1Heyrið þetta orð, sem ég mæli yfir yður sem harmkvæði, þér Ísraelsmenn!2Fallin er mærin Ísrael, rís aldrei aftur, flöt liggur hún á sínu eigin landi, enginn reisir hana.3Svo segir Drottinn Guð: Sú borg, sem sendir frá sér þúsund manns, mun hafa eftir hundrað, og sú sem sendir frá sér hundrað, mun hafa eftir tíu í Ísraelsríki.4Svo segir Drottinn við Ísraels hús: Leitið mín, til þess að þér megið lífi halda.5En leitið ekki til Betel! Og til Gilgal skuluð þér ekki fara og yfir til Beerseba skuluð þér ekki halda. Því að Gilgal skal fara í útlegð og Betel verða að auðn.6Leitið Drottins, til þess að þér megið lífi halda. Ella mun hann ráðast á Jósefs hús eins og eldur og eyða, án þess að nokkur sé í Betel, sem slökkvi.7Hann, sem skóp sjöstjörnuna og Óríon, sem gjörir niðmyrkrið að björtum morgni og dag að dimmri nótt, sem kallaði á vötn sjávarins og jós þeim yfir jörðina, Drottinn er nafn hans.8Hann lætur eyðing leiftra yfir hina sterku, og eyðing kemur yfir vígi.9Þeir sem umhverfa réttinum í malurt og varpa réttlætinu til jarðar,10þeir hata þann, sem ver réttinn í borgarhliðinu, og hafa viðbjóð á þeim, sem talar satt.11Sökum þess að þér fótum troðið hina snauðu og takið af þeim gjafir í korni, þá skuluð þér að vísu byggja hús úr höggnu grjóti, en eigi búa í þeim, skuluð planta yndislega víngarða, en ekki drekka vínið, sem úr þeim kemur.12Því að ég veit, að misgjörðir yðar eru margar og syndir yðar miklar. Þér þröngvið hinum saklausa, þiggið mútur og hallið rétti hinna fátæku í borgarhliðinu.13Fyrir því þegir hygginn maður á slíkri tíð, því að það er vond tíð.14Leitið hins góða, en ekki hins illa, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guð allsherjar vera með yður, eins og þér hafið sagt.15Hatið hið illa og elskið hið góða, eflið réttinn í borgarhliðinu. Má vera að Drottinn, Guð allsherjar miskunni sig þá yfir leifar Jósefs.16Fyrir því segir Drottinn, Guð allsherjar, Drottinn: Á öllum torgum skal vera harmakvein, og á öllum strætum skal sagt verða: Vei, vei! Og akurmennirnir skulu kalla þá er kveina kunna, til sorgarathafnar og harmakveins,17og í öllum víngörðum skal vera harmakvein, þá er ég fer um land þitt, segir Drottinn.18Vei þeim, sem óska þess, að dagur Drottins komi. Hvað skal yður dagur Drottins? Hann er dimmur, en ekki bjartur19eins og ef maður flýði undan ljóni, en yrði á vegi fyrir bjarndýri, kæmist þó heim og styddi hendi sinni við húsvegginn, en þá biti höggormur hann.20Já, dimmur er dagur Drottins, en ekki bjartur, myrkur og án nokkurrar ljósglætu.21Ég hata, ég fyrirlít hátíðir yðar og hefi enga unun af hátíðasamkomum yðar.22Þótt þér færið mér brennifórnir, þá hefi ég enga velþóknun á fórnargjöfum yðar, ég lít ekki við heillafórnum af alikálfum yðar.23Burt frá mér með glamur ljóða þinna, ég vil ekki heyra hljóm harpna þinna.24Lát heldur réttinn vella fram sem vatn og réttlætið sem sírennandi læk.25Færðuð þér mér, Ísraels hús, sláturfórnir og matfórnir í fjörutíu ár á eyðimörkinni?26En þér skuluð fá að bera Sikkút, konung yðar, og stjörnu Guðs yðar, Kevan, guðalíkneski yðar, er þér hafið gjört yður,27og ég vil herleiða yður austur fyrir Damaskus, segir Drottinn. Guð allsherjar er nafn hans.

5.1 Harmljóð Am 5.16-17; Mík 1.8; Esk 19.1
5.4 Leita Drottins Am 5.6,14; Hós 10.12+ ; 2Kro 15.2-5 og lifa Slm 69.33; Matt 19.16-17; sbr 5Mós 30.15-16
5.5 Betel og Gilgal Am 4.4+ ; Hós 4.15+ ; sbr Am 3.14 – Beerseba Am 8.14; 1Mós 21.33
5.7 Breyta réttinum Am 6.12; Hós 10.4; sbr Jes 5.20; Hlj 3.15; Opb 8.1
5.8 Skaparinn lofaður Am 4.13+ – sjötjarnan og Óríon Job 9.9
5.11 Lítilmagninn kúgaður Am 4.1+ – erfiða til einskis Am 3.15; 5Mós 28.30-33; Mík 6.15; Sef 1.13
5.12 Óréttlæti Am 2.6-7+
5.13 Þegja Lúk 23.9; sbr Am 3.8; 7.15
5.14 Leita sbr Am 5.4+ – verður Drottin með yður? Mík 3.11; sbr Jer 7.4
5.15 Elska hið góða 5Mós 30.19-20 – efla réttinn Jes 1.17; sbr Am 5.24 – þeir sem eftir eru Am 3.12; 5.3+ – miskunni sig 5Mós 32.36
5.16 Sorgardagur Am 5.1; Jes 15.3; Jer 9.17-21
5.17 Ég mun ganga um á meðal ykkar 2Mós 12.12; Jes 5.5-7
5.18 Dagur Drottins Jl 1.15+ ; sbr Am 2.16+ – dimmur dagur Jl 2.2; Mrk 13.24-25
5.19 Vonlaus staða Am 2.13-16; 9.1-4; Jes 24.18; Hós 13.7-8
5.21 Ég fyrirlít hátíðir yðar Am 4.4-5; 5.5; Jes 1.11-17; Jer 6.20; Hós 6.6; 8.13; Slm 50.8-9
5.24 Þjóðfélagslegt réttlæti Am 2.6-8; 4.1; 5.7,12; 8.4-8; sbr Matt 5.23-24
5.25-27 Sbr Post 7.42-43
5.27 Reka í útlegð Am 6.7; 7.11