Davíð kemst aftur til Jerúsalem.

1Og Jóab var sagt frá þessu, sjá! konungurinn syrgir og grætur Absalon!2Og sigurinn varð á þeim degi að sorg fyrir allt fólkið, því fólkið heyrði þann sama dag, að menn sögðu: konungurinn harmar son sinn,3og fólkið stalst á þeim degi inn í staðinn, eins og það fólk læðist inn, sem hefir orðið fyrir þeirri sneypu að flýja úr orrustu.4Og konungurinn byrgði sitt andlit, og konungurinn kveinaði hástöfum: sonur minn Absalon! Absalon, sonur minn, sonur minn!5Þá gekk Jóab fyrir konung inn í húsið og mælti: þú hefir í dag sneypt andlit allra þinna manna, sem hafa í dag frelsað líf þitt og sona þinna og líf þinna frillna,6þú elska þá sem þig hata, og hatar þá sem þig elska; því þú hefir í dag sýnt það, að þú metur einkis þína höfuðsmenn og þénara; því eg sé það nú, að lifði Absalon, og við allir hefðum fallið í dag, mundi þér þykja það maklegt.7Og stattu nú upp og gakk út og talaðu vinsamlega við þína þjóna, því eg sver þér við Drottin, að ef þú gengur ekki út, svo verður enginn maður hjá þér þessa nótt alla; og það verður þér verra, en allt það illt sem yfir þig hefir komið frá barnæsku og til þessarar stundar.8Þá stóð konungur upp og settist í borgarhliðið. Og menn sögðu það öllu fólki, og mæltu: sjá! konungurinn situr í borgarhliðinu. Þá kom allt fólkið fyrir konunginn, en Ísrael var flúinn, hvör til síns heimilis.
9Og allt fólkið af Ísraels kynkvíslum þráttaði og sagði: konungurinn hefir leyst oss af hendi vorra óvina, og hann hefir frelsað oss af hendi Filisteanna, og nú er hann flúinn úr landi fyrir Absalon.10Og Absalon sem vér smurðum til kóngs yfir oss er fallinn í orrustu. Því haldið þér nú kyrru fyrir og sækið ekki konunginn?
11En Davíð kóngur sendi til prestanna Sadoks og Abiatars og mælti: talið við þá elstu í Júda og segið: hvar fyrir viljið þér vera þeir seinustu að flytja kónginn heim til sín aftur, þar eð tal alls Ísraels er komið til kóngsins, í hans húsi?12Þér eruð mínir bræður; mín bein og mitt hold a) eruð þér, og hvar fyrir viljið þér verða seinastir til að flytja kónginn til baka.13Og segið Amasa þau mín orð: ert þú ekki mitt hold og bein? Guð gjöri mér það, og ennframar b)! ef þú skalt ekki vera minn hershöfðingi alla tíma í Jóabs stað!14Og hann hneigði hjörtu allra Júda manna sem eins manns, og þeir sendu konungi þessi orð: „kom þú til baka og allir þínir þjónar“.15Og svo kom konungurinn til baka og að Jórdan, og Júda kom til Gíleað móti konungi til að flytja hann yfir Jórdan.
16Þá kom Simeí, sonur Gera, Benjamínítinn c), með flýtir frá Bakurim og fór á móti konunginum Davíð með Júdamönnum,17og þúsund manns af Benjamín með honum, og Siba d), þénari Sáls húss og hans 15 synir og 20 þrælar með honum, og þeir fóru yfir Jórdan á móti konungi.18En ferja var á ánni, til að sækja kóngsins hús, og til að gjöra hvað hann vildi, og Simeí, sonur Geras, féll til fóta konungi, þá hann fór yfir Jórdan.19Og hann sagði við konunginn: minn herra tilreikni mér enga synd, og hugsi ekki til þess, hvörsu þinn þræll hagaði sér, á þeim degi er minn herra konungurinn fór frá Jerúsalem, svo að konungurinn gefi því gaum!20Því eg þinn þræll veit að eg syndgaði; og sjá! eg er í dag fyrstur kominn, af Jóseps húsi, til að mæta mínum herra konunginum.21Þá tók Abísai Serujason til orða og mælti: ætti ekki Simei að missa lífið fyrir það, að hann hefir formælt Drottins smurða?22Og Davíð sagði: hvað hefi eg við yður að sýsla, þér Serujasynir e), að þér í dag verðið mínir mótstöðumenn f)? veit eg ekki að í dag verð eg kóngur í Ísrael?23Og konungur mælti við Simei: þú skalt ekki deyja! og konungur sór honum það.
