Framhald: siðaspilling fólksins, þess umvendun, bæn og lofsöngur.

1Vei mér! því mér fer, eins og þá leitað er sumarávaxta eða vínberja, eftir að búið er að hirða; ekkert vínber finnst, sem ætilegt sé, mig langaði til að finna eina árfíkju (en fann öngva).2Guðhræddir menn eru horfnir úr landinu, engi ráðvandur maður finnst meðal fólksins; allir sitja um líf annarra, og hvör leggur net fyrir annan.3Til þess að gjöra illt, leggja menn fram báðar hendur; landshöfðinginn og dómarinn mælast til launa; maktarmennirnir eru bermálir um vonsku sína, og gjöra hana flókna.4Hinn besti meðal þeirra er sem þyrnir, og hinn ráðvandasti eins og þyrnigerði. Hegningardagurinn, sem spámenn þínir hafa fyrir spáð, kemur; þá munu þeir verða úrræðalausir.5Trúið eigi kunningjum yðar, treystið eigi vinum yðar! varðveit munn þinn fyrir þeirri, sem hvílir í faðmi þínum!6því sonurinn fyrirlítur föðurinn, dótturin setur sig á móti móðurinni, tengdadóttirin móti tengdamóður sinni, og heimamennirnir eru óvinir hússbónda síns.
7En eg vil líta upp til Drottins, eg vil bíða eftir Guði míns hjálpræðis; minn Guð mun bænheyra mig.8Gleð þig ekki, óvina mín! þó eg sé fallin, mun eg rísa á fætur aftur; þó eg sitji í myrkri, er þó Drottinn mitt ljós.9Eg vil þola hegningu Drottins, því eg hefi syndgað á móti honum, þar til hann hefir flutt mál mitt og sótt sök mína; hann mun leiða mig út (úr myrkrinu) til ljóssins; þá mun eg þreifa á hans gæsku.10Óvina mín mun sjá þetta, og skammast sín öll, því hún hafði sagt við mig: „hvar er Drottinn, þinn Guð“? Augu mín skulu horfa á hana, þar sem hún verður bráðum undir fótum troðin, eins og saur á strætum.
11Sá dagur kemur, að þínir múrveggir (Jerúsalemsborg!) skulu uppbyggðir verða; en þangað til þessi dagur kemur, líður langur tími.12En þegar sá dagur kemur, munu menn koma til þín frá Assýríalandi og borgum Egyptalands, frá Egyptalandi og allt til Fljótsins (Evfrats), frá hafi til hafs, frá fjalli til fjalls.13Þó skal landið (áður) verða í eyði lagt, sökum innbyggjenda sinna: það verður ávöxturinn af verkum þeirra.
14Gæt þíns fólks með þínum hjarðarstaf: halt þeirri hjörð, sem er þín eign, og sem hún býr ein sér, í skóglendinu mitt á Karmelsfjalli, lát hana ganga í Basans og Gíleaðs haglendi, eins og forðum daga!—15Eg skal láta þig sjá undrunarverð stórmerki, eins og þann dag er þú gekkst út af Egyptalandi.16Heiðingjarnir skulu sjá þau, og skammast sín, allt hvað fræknir þeir eru: þeir munu leggja hönd á munn sér og byrgja fyrir eyru sín;17þeir skulu sleikja duft, sem höggormur; þeir skulu skríða titrandi, sem skriðkvikindi jarðar, fram úr fylgsnum sínum, skjálfa fyrir Drottni, Guði vorum, og óttast þig.

18Hvör er slíkur Guð, sem þú? Hvör eð fyrirgefur syndirnar, og forlætur misgjörðirnar, þeim sem eftir eru af hans eiginlegri eign; hann sem ekki heldur sinni reiði ævinlega, því það er hans unun að vera miskunnsamur.19Hann mun miskunna oss aftur, niðurtroða vorar misgjörðir, og varpa öllum vorum syndum í hafsins djúp.20Þú munt auðsýna Jakobsniðjum þá tryggð, og Abrahamsniðjum þá miskunnsemi, sem þú sórst forfeðrum vorum forðum daga.

V. 8. Óvina mín, líklega meinast Babelsborg.