Páll biður Tessaloníkumenn að biðja fyrir sér, huggar þá og biður fyrir þeim; varar við umgengni ósiðsamra; hvetur að draga dæmi af sér til iðjusemi og góðra verka; gefur reglur um, hvörnig skuli haga sér við óhlýðuga. Kveðja.

1Enn framar, bræður! biðjið fyrir oss, að Drottins lærdómur megi óðum útbreiðast og vegsamlegur verða, eins og hjá yður,2og að vér mættum frelsast frá ósiðuðum og vondum mönnum; því ekki er öllum að trúa,3en Drottinn er trúr, og hann mun styrkja yður og geyma fyrir illu.4Enn hefi eg það traust til Drottins, að þér hlýðið og munuð hlýða því, sem eg hefi boðið yður;5en Drottinn leiði yðar hjörtu til Guðs kærleika og þolinmæði Krists.
6Enn bjóðum vér yður, bræður! í nafni Drottins vors Jesú Krists, að þér haldið yður frá hvörjum þeim bróður, er hagar sér ósiðlega, og fjærstætt þeim lífsreglum er eg hefi fyrir yður lagt.7Sjálfir þekkið þér, hvörnig yður ber að taka oss til eftirdæmis;8því ekki lifðum vér ósiðlega hjá yður, né þáðum vort brauð af nokkrum gefins, heldur unnum vér með elju og atorku nótt og dag, svo vér værum engum yðar til þyngsla;9ekki þess vegna að oss brysti heimild til þess, heldur til þess, að vér gætum verið yður fyrirmynd, til að breyta eftir.10Því, þá eg var hjá yður, bauð eg yður, að ef einhvör vildi ekki vinna, ætti hann ekki heldur mat að fá.11En vér heyrum, að sumir meðal yðar lifi í óskikki, vinni ekkert, heldur eyði tíðinni til óþarfa.12Í Drottins vors Jesú Krists umboði bjóðum vér slíkum og áminnum þá, að þeir erfiði í kyrrð og vinni sjálfir fyrir sér.
13Bræður! þreytist ekki gott að gjöra.14Ef sá nokkur, sem ekki hlýðir minni áminningu í þessu bréfi, þá athugið hann, og hafið engin afskipti af honum, svo hann blygðist;15en álítið hann samt ekki sem óvin, heldur áminnið hann sem bróður.16En sjálfur Drottinn friðarins veiti yður frið ætíð og í öllu! Drottinn sé með yður öllum!
17Kveðjan er skrifuð með minni, Páls, eigin hendi; það er merki sérhvörs bréfs frá mér. Svona skrifa eg.18Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum, Amen!

V. 1. Róm. 15,30. Matt. 9,38. V. 2. Post. g. b. 2,40. Róm. 15,31. Róm. 10,18. V. 3. 1 Kor. 1,9. 10,13. 1 Pét. 5,10. Jóh. 17,15. V. 6. Róm. 16,17. 1 Kor. 5,11.13. Tít. 3,10. 2 Jóh. v. 10. 1 Tess. 4,11. V. 7. 1 Kor. 4,16. Fil. 3,17. 1 Tess. 2,10. V. 8. Post. g. b. 20,34. 1 Kor. 4,12. 1 Tess. 2,9. 2 Kor. 11,9. V. 9. Matt. 10,10. 1 Kor. 9,4.6. 1 Kor. 4,16. 1 Tess. 1,6. V. 10. 1 Mós. b. 3,19. Efes. 4,28. V. 12. Róm. 15,30. 1 Tess. 4,11. V. 13. Gal. 6,9. V. 14. Matt. 18,17. 1 Kor. 5,9.11. V. 15. Gal. 6,1.2. V. 16. Róm. 15,33. 16,20. Fil. 4,9. Matt. 28,20. V. 17. 1 Kor. 16,21. Kól. 4,18.