörið bæn yðar, þá biðjið á þessa leið: Faðir vor! helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki;3gef oss hvörn dag vort daglegt brauð;4fyrirgef oss vorar misgjörðir, því vér fyrirgefum og þeim, sem við oss hafa misgjört; leið oss ekki í freistni.5Framvegis sagði hann: ef þar er einhvör af yður, sem á vin, og fer til hans um miðnætti og segir við hann: vinur! lánaðu mér þrjú brauð;6því vinur minn er kominn til mín úr ferð sinni, og eg hefi ekkert að bjóða honum;7og sá, sem inni er, svarar: gjörðú mér ekki ónæði, dyr eru lokaðar, og börn mín eru ásamt mér gengin til hvílu; eg get þess vegna ekki farið á fætur til að fá þér þau.8Trúið mér, ef hann ekki fer á fætur að lána honum þau fyrir þeirra vinskapar skuld, þá mun hann samt fara á fætur vegna þrábeiðni hans, og fá honum svo mikið, sem hann viðþarf.9Þar fyrir segi eg yður: biðjið og mun yður gefast; leitið og þér munuð finna; knýið á og mun fyrir yður upplokið verða;10því sá fær, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem áknýr, mun upplokið verða.11Ef sonur einhvörs yðar á meðal beiddi föður sinn um brauð, hvört mundi hann gefa honum stein? og ef hann bæði um fisk, mundi hann þá gefa honum snák í staðinn fyrir fisk?12eður bæði hann um egg, mundi hann þá gefa honum höggorm?13Ef nú þér, sem vondir eruð, tímið að gefa börnum yðar góðar gjafir, hvað miklu framar mun þá ekki Faðir yðar á himnum gefa þeim heilagan Anda, sem þess beiðast.
14Þar eftir rak hann út djöful þann, er mállaus var, og er djöfullinn var útfarinn, tók sá, er mállaus var, að mæla.15Þetta undraðist fólkið, en sumir sögðu, að hann ræki djöfla út með fulltingi djöflahöfðingjans Belsebúls;16aðrir vildu freista hans og kröfðust af honum teikns af himni;17en hann, er vissi hvað þeir hugsuðu, tók svo til orða: hvört það ríki, hvar innbyrðis sundurþykki er, mun leggjast í auðn, og hvört hús mun þar yfir annað hrapa.18Ef nú Satan er sjálfum sér sundurþykkur, hvörninn fær hans ríki þá staðist? þar þér segið eg útreki djöfla fyrir fulltingi Belsebúls.19En ef eg útrek djöfla með fulltingi Belsebúls, fyrir hvörs fulltingi útreka þá yðrir lærisveinar þá? þess vegna skulu þeir og vera yðrir dómendur.20En ef eg rek djöfla út með Guðs krafti, þá er Guðs ríki þegar til yðar komið.21Nær ein vopnuð hetja varðveitir sitt anddyri, er allt í friði, sem hún á;22en komi annar yfirsterkari og sigri hann, flettir hann hann hertygjum sínum, er hann treysti á, og skiptir herfanginu.23Hvör, sem ekki er með mér, hann er á móti mér; og hvör, sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir.24Þegar óhreinn andi fer út af manni, ráfar hann um vatnslausar eyðimerkur, leitar hælis, og nær hann ekki finnur það, þá segir hann við sjálfan sig: eg vil hverfa aftur í hús mitt, hvaðan eg fór,25og er hann kemur, finnur hann það sópað og prýtt.26Þá fer hann og tekur með sér aðra sjö anda sér verri, og er þeir eru innkomnir, byggja þeir þar; verður svo það síðara ásigkomulag mannsins, verra en hið fyrra.27Þegar hann mælti þetta, hóf kona nokkur meðal fólksins upp raust sína, og sagði: sæll er sá kviður er þig bar, og þau brjóst, er þú mylktir.28En hann sagði: já, að vísu! sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og gæta þess.29Þegar fólkið þyrptist að honum, tók hann svo til orða: þessi þjóð er vond, hún krefst teikns; en henni skal ekkert teikn verða gefið, nema teikn Jónasar;30því eins og Jónas var Niníveborgarmönnum teikn, eins mun og Mannsins Sonur verða þjóð þessari.31Drottningin úr suðurátt mun rísa upp, þegar dómurinn fellur gegn þessari þjóð, og sýna hana straffs seka, því hún kom af fjarlægu landi að heyra speki Salómons; en gætið þess, að hér er sá, sem Salómoni er meiri.32Niníveborgarmenn munu rísa upp, þegar dómurinn fellur gegn þessari þjóð, og sýna hana straffs seka, því þeir bættu ráð sitt við kenningu Jónasar, en sjáið! hér er sá, sem Jónasi er meiri.33Enginn kveikir ljós og setur það í skot eður undir mæliker, heldur í ljósahald, svo þeir, sem inn koma, njóti birtu þess.34Augað er ljós líkamans; nýtur því, ef auga þitt er heilskyggnt, allur þinn líkami birtu; en sé það gallað, er líkami þinn í myrkri;35gæt þú þar fyrir þess, að þitt innra ljós verði ekki að myrkri.36Sé því líkami þinn allur upplýstur, svo hvörgi beri skugga á, þá nýtur hann allrar birtunnar, eins og þegar ljósið lýsir með birtu sinni.
