Bæn um hjálp. Trúartraust.

1Til hljóðfærameistarans með lagi: fordjarfa ekki. Davíðs huggunarljóð, þá hann flýði fyrir Sál í hellirinn a).2Guð vertu mér náðugur! vertu mér náðugur. Því mín sál flýr til þín, eg flý í skugga þinna vængja, þangað til ólukkan er framhjá farin.3Eg kalla til ens æðsta Guðs, til Guðs sem fyrir mig vinnur?4Hann sendir niður af himni og frelsar mig; hann sneypir þá sem vilja uppsvelgja mig. (Málhvíld). Guð sendir sína miskunn og trúfesti.5Mitt líf er meðal ljóna, eg ligg meðal þeirra sem útþeyta eldi, meðal manna, hvörra tennur eru spjót og pílur, og hvörra tungur eru beitt sverð.6Láttu sjá þig, ó Guð! yfir himnunum, og þína dýrð yfir allri jörðinni!7Þeir lögðu net fyrir minn gang, mín sál engdi sig saman, þeir gröf fyrir mig, og féllu sjálfir mitt í hana.8Mitt hjarta er rólegt, ó Guð! mitt hjarta er rólegt; eg vil syngja og spila á hörpu.9Vakna minn andi! vakna mitt hljóðfæri og harpa! eg vil vakna með morgunroðanum.10Drottinn! eg vil lofa þig meðal fólksins, eg vil syngja þér lof meðal þjóðanna,11því þín miskunn er stór, nær til himna og þín trúfesti til skýjanna.12Sýn þig, ó Guð! yfir himininn hafinn, yfir himnana, og þína dýrð yfir alla jörðina!

V. 1. a. 1 Sam. b. 22,1. 24,4.