Drottinn eyðir óvinum síns fólks: lofsöngur um vernd Drottins. Drottinn hirtir sitt fólk til að betra það.

1Á þeim degi mun Drottinn með hinu harða, mikla og sterka sverði sínu vinna á hinum mikla dreka, bæði þeim drekanum, sem er eins og beinvaxinn ormur, og á hinum, sem er eins og hringlaginn ormur; hann mun og bana ófreskjunni, sem í hafinu er.2Á þeim degi skuluð þér kveða söng á víxl hvör við annan, um hinn lystilega víngarð a):3„Eg Drottinn vernda hann, og vökva hann á hvörri stund; eg gæti hans nótt og dag, svo enginn grandi honum“.4„Eg hefi engan múrvegg. Eg vildi óska, að eg hefði girðingu af þyrnum og þistlum!“ „Eg skyldi herja á hana og brenna hana alla saman.5Haldi hann (víngarðurinn) sér heldur föstum við mína vernd! Gjöri hann frið við mig! við mig á hann að gjöra frið.6Jakobsætt skal á síðan festa rætur, og Ísraels lýður blómgast og dafna, og uppfylla heimskringluna með ávöxtum.
7Hefir hann slegið þá, eins og hann sló þann, sem plágaði þá? eða deyddi hann þá, eins og hann deyddi banamenn þeirra?8Harðlega hegndir þú þjóðinni b), þegar þú rakst hana frá þér, og hreifst hana burt í hvössum vindi, á degi austanstormsins.9En þar með afplánast líka misgjörð Jakobsniðja, og ávöxturinn er einmitt sá, að syndir þeirra verða afmáðar, með því að hann gjörir öll steinölturun að sundurslegnum kalksteinum, og astörtulíkneskjur og aðrar goðalíkneskjur hafa ekki stað framar.10Því hin víggirta borg skal verða eyðileg, eins og afréttur, einstæð og yfirgefin, eins og öræfi, þar sem kálfar ganga, og liggja, og bíta kvistuna:11þar sem stönglarnir skrælna og brotna, svo konur koma og hafa þá til eldsneytis. Af því þessi þjóð hefir engan skilning, þess vegna getur hann, sem skóp hana, ekki verið henni miskunnsamur, og hann, sem myndaði hana, ekki verið henni líknsamur.12En á síðan mun Drottinn slá ávöxtinn af trjánum, allt í frá straumum Fljótsins og til Egyptalækjar; og þér, Ísraelsmenn, munuð samantíndir verða einn eftir annan.13Á þeim degi mun stór básúna viðkveða, og þá munu þeir koma, hinir töpuðu í Assýralandi og hinir útreknu í Egyptalandi, og þeir munu tilbiðja Drottin á fjallinu helga í Jerúsalemsborg.

V. 2. a. Þ. e. um Ísraelsmenn. V. 8. b. Hebr. „Þú ávítaðir hana með hörðum ávítum“.