Demetríus kemst til ríkis í Sýrlandi. Viðureign Gyðinga við Bakkídes og Nikanor.

1Árið 151 kom Demetríus Selevkusarson frá Rómaborg, steig á land við fáa menn, fór til borgar nokkurar við hafið, og settist þar að ríki.2En það skeði, þegar hann var kominn í höfuðstaðinn, í ríki forfeðra sinna, þá tók herinn Antíokus og Lysias, og ætluðu að færa honum þá.3Þegar hann varð þessa vís, sagði hann: látið mig ekki sjá auglit þeirra.4Síðan myrti herinn þá, en Demetríus settist að ríki.5Til hans fóru allir óhlutvandir og guðlausir Ísraelsmenn; var Alkimus fyrir þeim, hann vildi verða æðsti prestur.6Þeir klöguðu fólkið fyrir kónginum, og sögðu: Júdas og bræður hans hafa afmáð vini þína, og tvístrað oss úr landi voru.7Send þú nú einhvörn mann, sem þú trúir, að hann fari, og sjái alla þá eyðileggingu, sem hann hefir unnið oss, og og landi konungsins, og straffi þá og alla þeirra liðveislumenn.8Nefndi konungur til þess einn af gæðingum sínum, Bakkides, landshöfðingja hinumegin við fljótið, hann var mikils metinn um ríkið, og trúnaðarmaður kóngsins.9Þennan sendi hann, og níðinginn Alkimus, og skipaði honum (æðsta)prestsembættið, og bauð honum að hefna á Ísraelsmönnum;10fóru þeir af stað, og komu við mikinn her til Júdeulands; sendi hann sendiboða til Júdasar og bræðra hans, með friðarboðskap; en svik bjuggu undir.11En þeir gáfu ekki gaum orðum þeirra, því þeir sáu að þeir vóru komnir með mikinn her.12Þá safnaðist fjöldi af skriftlærðum til Alkimusar og Bakkidesar, til að leita réttar.13Asídear urðu fyrstir til þess af Ísraelsmönnum, og báðu þá um frið,14því þeir sögðu: prestur af Aronsætt er kominn með hernum, og mun hann ekki vinna oss mein.15Hann talaði friðlega við þá, sór þeim og sagði: vér skulum ekki leitast við að gjöra yður illt, né bræðrum yðar.16Þá trúðu þeir honum; en hann tók sextíu menn af þeim og drap þá á einum degi, eins og hann (Asaf, sálm. 79,3) hefir skrifað:17þeir hafa úthellt holdi (lífi) og blóði þinna guðhræddu hringinn í kringum Jerúsalem, og þeir áttu engan að, sem jarðaði þá.18Og öllum lýðnum stóð ótti og skelfing af þeim, því þeir sögðu: sannsögli og réttvísi býr ekki með þeim, þar eð þeir rufu samninginn og eiðinn sem þeir sóru.19Bakkides tók sig upp frá Jerúsalem, og setti herbúðir við Beset; hann sendi menn, og lét handtaka marga af þeim, sem strokið höfðu frá honum, og nokkra af fólkinu, og slátraði þeim ofan í stóra brunninn.20Síðan skipaði hann Alkimusi landið, og skildi eftir hjá honum her til liðveislu við hann.21Og Bakkides fór aftur til kónungsins, en Alkimus barðist fyrir prestsembættið.22Og allir söfnuðust til hans, sem vöktu óeirðir meðal þjóðar sinnar, brutu þeir Júdeuland undir sig, og unnu Ísrael stórtjón.23Þegar Júdas sá alla þá ólukku, sem Alkimus og menn hans höfðu gjört Ísraelsmönnum, meir en heiðingjarnir,24þá fór hann hringinn í kring, innan allra Júdeu takmarka, og hefndi á strokumönnunum, og vóru þeir hindraðir frá að fara yfir landið.
