XIII.
Þá Efraím kenndi svo hræðilega þá var hann upphafinn í Ísrael. Eftir það syndguðust þeir á Baal og urðu þar fyrir deyddir. En þeir gjöra nú miklu meiri syndir og af þeirra silfurmyndum sem þeir kunna sjálfir upp að þenkja, sem er skúrgoð og eru þó ekki annað en smiðsins gjörningar, af þeim sömu prédika þeir. Hver sem kálfinn vill [ kyssa hann skal manni offra. Þeir sömu skulu hafa morgunskýin og þá dögg sem fellur snemma, já líka sem agnir feykjast úr vindskuflu í kornhlöðu eður sem reykur úr skorsteini.
En eg er Drottinn þinn Guð af Egyptalandi og þú áttir öngvan annan Guð að þekkja utan mig og öngvan hjálpara utan mig alleina. Eg tók þig til mín í eyðimörkinni, í því þurra landi, en þá þeir fengu fæði og urðu saddir og höfðu nóg þá upphóf þeirra hjarta sig og því gleymdu þeir mér.
Þar fyrir vil eg nú vera þeim sem eitt león og sem eitt pardus vil eg umsitja þá á veginum. Eg vil mæta þeim sem eitt bjarndýr það húna sína misst hefur, eg vil sundurrífa þeirra harðúðigt hjarta og eg vil uppeta það sem eitt león og villudýrin skulu í sundur rífa þá. [
Ísrael, þú kemur þér í [ ólukku því þín hjálp er alleinasta hjá mér. Hvar er þinn kóngur sem þér hjálpa kann í öllum þínum stöðum og þínir dómendur um hverja þú sagðir: „Gef mér kónga og höfðingja“? Nú vel, eg gaf þér einn kóng í minni reiði og eg vil í burt taka hann frá þér með grimmd.
Efraíms ranglæti er til samans bundið og hans syndir eru geymdar. Því þeir skulu fá hryggð líka sem sú eð fæðir. Því þeir eru óforsjáleg börn. Sú tíð skal koma að þeir skulu ekki þola við að vera fyrir hörmung barnanna.
En eg vil leysa þá af helvíti og frelsa þá frá dauðanum. Dauði, eg vil vera þínn [ óljúfan, helvíti, eg vil vera þín drepsótt. [ Þó er hjálpræðið hulið fyrir mínum augum því hann skal bera ávöxt á meðal bræðranna. Þar skal koma einn austanvindur, Drottinn skal uppstíga af eyðimörkunni og uppþurrka þeirra brunna og tilbyrgja þeirra uppsprettur og hann skal í burt taka alla þeirra bestu klenódíur og yppustu dýrindisgripi. [
Samaria skal í eyðileggjast því þeir eru sínum Guði óhlýðugir. Þeir skulu falla fyrir sverði og þeirra ungbörn skulu í sundurmerjast og þeirra þungaðar kvinnur skulu í sundur slitnar verða.