Amos afmálar þá ógæfu, sem lá fyrir Ísraelsmönnum; upphvetur þá til réttvísi; varar þá við hjáguðadýrkun.

1Heyrið þetta orð, sem eg mæli við yður, Ísraelsmenn! það er harmakvæði.2Ísraelsjungfrú er fallin, og stendur ekki upp framar; henni er varpað til jarðar, og engi reisir hana á fætur.3Því svo segir Drottinn alvaldur: sú borg, sem sendi frá sér 1000 manns, skal hafa eftir 100, og sú sem sendi 100, skal hafa 10 eftir handa Ísraels þjóð.
4Svo segir Drottinn til Ísraelsmanna: leitið mín, og munuð þér lifa!5Leitið ekki til Betels! komið eigi til Gilgals! farið ekki til Berseba! því Gilgal skal herleidd verða, og Betel verða að auðn.6Leitið Drottins, og munuð þér lifa! Ella mun hann yfirfalla Jósepsætt, sem eldur, og sá eldur skal eyða henni, og enginn í Betel skal fá þann eld slökktan.7Þér, sem umhverfið lagaréttinum í ólyfjan, og varpið réttvísinni til jarðar,8leitið hans, sem skóp sjöstjörnuna og Oríon; sem gjörir niðmyrkur að björtum morgni, og dag að dimmri nótt; sem kallar til sjávarvatnsins, og eys því yfir jörðina: Drottin er hans nafn;9hans, sem lætur tjónið upp renna yfir hinn volduga, svo að eyðilegging kemur yfir víggirta staði.10Þegar þeir eru á þingum, hata þeir þann sem dæmir, og hafa viðbjóð á þeim, sem talar satt.11Þess vegna, sökum þess þér fóttroðið lítilmagnann, og kúgið af honum kornskatt, þá hafið þér byggt yður hús af höggnum steinum, en þér skuluð ekki í þeim búa; þér hafið plantað lystilega víngarða, en þér skuluð ekki drekka vínið, sem kemur af þeim:12Því eg veit, að yðar misgjörðir eru miklar, og yðar syndir margar. Þeir þröngva hinum saklausa, þiggja mútu, og halla rétti fátækra manna á þingum.13Þess vegna, hvör sem á þessum tíma er hygginn, sá þegir; því þessi tími er vondur.14Leitið hins góða, en eigi hins illa, svo þér megið lifa! þá mun Drottinn, Guð allsherjar, vera með yður, eins og þér nú hrósið.15Hatið hið vonda, og elskið hið góða, og eflið lög og réttindi á þingum; þá mun Drottinn, Guð allsherjar, miskunna sig yfir þá, sem enn eru eftir af Jósepsætt.
16En sannarlega—svo segir Drottinn, Guð allsherjar, hinn Alvaldi—á öllum torgum skal heyrast harmakvein, og á öllum strætum skal sagt verða, „vei, vei“! ; menn skulu kalla akurmanninn til sorgarhátíða, og bjóða þangað hvörjum sem kann harmakvæði;17og í öllum víngörðum skal harmakvein heyrast, þegar eg fer í gegnum land þitt, segir Drottinn.18Vei þeim, sem óska, að hegningardagur Drottins komi! Hví skuluð þér æskja hegningardags Drottins? Hann er dimmur, en ekki bjartur.19Eins og ef maður flýi undan ljóni, en yrði þá vegi fyrir bjarndýri, kæmist þó heim og styddi hendi sinni við húsvegginn, en þá biti höggormur hann:20er ekki (á líkan hátt) reiðidagur Drottins dimmur, en ekki bjartur? jú, myrkur er hann, og án nokkurar ljósglætu.21Eg hata, eg fyrirlít yðar helgidaga, og hefi enga velþóknun á yðar hátíðasamkomum.22Þó þér fórnið mér brennifórnum og matarfórnum, þá þóknast mér þær ekki, og eg vil ekki líta við þakkarfórnum af yðar alifé.23Burt frá mér með glauminn yðvarra söngva! Eg vil ekki heyra hljóminn yðvarra harpna.24Látið heldur réttinn framfljóta sem vatn, og réttlætið sem sírennanda straum.25Var það mér til heiðurs (dýrðar), Ísraelsmenn, að þér færðuð brennifórnir og matarfórnir þau 40 ár, sem þér voruð í eyðimörkinni?26Nei! þér báruð tjald yðvars Móloks, og Kíún, yðar líkneski, stjörnu yðvars guðs, er þér höfðuð gjört yður.27Eg vil því flytja yður í útlegð yfir fyrir Dammaskusborg, segir Drottinn, Guð allsherjar; það er hans nafn.

V. 6. Jósepsætt þ. e. Efraímsætt, aðalættkvísl Ísraelsríkis. V. 8. Oríon, stjörnuflokkur, er svo heitir; í honum er Oríonsbelti (Fjósakonurnar) og Oríonssverð (Fjósakarlarnir). V. 26. Kíún halda menn sé sú reikandi stjarna, er kallast Satúrnus.