25En þegar Alkimus sá að Júdas efldist og menn hans, og vissi, að hann gat ekki staðist fyrir þeim, þá hvarf hann aftur til kóngsins, og klagaði þá um illvirki.26Þá sendi kóngurinn Nikanor, einn af sínum frægu höfðingjum, sem hataði Ísraelsmenn, og var óvinur þeirra, og bauð honum að afmá þjóðina.27Nikanor fór til Jerúsalemsborgar með miklu liði, sendi til Júdasar og bræðra hans, með svikum, en lét skila svolátandi friðarboðum:28ekki skal stríð vera milli mín og yðar, eg ætla að koma með fáa menn, til að sjá yður með friði.29Kom hann til Júdasar, og heilsuðust þeir friðsamlega, en óvinirnir voru reiðubúnir til að grípa Júdas með valdi.30Júdas komst að þessari ráðagjörð, að hann var kominn til hans með vélahug, stóð honum því stuggur af honum, og vildi ekki sjá hann framar.31Þegar Nikanor vissi, að ráð hans var orðið opinbert, fór hann, og ætlaði að mæta Júdasi í orrustu við Kafarsalama.32Þar féllu af Nikanor eitthvað fimm þúsund manns, en hinir flýðu til Davíðsborgar.
33Eftir þessa viðburði fór Nikanor upp á Síonsfjall, þá fóru sumir af prestunum út úr helgidóminum, og nokkrir af öldungum lýðsins, til að kveðja hann friðsamlega, og sýna honum brennifórnina, sem offruð var fyrir kónginn.34En hann smánaði þá og spottaði, og meiddi (í orðum) og talaði drembilega.35Hann fór í bræði, og sagði: verði ekki Júdas og her hans seldur mér í hendur strax, þá skal það ske, auðnist mér að koma aftur heilum, að eg skal brenna þetta hús (musterið), síðan fór hann í burt stórreiður.36Prestarnir fóru inn, numu staðar fyrir framan altarið í musterinu, grétu, og mæltu:37Þú, Drottinn! útvaldir þetta hús, að nafn þitt skyldi verða ákallað í því, og að það skyldi vera bæna og áköllunarhús fyrir þinn lýð.38Hefndu á þessum manni og liði hans, og láttu þá falla fyrir sverði; minnstu smánarorða þeirra, og gef þeim (hér) ekki samastað.39Þegar Nikanor var farinn úr Jerúsalem, setti hann herbúðir við Betóron; þar mætti honum her úr Sýrlandi.40En Júdas setti herbúðir í Adasa við þrjú þúsund manns; og Júdas baðst fyrir, svo mælandi:41þegar sendimenn Assýríukonungs lastyrðu (þig), þá útgekk engill þinn, Drottinn! og sló hundrað og áttatíu og fimm þúsundir af þeim, (Es. 37,36).42Slá þú nú eins her þenna í dag, að oss ásjáendum, og lát þú hinum öðrum skiljast, að þeir hafi talað illa um helgidóm þinn, og dæm þú hann (Nikanor) eftir illsku hans.43Herliðunum sló saman í orrustu á þrettánda degi mánaðarins adar; beið Nikanors her ósigur, og féll hann sjálfur fyrstur í stríðinu;44En þegar lið hans sá, að Nikanor var fallinn, fleygðu þeir vopnum og flýðu;45Eltu hinir þá heila dagleið frá Asada til Gasera, og blésu í merkilúðra bak við þá.46Þá komu menn út úr öllum þorpum umhverfis í Júdeu, og gjörðu út af við þá, en gengu í lið með þeim (Júdasi); féllu hinir allir fyrir sverði, svo ekki komst einn einasti þeirra af.47Þar tóku þeir ránsfé að herfangi, hjuggu höfuðið af Nikanor og hægri höndina, sem hann hafði útrétt drembilega, fluttu með sér, og hengdu upp fyrir utan Jerúsalem.48Þá var lýðurinn yfirburðaglaður, og héldu þeir þennan dag hátíðlegan eins og mikinn gleðidag.49Og ákváðu, að árlega skyldi halda helgan þennan dag, hinn þrettánda í (mánuðinum) adar.50Var nú kyrrt í Júdeu um lítinn tíma.