Alkimus áleitni. Nikanors herför, svik í tryggðum.

1Að þremur árum liðnum spurði Júdas, að Demetríus Selevksson væri kominn á höfn í Tripolis með mikinn her og skipaflota,2að hann hefði náð undir sig landinu og drepið Antíokus og fóstra hans.3En Alkimus nokkur, sem áður hafði verið æðsti prestur, og viljuglega flekkaði sig á óreglutímanum, og sem sá, að hvörnig sem færi, væri sér engin heilla von, og aðgangur til þess helga altaris stæði sér ekki framar opinn,4gekk fyrir kóng Demetríus árið 151, og færði honum gullkrans og pálmaviðargrein og þar að auki viðsmjörsviðargrein sem sýndist vera ein af musterisins. En þann sama dag hélt hann sér enn nú í taumi.5En hans fásinna fékk hentugt tækifæri, þá hann var af Demetríus kallaður á ráðssamkomuna og spurður hvaða sinnislag og ráðagjörðir Gyðingar nú hefðu. Hér til svaraði hann.6Þeir af Gyðingum sem kallast Asidear, hvörra foringi Júdas Makkabeus er, ala á stríði og uppreisn, og láta ei ríkið hafa frið,7því er eg, sviptur þeirri tign er eg var borin til, eg meina höfuðprestsembættinu, hingað kominn,8fyrst og fremst af hollustu við kóngsins málefni, og síðan líka mínum landsmönnum í hag; því sökum fásinnu þeirra nefndu manna, fer þjóð vorri æ meir og meir hnignandi.9Afla þér nú, ó konungur, sannfæringar um allt þetta, og veittu ásjá voru landi og voru aðþrengda fólki, samkvæmt þeim milda mannkærleika, er þú auðsýnir öllum.10Því svo lengi sem Júdas er á lífi, er það ómögulegt, að ríkið fái frið.
11En er hann hafði þetta mælt, leituðust hinir aðrir vinir kóngsins við, sem var gramt í geði við Júdas, að uppæsa Demetríus enn meir.12Þá lét hann Nikanor, sem var höfuðsmaður yfir fílunum, koma fyrir sig, gjörði hann hershöfðingja í Júdalandi og sendi hann frá sér,13og skipaði honum að drepa Júdas sjálfan, og tvístra hans flokki, og setja Alkimus höfuðprest þess mikla musteris.14Þeir af heiðingjum sem fyrir Júdas höfðu flúið úr Júdalandi, hlupu nú hópum saman til Nikanors, því þeir bjuggust við, að Gyðinga ógæfa og slysfarir mundu verða þeim að gæfu.
15En þegar Gyðingar fréttu Nikanors herför og árás heiðingja, stráðu þeir mold yfir sig, og grátbændu þann, sem hafði útvalið sitt fólk að eilífu, og ætíð með bersýnilegri aðstoð annast sína eign.16Að boði síns fyrirliða tóku þeir sig upp þaðan, og hittu hina (óvinina) hjá þorpinu Dessau.17Símon, bróðir Júda, barðist við Nikanor, en leið nokkuð manntjón, af sviplegri hræðslu fyrir óvinunum.18Samt fór það svo, þar eð Nikanor spurði hvað hraustur Júdas var og hans menn, og hvílíka hugprýði þeir létu í ljósi í bardögunum fyrir föðurlandið, óttaðist hann að láta til stáls sverfa.19Því sendi hann Posídóníus og Teódótus og Mattatías, til að bjóða og þiggja frið.20Þegar menn lengi höfðu yfirvegað þessa sök, og fyrirliðarnir höfðu lagt allt niður fyrir fólkinu, og allir voru orðnir á einu máli, samþykktist sáttargjörðin.21Og þeir tiltóku dag á hvörjum þeir einir skyldu finnast; og sem hann kom, settu menn á báðar hendur sinn stól handa hvörjum.22En Júdas hafði sett vopnaða menn á hentugan stað, sem skyldu vera viðbúnir, svo óvinirnir gæti sviplega haft nein svik við. Og svo ræddust þeir við friðsamlega og kom allt ásamt með þeim.23Nikanor staðnæmdist nú í Jerúsalem og aðhafðist engin rangindi, heldur lét frá sér sinn mikla her.24Hann hafði Júdas ávallt í heiðri, og var af hjarta manninum unnandi.25Hann réði honum að gifta sig, og afla barna. Hann gifti sig (líka), hafði velgengni, naut lífsins.
