Hóseas kennir, að skurðgoðadýrkun og drambsemi Ísraelsmanna hafi bakað þeim maklega hegningu Guðs.

1Þegar Efraimsætt talaði, stóð Ísraelsmönnum ógn af henni; en hún glæptist á Baal, og það varð hennar dauðamein.2Þeir halda enn áfram að syndga, og gjöra sér steyptar goðalíkneskjur af því silfri, sem þeir eiga; allar þær líkneskjur eru tilbúnar eftir hugviti þeirra, og smíðaðar af hagleiksmönnum. Um þessar líkneskjur segja þeir: hvör maður, sem færir fórnir, skal kyssa kálfana.3Þess vegna skulu þeir verða sem ský á morgni dags, eins og dögg, sem snögglega hverfur, eins og sáðir, sem fjúka af láfanum, eins og reykur upp úr reykháf.
4Eg er Drottinn, þinn Guð, (sem frelsaði þig) frá Egyptalandi; þú áttir því engan Guð að játa, nema mig einan, því enginn er hjálpari, nema eg.5Eg tók þig að mér í eyðimörkinni, því hinu þurra landinu;6þeir fengu saðning sinn, eins og þá lysti til, en þegar þeir voru saddir orðnir, þá metnaðist hjarta þeirra, og þess vegna gleymdu þeir mér.7Nú skal eg verða þeim eins og ljón, eins og pardusdýr, sem situr fyrir ferðamönnum;8eg skal mæta þeim eins og birna, sem misst hefir húna sína; eg skal sundurrífa þeirra brjóst og eta þá þegar í stað, sem ljónsmæðra: skógardýrin skulu sundurrífa þá.
9Það verður þér að tjóni, Ísraelslýður, að þú rís í gegn mér, hjálpara þínum.10Hvar er nú konungur þinn, að hann hjálpi þér í öllum þínum borgum? og dómarar þínir, er þú baðst um, þá þú sagðir, „gef mér konung og höfðingja“?11Eg gaf þér konung í reiði minni, og í bræði minni tók eg hann aftur á burt.12Misgjörðir Efraims eru samansafnaðar í eitt, hans syndir eru geymdar (Job 14,17);13harmkvæli jóðsjúkrar kvinnu skulu yfir hann koma; hann er heimskt barn: þó stundin sé komin, kemur hann ekki fram að fæðingarstaðnum.
14Eg vildi þó frelsa þá frá heimi myrkranna, og leysa þá frá dauðanum; dauði! eg vildi vera þín drepsótt: myrkraheimur! eg vildi vera þitt dauðamein; en—öll meðaumkvun víkur frá mér.15Þess vegna, þó hann (Efraim) nú blómgist meðal bræðra sinna, skal austanstormur koma, og Drottins veður upp stíga af eyðimörkinni, þá skulu hans vatnslindir þorna, og hans uppsprettubrunnar þjóta, og veðrið skal burtu svipta öllum hans gripum og gersemum.

V. 3. Sáðir, kornhýði; láfi, sjá 9, 1. 2. V. 13. Meiningin er: Efraims ættkvísl skal sæta þyngstu hegningu, þar eð hún er þrálát í hinu vonda og vill eigi endurfæðast til betra lifnaðar. V. 15. Austanstormur, Drottins veður, þ. e. Assyríukonungur, hvörn Guð sendi til að framkvæma sinn refsidóm á Gyðingum.