24Og Mefiboset a) sonur Sáls kom á móti konunginum; hann hafði hvörki þvegið sína fætur, né greitt sitt skegg, né þvegið sín klæði, frá þeim degi sem kóngurinn flýði, allt til þess dags, þá hann lukkulega kom heim aftur.25Og þá hann kom á móti konunginum í Jerúsalem, sagði kóngur við hann: því fórstu ekki með mér Mefiboset?26Og hann svaraði: minn herra konungur! þræll minn prettaði mig, því þinn þénari hugsaði: eg skal söðla minn asna og ríða honum og fara til kóngsins, því fótlami er þinn þénari.27Og hann hefir rægt mig við minn herra konunginn; en minn herra kóngurinn er sem Guðs engill b)! gjör nú hvað þér gott þykir.28Því ekki átti allt míns föðurs hús annað skilið af mínum herra konungi enn dauðann, og þó settir þú þinn þjón meðal þinna mötunauta c). Og hvörn rétt hefi eg þá, og hvörs skal eg biðja konunginn framar?29Og konungurinn svaraði honum: hvað viltu þá meira tala? Eg segi: þú og Siba skuluð skipta ökrunum milli ykkar d).30Og Mefiboset sagði við konung: hann má taka þá alla, fyrst að minn herra konungurinn er lukkulega heim aftur kominn í sitt hús.
31Og Gíleaðítinn Barsillaí kom frá Roglim og fór með konunginum yfir Jórdan og fylgdi honum yfir Jórdan.32En Barsillaí var mikið gamall, áttræður maður, hann hafði fært konungi vistir, meðan hann var í Mahanaim c), því hann var mikið auðugur maður.33Og konungur sagði við Barsillaí, kom þú nú með mér, eg vil hafa þig hjá mér í Jerúsalem og ala önn fyrir þér.34Og Barsillaí svaraði konungi: hvörsu margir munu verða dagar minna lífs ára, að eg skyldi fara með konunginum til Jerúsalem?35Í dag er eg áttræður; ætla eg geti gjört grein á illu og góðu? eða ætla þinn þjón finni smekk af því sem hann etur og drekkur? eða get eg enn þá með heyrninni haft unaðsemd af söngmanna og söngkvenna róm? og hvar fyrir skyldi þinn þjón vera til armæðu mínum herra konunginum?36Fyrir stuttan tíma mundi þinn þjón fara með þér yfir Jórdan, og hvarfyrir skyldi konungurinn veita mér þessa velgjörð?37Láttu þinn þjón snúa heimleiðis, að eg deyi í mínum stað, nálægt gröf föður míns og móður minnar. En sjá! þinn þjón Kímham mun fara yfir ána með mínum herra konunginum, og gjör þú við hann hvað þér gott þykir!38Og konungur mælti: Kímham skal fara með mér, og eg skal gjöra við hann hvað þér gott þykir, og við þig skal eg gjöra hvað sem þú óskar.39Og svo fór allt fólkið yfirum Jórdan, og kóngurinn fór yfirum og konungurinn kyssti Barsillaí og hann kvaddi hann, og hann fór heim til sín aftur.40Og konungurinn hélt áfram til Gilgal f), og Kímham fór með honum og allt fólkið, og Júdamenn fluttu kónginn og helftin af Ísraelsfólki.
41En sjá! allir menn af Ísrael komu til kóngsins, og sögðu við kónginn: hvörs vegna hafa vorir bræður Júdamenn stolið þér og flutt þig og þitt hús yfir Jórdan og alla Davíðs menn með þér.42Og allir Júdamenn svöruðu Ísraels mönnum: af því konungur er oss nákomnari g). Og hvörs vegna reiðist þú af þessu? Höfum vér (nokkuð) etið af kónginum h)? eða hefur hann gefið oss gáfur?43Og Ísraelsmenn svöruðu Júdamönnum og sögðu: 10 parta af konunginum og af Davíð líka á eg framyfir þig. Og hvarfyrir hefir þú metið mig lítils? Og var eg ei sem fyrst lagði það til, að sækja skyldi minn konung aftur? Og tal Júdamanna var harðara en tal Ísraelsmanna.

V. 12. a. v. 13. Kap. 5,1. V. 13. b. Kap. 3,9.35. V. 16. c. 1 Kóng. 2,78. fl. V. 17. d. Kap. 9,2. 16,1. V. 22. e. 2 Kóng. 3,13. f. Matth. 16,23. V. 24. a. Kap. 9,6. V. 27. b. Kap. 14,17. Postgb. 6,15. V. 28. c. Kap. 9,11. V. 29. d. Kap. 9,10. 16,4. V. 31. 1 Kóng. 2,7. fl. V. 32. e. Kap. 17,27. V. 40. f. Sbr. v. 15. V. 42. g. Sbr. v. 12. h. Aðrir: hefir hann fengið oss vistir. V. 43. Sjá 9. v. þessa kapít. Júda voru tvær, Ísrael 10 ættkvíslir; því þóttist Ísrael eiga 10 parta af kónginum.