26En þá Alkimus spurði þeirra innbyrðis vinskap og sáttagjörðina þeirra í milli, þótti honum vænkast ráðið og kom til Demetríus og sagði honum, að Nikanor inni honum í óhag; því hann væri búinn að lofa Júdasi, ríkisins óvin, að hann skuli verða sinn eftirmaður.27Kóngi gramdist þetta, og tilegndur af rógi skálksins, skrifaði hann Nikanor og sagði sér líkaði ei sáttagjörðir, og skipaði að Júdas skyldi sem skjótast sendast sem fangi til Antíókíu.28Þá Nikanor fékk þetta að sjá, varð hann hissa og undi því illa, að hann skyldi verða að rjúfa sættina, þegar maðurinn hafði þó ekkert rangt aðhafst.29En þar eð hann dirfðist ei að brjóta móti konunginum, beið hann tækifæris að koma þessu fram með kænsku.30En Makkabeus tók eftir því, að Nikanor fór að verða óvingjarnlegur við hann og í venjulegu viðmóti ókurteisari, og fór því að gruna, að slík óvinsemi boðaði ekkert gott, safnaði þess vegna ei allfáum af sínum mönnum, og fól sig fyrir Nikanor.
31Þegar þessi sá að maðurinn hafði svo heiðurlega farið á bak við sig, gekk hann í það mikla og heilaga musteri, meðan prestarnir voru að frambera tilhlýðandi fórnir, og bauð að framselja manninn.32En er þeir svöruðu og lögðu eið við, að þeir vissu ei hvar sá væri sem hann leitaði að:33hóf hann upp sína hægri hönd til musterisins, og sór: Ef þér framseljið mér ekki Júdas bundinn, svo skal eg niðurrífa í botn og grunn þetta musteri, og fella altarið og setja á þessum stað (vínguðnum) Bakkus prýðilegt musteri.34Að svo mæltu gekk hann burt. Þá hófu prestarnir sínar hendur til himins og ákölluðu þann, sem ætíð verndar vort fólk og sögðu svo:35Drottinn, þú sem einkis hlutar þarfnast, þér hefir þóknast að musteri þíns bústaðar skyldi vera vor á meðal,36svo viðhalt þú nú, allra heilagasti herra, að eilífu óflekkuðu þessu nú rétt nýlega hreinsaða húsi!
37En Nikanor var vísað á mann nokkurn, Nasis (að nafni), einn af öldungunum í Jerúsalem, sem elskaði borgina og hafði ágætt mannorð og vegna sinnar góðvildar, var kallaður faðir Gyðinganna.38Því hann hafði á fyrri tímum komið til vegar aðgreiningar hætti Júdadómsins og framselt líkama og sál fyrir gyðingatrúna með allri staðfestu.39Þar eð Nikanor vildi nú sýna, hvílíkt hatur hann hefði á Gyðingum, sendi hann meir en 5 hundruð stríðsmenn, til að grípa hann.40Því hann hugsaði, að þá hann tæki þennan fastan, ynni það hinum (öðrum) mikið tjón.41En er flokkurinn vildi taka turninn, ruddist inn í dyr forgarðsins og lét koma með eld, til að kveikja í dyrunum, og menn einmitt ætluðu að handtaka hann, lagði hann sig í gegn með sverði,42því hann vildi heldur deyja með hugprýði en komast á vald þeirra óguðlegu og verða fyrir misþyrmingum, sem hans eðallyndi hafði ei verðskuldað.43En þar eð hann hafði ekki, af því hættuna bar svo fljótt að hendi, lagt sig vel í gegn og hópurinn nú þegar ruddist inn um dyrnar, hljóp hann sem hetja til múrsins og steypti sér karlmannlega niður í fólks(þyrpinguna).44Og sem það hopaði strax frá og bil varð á milli, féll hann mitt á það auða rúm.45Enn var hann lifandi; og upptendraður af geði stóð hann upp, þó blóðið rynni í lækjum og sárin væru mikil, og hljóp mitt um fólksþyrpinguna upp á brattan klett,46tók, þó allt blóð væri úr honum runnið, innyflin út með báðum höndum, kastaði þeim á fólkið, og í því hann ákallaði herra lífsins og andanna, og bað hann að gefa sér þau aftur á sínum tíma, uppgaf hann sinn anda, á þennan hátt.

V. 38. Komið Gyðingum til að blanda sér ei saman við aðrar þjóðir í trúarbragða sökum.