Jótams ríkisstjórn. (2 Kgb. 15,32–38).

1Jótam hafði 5 um tvítugt þá hann varð kóngur og ríkti 16 ár í Jerúsalem. En móðir hans hét Jerúsa, dóttir Sadoks.2Hann gjörði það sem rétt var í augsýn Drottins, algjörlega, eins og Usía, faðir hans hafði gjört; einungis gekk hann ekki í musteri Drottins, og enn aðhafðist fólkið illt.3Og hann byggði það háa port á Drottins húsi og vann mikið að því að byggja múrinn á hæðinni.4Og borgir byggði hann á Júdafjöllum, og í skógunum byggði hann kastala og turna.5Og hann átti stríð við kónga Ammonssona, og sigraði þá, og Ammonssynir gáfu honum á sama ári 100 vættir silfurs og 10 þúsund kor af hveiti og bygg 10 þúsund. Þetta tolluðu honum líka Ammonssynir á öðru ári og á þriðja.6Og Jótam varð voldugur, því hann gekk þá réttu leið fyrir Drottni sínum Guði.
7En hin önnur saga Jótams og öll hans stríð og hans verk, sjá! það er skrifað í bók Ísraels- og Júdakonunga.8Fimm um tvítugt hafði hann þá hann varð kóngur og 16 ár ríkti hann í Jerúsalem.9Og Jótam lagðist hjá sínum feðrum, og menn grófu hann í Davíðsborg. Og Akas sonur hans varð kóngur í hans stað.

V. 3. Múrinn á hæðinni þ. e. austan til á Síon.