Um giftingu Tobía.

1Og sem hann kom að húsi Ragúels, gekk Sara móti honum og heilsaði honum, og hann henni; og hún leiddi hann inn í húsið.2Og Ragúel sagði við konu sína Ednu: hvörsu líkur er þessi ungi maður frænda mínum Tobías!3Og Ragúel spurði þá: hvaðan eruð þið bræður? Og þeir svöruðu honum: af Naftali sonum, sem eru herteknir í Niníve.4Og hann sagði til þeirra: þekkið þér bróður minn Tobías? en þeir svöruðu: við þekkjum hann.5Og hann sagði við þá: líður honum vel? en þeir svöruðu: hann lifir og honum líður vel. Og Tobías mælti: hann er minn faðir.6Þá stökk Ragúel upp, og kyssti hann og grét.7Og hann blessaði hann og mælti til hans: ó, þú sonur góðs og ágæts manns! En er hann heyrði að Tobías hefði misst sjónina, varð hann sorgmæddur og grét.8Og Edna kona hans og Sara dóttir hans grétu líka. Og þau tóku vel við þeim og slátruðu ungum hrút, og báru á borð fleiri rétti. En Tobías sagði við Rafael: bróðir Asaría, tala þú um það, sem þú minntist á, á leiðinni, og láttu það mál útkljást.9Og hann sagði Ragúel frá. Og Ragúel mælti við Tobías: et, drekk og lát þér vel falla!10því þér ber að eignast mína dóttur;11þó verð eg að segja þér sannleikann. Eg hefi nú þegar gefið barn mitt 7 mönnum, og jafnsnart sem þeir inngengu til hennar, dóu þeir sömu nóttina. En vertu nú hress og glaður. Og Tobías mælti: eg smakka hér ekkert fyrr en þið lofið og látið mig fá vissu.12Og Ragúel mælti: hana! taktu hana þá upp frá þessu eftir sem lög standa til! þú ert hennar bróðir, og hún er þín. En sá miskunnsami Guð greiði sem best ykkar leið!13Og hann kallaði á Söru dóttur sína, og tók hana sér við hönd og gaf Tobías hana fyrir konu, og sagði: tak hana eftir Móses lögum, og flyt hana heim til föður þíns! og hann blessaði þau.14Og hann kallaði Ednu konu sína, tók blað, og skrifaði kaupmálabréf og innsiglaði það hið sama.15Og þeir tóku til að matast.
16Og Ragúel kallaði á konu sína Ednu, og sagði við hana: systir, tilreið annað herbergi og far með hana (Söru) þangað.17Og hún gjörði, sem hann sagði, og leiddi hana þangað inn; en hún grét. Og hún þurrkaði tárin af dóttur sinni, og mælti til hennar:18vertu örugg barn! Drottinn himins og jarðar gefi þér gleði fyrir þessa þína sorg! vertu örugg dóttir!