37Þegar hann var þetta að mæla, bauð einhvör af faríseunum honum til matar. Hann fór og settist undir borð.38Þegar faríseinn sá það, undraðist hann, að Jesús tók ekki handlaugar, áður en hann tók til matar.39Þá sagði Drottinn við hann: þér farísear plagið að láta þvó ker yðar og bikara utan, en yðvart hið innra er fullt með rán og vonsku.40Þér, heimskingjar! sá, sem hefir hreinsað hið ytra, mun hann þar fyrir hafa hreinsað hið innra?41en þegar þér gefið ölmusur af því, sem þar er, þá haldið þér, að allt sé yður hreint.42En vei yður faríseum, sem tíundið myntu og rúðu og allar matjurtir, en hirðið hvörki um réttvísi né elskuna til Guðs; hitt byrjar að vísu að gjöra, en þetta ekki ógjört að láta.43Vei yður, þér farísear! sem keppist eftir efstu sætum í samkunduhúsum og að yður sé heilsað á mannamótum.44Vei yður, því eins eruð þér og grafir dauðra manna, sem ekki ber á, yfir hvörjar menn ganga án þess að vita það.45Þá tók einn af þeim skriftlærðu svo til orða: Meistari! þú stingur oss einnig sneið með þessu;46en hann mælti: vei yður líka, þér skriftlærðir! þér bindið mönnum lítt bærar byrðar, en sjálfir snertið þér þær ekki með einum fingri.47Vei yður, sem byggið upp grafir spámannanna, sem feður yðar líflétu;48þannig hrósið þér og samþykkið athöfnum feðra yðvarra, er þér uppbyggið grafir þeirra, sem þeir drápu.49Fyrir því segir og speki Guðs: „eg mun senda þeim spámenn og postula, suma af þeim munu þeir ráða af dögum og aðra ofsækja,50svo að af þessari kynslóð krafið verði blóð allra spámanna, er úthellt hefir verið frá heims upphafi,51frá því Abel var drepinn til lífláts Sakkaríasar, sem drepinn var millum musteris og altaris. Eg segi yður satt, að þessi þjóð mun fá makleg málagjöld fyrir öll þessi manndráp.52Vei yður, þér skriftlærðir! sem hafið hrifsað til yðar lykil viskunnar, en sjálfir farið þér þar ekki inn, og fyrirmunið öðrum inngöngu.53Þegar hann hafði svo mælt, tóku hinir skriftlærðu og farísear þunglega að reiðast honum og lokka af honum andsvör um ýmislegt,54sitja um hann og leitast við að veiða eitthvað af munni hans, er þeir gæti sakfellt hann fyrir.

V. 2–4. Matt. 6,9–15. V. 9–13. Matt. 7,7. Sbr. Lúk. 18,1–7. V. 14–22. Matt. 12,22–30. Mark. 3,22–27. V. 23. Matt. 12,30. Mark. 9,40. V. 24–26. Matt. 12,43–45. V. 29–32. Matt. 12,38–42. V. 31. 1 Kóng. 10,1. V. 32. Jón. 3,5. V. 33–36. Lúk. 8,16. Matt. 5,15. 6,22.23. V. 39–41. Matt. 23,25.26. V. 42. Matt. 23,23. V. 43. Matt. 23,6.7. V. 44. Matt. 23,26. V. 46. Matt. 23,4. V. 47–51. Matt. 23,29–36. V. 51. 1 Mós. 4,8. V. 52. Matt. 23,14.